Örvitinn

Ingi Björn vill á þing

Ingi Björn vill á þing vegna þess að honum "finnst ástandið vera það slæmt að [hann] vill taka þátt í því að rétta þjóðarskútuna við. Ef það er hugsanlegt að [hann geti] eitthvað gert í þeim málum með öðru góðu fólki er [hann] reiðbúinn til að taka þátt í því".

Hefur eflaust ekkert með nokkuð annað að gera.

Ingi Björn var kjörinn á þing fyrir Borgaraflokkinn árið 1987 og Sjálfstæðisflokkinn fjórum árum síðar. Undanfarin ár hefur hann starfað sem fasteignasali:

Hvernig er það, er ekki kominn tími á þyrlukaup eða eitthvað álíka gott?

Ég er dálítið skeptískur á alla fyrrverandi fasteignasala og verðbréfagaura sem vilja komast á þing um þessar mundir. Hef á tilfinningunni að þeir séu fyrst og fremst að hugsa um sína hagsmuni, ekki þjóðarinnar.

pólitík
Athugasemdir

Jón Magnús - 20/02/09 16:08 #

Og suma sem störfuðu í fjölmiðlunum :)

Matti - 20/02/09 16:17 #

Akkúrat. Alþingi á ekki að vera uppbótavinna!

Sindri Guðjónsson - 21/02/09 01:16 #

Atvinnu og verkefnalaust fólk, reynir að finna sér eitthvað að gera.