Örvitinn

Aðgerðir stjórnvalda: viðhald húsnæðis

Ég legg til að stjórnvöld geri eitthvað til að ýta undir viðhald húsnæðis. Ef margir húseigendur láta ditta að húsnæði næsta sumar yrðu það væntanlega mannaflsfrekar framkvæmdir þegar allt er tekið saman. Hætt er við því eins og staðan er í dag að stór hluti slíkra framkvæmda verði greiddur undir borðið. Hingað til hefur umræðan fyrst og fremst snúist um viðhald á húsnæði í eigu hins opinbera og þar með bein útgjöld ríkissjóðs en að mínu mati er skynsamlegt að hvetja til viðhalds á húsnæði almennings.

Stjórnvöld geta gert a.m.k tvennt:

Markmiðið er að framkvæmdir séu uppi á borði og þeir sem við þær vinna séu ekki á atvinnuleysisskrá. Einnig viðheldur fólk verðmæti fasteigna og vegur vonandi eitthvað upp á móti lækkandi fasteignaverði.

Að sjálfsögðu eru allir ekki í þeirri stöðu að geta farið út í framkvæmdir en fjölmargir eru það. Sérstaklega ef stjórnvöld létta undir bagga.

(smáa letrið: Ég þarf að fara í framkvæmdir á árinu.)

pólitík
Athugasemdir

Teitur Atlason - 29/01/09 10:31 #

Það er skemmtilegt að þú minnist á þetta. Þegar bankakreppan reið yfir Svíþjóð í 90-talet, fór af stað svona áætlun.

Smærri viðhaldsverkefni og endurbyggingar voru greiddar af ríkinu. Ef t.d ég vildi skipta um eldhúsinnréttingu, þá þurfi ég að kaupa innréttinguna en vinna iðnaðarmanna var barasta greidd af sænska ríkinu. Þetta var bara tímabundið dæmi einmitt til þess að blása lífi í atvinnulífið.

Athugið að þetta var ekki frádraganlegt frá skatti, þetta var beinn styrkur.

Þetta reyndist vel og íslenska ríkið ætti að fá upplýsingar um hvernig Svíar fóru að þessu.

Eggert - 29/01/09 12:21 #

Ég styð þessa frábæru hugmynd heils hugar.

(kominn tími á framkvæmdir hjá mér líka)

Eygló - 29/01/09 12:42 #

Frábær hugmynd! Ættir að koma henni lengra en á bloggið.

Matti - 29/01/09 13:19 #

Rúnar vinnufélagi minn segir mér að fólk eigi rétt á 60% endurgreiðslu af vsk af vinnu iðnaðarmanna. Margir sem vita ekki af því, ég þar á meðal. Ég myndi vilja ganga lengra.

Eygló, ég var búinn að gauka þessari hugmynd að "mínum manni" í stjórnsýslunni sem sagðist ætla að koma henni lengra. Ég veit ekki hvort hann gerði það. Ég er aftur á móti þeirrar skoðunar að nóg sé fyrir mig að setja hugmyndir hingað inn. Þær hljóti að rata nógu langt :-)

Jóhannes Proppé - 30/01/09 02:35 #

Matreiðsla er iðngrein. Get ég fengið skattafslátt?

Matti - 30/01/09 07:52 #

Tja, ætli hér verði hægt að fara út í mannaflsfrekar aðgerðir í matreiðslu? :-) Kannski kringum fermingar.

Ég held að allar aðgerðir sem ýta undir viðskipti án þess að valda beinum kostnaði fyrir ríkið séu jákvæðar. Líka í matreiðslugeiranum.

Matti - 02/02/09 13:54 #

Endurgreiðsla VSK verði hækkuð
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur beint því til fjármálaráðherra, að hann hlutist til um tímabundna breytingu á lögum þannig að endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu manna á byggingarstað við endurbætur eða viðhald íbúðarhúsnæðis verði hækkuð í allt að 100% í stað 60%.

Haukur - 02/02/09 15:07 #

Vá, þetta gekk hratt fyrir sig. Hvað ætlarðu næst að blogga um?

Matti - 02/02/09 15:14 #

Ég gruna að einhverjir aðrir en ég hafi verið að pæla í þessu :-)