Örvitinn

Hugað að bústað

Bústaðurinn að sumri tilMikið er ég feginn að þurfa ekki að huga að bústaðnum. Í stað þess að bruna í Borgarfjörð til að tékka á ástandinu sendi ég SMS í öryggistækið og fylgist með stöðunni. Fékk fjölda skeyta fyrr í kvöld þegar rafmagn datt ítrekað út og kom aftur inn. Hringdi að lokum í Rarik og frétti að viðgerð stæði yfir.

Hitinn fór niður í 16°, er nú kominn aftur upp í 18°. Óþarflega mikill hiti þegar enginn er á staðnum.

dagbók
Athugasemdir

Davíð Guðmundsson - 06/02/09 22:15 #

Hvernig tæki er þetta sem þú ert að skrifa um. Nokkur séns að pósta upplýsingum um gripinn svona fyrir okkur hin sem erum ekki svona séð?

Mbk.

Matti - 06/02/09 22:21 #

Þetta er græja frá Nokia. Er myndavél, hreyfiskynjari og hitaskynjari. Sendir SMS ef einhver mætir á staðinn, ef hiti fer niður eða uppfyrir einhver mörk og þegar rafmagn fer af og kemur aftur á. Afar hentugt. Kaupir bara frelsiskort í þetta og fyllir á það á 6 mánaða fresti. Ég bætti vísuninni einnig í færsluna.

Davíð Guðmundsson - 07/02/09 00:01 #

Takk fyrir upplýsingarnar! Virðist vera snilldar-tæki. Kíki á þetta.

Mbk.