Örvitinn

Kirkjan "hlustar"!

Þeir sem halda því fram að ríkiskirkjan hlusti eru annað hvort að blekkja sjálfa sig, aðra eða bæði. Áralöng misheyrn kirkjunnar sýnir annað, margítrekaðar upphrópanir ríkiskirkjustarfsmanna um vonda fólkið sem vill bola kennslu um Krist úr skólum er gott dæmi.

Það er afar einföld ástæða fyrir því að kirkjan heldur fundi og lætur mikið fyrir sér fara um þessar um mundir. Kirkjan sér sóknarfæri í kreppunni. Leið hennar úr ástandinu liggur alltaf í gegnum kirkjuna og trúna sem hún boðar, nú er tími trúarinnar segja starfsmenn ríkiskirkjunnar.

Hvað er búið að loka mörgum kirkjum vegna efnahagsástandsins? Hvað er búið að sameina margar sóknir? Fækka um marga presta?

Sumir eru jafnari en aðrir.

kristni
Athugasemdir

Valdimar - 10/03/09 12:45 #

Ég var að ná mér í mjólk og seríós inn í eldhús áðan, þar sem rás 1 eða 2 var að flytja lesnu auglýsingarnar sýnar. Á þeim 2-3 mínútum sem ég var þar heyrði ég 2 auglýsingar um ,,kristni í kreppunni" eða ,,kristni á óvissutímum"...! Er þetta lið alveg siðlaust?

Matti - 10/03/09 12:48 #

Er þetta lið alveg siðlaust?

Já.