Örvitinn

Fávitar stjórna HB Granda

Djöfulsins andskotans skítseyði, rolur, gungur, mannleysur og fábjánar eru það sem stjórna HB Granda.

Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna

Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra.

kvabb
Athugasemdir

Mummi - 13/03/09 23:56 #

Ég hef sagt það áður og segi það enn. Þeir sem héldu að hið s.k. "nýja" Ísland yrði öðruvísi hafa, því miður, rangt fyrir sér. Alls staðar er basically sama fólkið að stjórna (nema helst í bönkunum). Siðleysi rúlar. Sanngirni sökkar. Stjórnmálamenn sjá nánast undantekningarlaust ekkert athugavert við störf sín undanfarin ár og bjóða sig hiklaust fram á nýjan leik. Svínarí viðgengst. Stór hluti fólks mun, fjandinn hafi það, kjósa Sjálfstæðisflokkinn í vor. W. T. F?

Okkur er ekki við bjargandi.

Vonandi er það ég sem hef rangt fyrir mér.

hildigunnur - 14/03/09 00:50 #

tek undir með Mumma, við þurfum allavega að standa verulega vel vaktina! Þetta lið breytist ekkert á nokkrum mánuðum, né heldur hin fylgispöku hirðfífl Sjálfstæðisflokksins!

Steina - 14/03/09 11:58 #

Ég vinn hjá HB Granda og finnst súrt að eitt skuli yfir allt verkafólk ganga hvort sem fyrirtæki hafa efni á hækkunum eða ekki. Erum við kannski orðin full auðmjúk í kreppunni? Glæsilegar myndir hjá þér!

Matti - 16/03/09 00:20 #

Svo skilja þeir ekkert í því af hverju fólk fyrirlítur þá!