Örvitinn

Hvalveiðar geta verið sterkur leikur!

Hvalveiðar bæta ekki ímynd landsins og kannski er ekki mikið á þeim að græða ef ekki er hægt að selja afurðir úr landi. Aftur á móti er hugsanlega sterkur leikur að hóta því að drepa alla fjandans hvalina og semja svo við Breta og aðra grænfriðunga um niðurfellingu skulda í staðin fyrir líf hvala?

Við þurfum að nota allt sem við eigum í samningaviðræðum og við getum óneitanlega drepið hvalina sem þvælast inn í landhelgina. Ég er viss um að Bretar, Hollendingar og Þjóðverjar strika út milljarða til bjargar hvölunum. Við eigum einfaldlega að bjóða þeim að taka hvalastofninn við Ísland upp í Icesave skuldir. Gera þeim tilboð sem þeir geta ekki hafnað.

pólitík
Athugasemdir

Arnold - 27/01/09 19:29 #

Góð hugmynd :) soldil hryðjuverkalykt af þessu en hvað með það. Auk þess er ímynd landsins í svaðinu og verður varla fyrir meiri skaða. Mér finnst samt mjög vænt um hvalina. Finnst þeir svo sætir og finnst leiðinlegt að það sé verið að drepa þá. En það má drepa ef það þjónar hagsmunum mínum ;0)

Sindri Guðjónsson - 27/01/09 20:04 #

Góð hugmynd. En eru ekki VG hálfgerðir grænfriðungar líka? Eflaust margt fólk í þeim flokki sem ekki tæki undir þessar hugmyndir :-)

Matti - 27/01/09 20:07 #

Kjarni hugmyndarinnar er jú að bjarga hvölunum, þó við þurfum hugsanlega að slátra fáeinum og sturta hræinu á Trafalgar torg. VG ættu að fagna því ;-)

Kalli - 27/01/09 20:44 #

Ef það á að gera tilboð sem þeir geta ekki hafnað verður einhver að redda haus af hval og planta í rúmið hjá Gordon Brown.