Örvitinn

Hvert fór aurinn?

What happened to the money? According to researchers Thomas Piketty and Emmanuel Saez, since the late 1970s, a greater and greater share of national income has gone to people at the top of the earnings ladder. As late as 1976, the richest 1 percent of the country took home about 9 percent of the total national income. By 2006, they were pocketing more than 20 percent. But the rich don't spend as much of their income as the middle class and the poor do -- after all, being rich means that you already have most of what you need. That's why the concentration of income at the top can lead to a big shortfall in overall demand and send the economy into a tailspin. (It's not coincidental that 1928 was the last time that the top 1 percent took home more than 20 percent of the nation's income.) #

Ætli það sé hægt að heimfæra þetta yfir á Ísland? Hér safnaðist auðurinn á fárra hendur og það fólk flutti peninginn úr landi í stórum stíl. Getur verið að allt þetta fé sem lá "óvirkt" í fyrirtækjum hafi síðar legið "óvirkt" á bankareikningum auðmanna? Ég man annars ekki eftir að hafa séð þessu lýst á þennan hátt, þ.e.a.s. að þegar auður safnist á fárra hendur hverfi hann að hluta úr hagkerfinu þar sem þeir efnuðu eyði minna hlutfalli af sínum peningum.

(via reddit)

pólitík
Athugasemdir

Stebbi - 02/02/09 10:32 #

Ronald Reagan byggði sína efnhagsstefnu að mestu á þessu prinsippi, ef ég kann þetta rétt. Ýmsir aðrir hafa verið mjög jákvæðir á hans kenningar eins og flestir vita.

Kenningin var sem sagt sú að þar sem ríkir eyði lægra hlutfalli af tekjum sínum í neyslu muni skattalækkanir til þeirra skila sér í auknum fjárfestingum frekar en aukinni neyslu. Þetta myndi sem sagt gerast annað hvort með beinum hætti þar sem ríka fólkið fjárfestir beint í verkefnum eða óbeint þar sem ríka fólkið á pening í banka sem svo gerir bankanum auðveldara að lána pening í fjárfestingaverkefni.

Þannig var kenningin sú að skattalækkanir á ríkt fólk myndi skila sér í því að í hagkerfinu yrði meiri uppbygging en ef ríkið héldi þessum peningum eftir eða ef skattalækkunin færi til fólks sem hefði minna milli handanna fyrir. Til lengri tíma væri jú betra fyrir alla ef meiri peningar væru notaðir til fjárfestinga en til neyslu. Peningarnir séu þarna og aðgerðir ríkisins eigi að beina þeim í fjárfestingar frekar en í neyslu.

Frægt varð þegar Georg Bush, sem þá var að keppa við Reagan um útnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðanda, kallaði þetta "Voodoo economics".

Matti - 02/02/09 11:01 #

Ég þekki þá hugmynd (auðsöfnun leiðir til aukinna fjárfestinga) en ég man ekki eftir að hafa séð þessu lýst með öfugum formerkjum, að auðsöfnun á fárra hendur jafngildi því að verið sé að taka fé úr umferð.

Matti - 02/02/09 12:16 #

Kannski er lykilatriði í þessu hvernig menn fjárfesta. Ef auðmenn fjárfesta í fyrirtækjum sem framleiða eitthvað, skapa verðmæti, á kenning Reagan hugsanlega við. Vandamálið er að slíkar fjárfestingar eru bara hluti pakkans (hugsanlega lítill). Stór hluti fjárfestinga er ekkert annað en brask, úr því verða engin verðmæti til heldur einungis eignatilfærsla.

Pési - 02/02/09 15:16 #

Er það ekki einmitt neysla almennings sem leggur grunnin að atvinnusköpun? Engin iðnaður framleiðir varanleg verðmæti og má því segja að allur iðnaður byggist á neyslu, ef að allur peningur fer í fjárfestingar þá er grunnur fyrirtækja, sem á að byggja á eftirspurn eftir þeirr vöru/þjónustu sem þau framleiða, brostinn. En auðvitað reyna auðmenn að sannfæra almenning um að núverandi fyrirkomulag sé ekki aðeins frábært, heldur nauðsynlegt fyrir samfélagið.