Örvitinn

Hve sturlaðir geta moggabloggarar verið?

Svona sturlaðir.

Guðrún Sæmundsdóttir, einn allra klikkaðasti trúarmogglingurinn, bloggar um frétt af sjálfkrafa trúfélagsskráningu barna. Eins og lögin eru núna eru börn skráð sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu. Nú á hugsanlega að endurskoða það m.a. af jafnréttisástæðum.

Ef við breytum því erum við að sjálfsögðu að vanvirða heilög tengsl móður og barns! Ég er ekki að djóka, Guðrún Sæmundsdóttir segir það. Ef við skráðum barnið ekki sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu vanvirðum við þessi tengsl. Ég er enn að reyna að átta mig á þessari "hugsun".

Manneskjan er sturluð.

Verst er að biskupinn og aðrir ríkiskirkjustarfsmenn munu berjast gegn breytingum í þessu. Kirkjumálahluti ráðuneytisins er vafalítið að leita að lausn sem hentar kirkjunni og hennar hagsmunum.

kristni vísanir
Athugasemdir

Sævar Helgi - 12/03/09 14:20 #

Sjitt, þessi brjálæðingur þykist ætla að koma sér á þing. Býður sig fram fyrir L-listann.

Djöfull verður þetta skrautlegur hópur. Maður bíður bara eftir því að JVJ bjóði sig líka fram fyrir hönd þeirra.

Matti - 12/03/09 14:23 #

Hehe, ég tók ekki eftir því. Hún smellpassar í hópinn.

Halldór E - 12/03/09 16:15 #

Sæll, ég á ekki von á sterkum viðbrögðum frá kirkjunni við þessu, en ég gæti haft rangt fyrir mér. Það væri svo sem ekki í fyrsta sinn.

Hins vegar geri ég ráð fyrir að þjóðkirkjan leggi þess í stað áherslu á að skírnarathöfnin sé innganga í kirkjuna og "skráningarathöfn" og vinni út frá því í framtíðinni. Það eru að mínu mati eðlilegustu viðbrögðin.

Matti - 12/03/09 16:23 #

Ég geri ráð fyrir að fyrstu viðbrögð kirkjunnar verði bak við tjöldin, lobbísimi.

Væntanlega mun þetta svo færast yfir á skírnina eins og þú bendir á.

Ég vil einfaldlega losna við þessa skráningu (og allt sem henni fylgir) úr Þjóðskrá. Tel ekki nokkra góða fyrir því að hið opinbera haldi skrá um trúfélagsaðild allra íslendinga.

Halldór E - 12/03/09 16:35 #

Því er við að bæta að í tengslum við breytingu á lögum um stjórn og starfshætti kirkjunnar í kringum 1997 var þónokkur umræða innan kirkjunnar um að fá þessu fyrirkomulagi breytt og tengja skírn og skráningu í trúfélag. Þessi umræða átti sér stað m.a. á kirkjuþingi. Ég hef hins vegar ekki aðgang að Gerðum Kirkjuþings til að sjá hvers vegna þetta gekk ekki eftir. Slúðrið sagði að ástæðan hefði verið óþarfa vesen fyrir Hagstofuna, þar sem annars vegar þyrfti að skrá barnið inn í tölvu við fæðingu og síðan þyrfti að fara aftur inn nokkrum mánuðum síðar og haka við rétt trúfélag, það væri betra að gera þetta allt í einu. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en mér þótti þetta alltaf veigamikil og skemmtileg rök gegn úthugsuðum skrifum guðfræðinga um mikilvægi þess að kirkjan væri einvörðungu samfélag skírðra einstaklinga.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 12/03/09 22:05 #

og tengja skírn og skráningu í trúfélag

Mér finnst að einu tengslin sem koma til greina væru þau að Þjóðkirkjan gæti neitað að skíra börn nema foreldranir skrái þau í Þjóðkirkjuna, eða þrýsti amk á það.

Ég á bágt með að ímynda mér einhvers konar kerfi þar sem skírn þýðir líka sjálfkrafa skráningu í Þjóðkirkjuna.

Kristján Hrannar Pálsson - 13/03/09 17:11 #

Það er þó gott að hún geti notað uppskriftirnar þínar. En djöfull yrði ég reiður ef þjóðkirkjan ætlaði að gera skírnina að inngöngu í þjóðkirkjuna með tilheyrandi eyðublöðum.

Matti - 13/03/09 17:19 #

Tja, það yrði þá a.m.k. til þess að fólk þyrfti að spá eitthvað í skírninni.

Persónulega vill ég banna trúfélagsskráningu barna fyrir átján ára aldur. Fólk getur einfaldlega skráð sig í trúfélag þegar það er fullorðið lögum samkvæmt.

Kristján Hrannar Pálsson - 13/03/09 17:21 #

Sjitt hvað þessi umræða er klikkuð. Ég segi nú ekki að allir þeir sem mótmæli Guðrúnu geri það á málefnalegan hátt, en ég sprakk úr hlátri þegar JVJ mælti: "Ég hef lítið álit á Jafnréttisstofu, Hjalti, og það á líka við um stýruna þar í mannréttindamálum." Síðan fer hann að röfla um kommúnista. Svona hélt ég að gæti aðeins gerst í einhverju atriði úr Fóstbræðrum.

Matti - 13/03/09 17:24 #

Jón Valur er klikkaður.

Sævar Helgi - 20/03/09 16:25 #

Téð manneskja er í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þessa stundina.

Mér heyrist við ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að þessi manneskja komist inn á þing. Sem betur fer.

Henrý Þór - 20/03/09 18:35 #

Er þetta samt ekki fullkomlega eðlilegt frá jafnréttissjónarmiði?

Íslensk börn erfa stjórnmálaskoðun pabba síns, þannig að mamman má ráða trúarskoðuninni.

Kristinn - 24/04/09 12:33 #

hún er búin að fjarlægja færsluna. Ætlaði að vísa í hana í bloggi um hættuna á því að kristilegir öfgahópar kæmust til valda hér...

Matti - 24/04/09 14:11 #

Æi, en dæmigert. Mogglingar eru afar duglegir við að eyða óþægilegum færslum.