Örvitinn

Hvernig finnur lögreglan allt þetta kannabis?

Lögreglan finnur kannabisplöntur um allan bæ.

Ég velti því fyrir mér hvort lögreglan sé hugsanlega að nota vafasamar aðferðir við að finna þessa kannabisræktun. Í Bandaríkjunum hafa menn flogið með hitamyndavélar yfir íbúðahverfi og svo skáldað ástæður (t.d. vísbendingar uppljóstrara) eftirá. Getur verið að hér séu menn að skoða rafmagnsnotkun til að finna ræktunina. Er trúlegt að það séu oft lögreglumenn á röltinu sem reka nefnið í kannabisræktun? Er það ekki frekar hentug skýring?

eiturlyf
Athugasemdir

Einar - 31/10/11 13:35 #

Eitthvað hef ég heyrt um að forrit sé í notkun sem tengt er við orkunotkun landsmanna. Þá sennilega hjá OR eða eitthvað. Það leitar eftir 12 tíma notkun, 12 tíma slökkt. Eins og gert er í ræktun.

En síðan er mjög mikið af þessu svokallað 'skvíl' eða upplýsingum komið til lögreglu... hvort sem það er af áhyggjufullum borgurum eða sölumaður að losa sig við samkeppnina.. =)

Þrátt fyrir að við heyrum mikið af svona ræktunum sem gerðar eru upptækar.. er talið að það sem lögreglan finnur sé aðeins brot af þeirri ræktun sem hér er stunduð.

kv.