Örvitinn

Rauði krossinn og ríkiskirkjan

Af hverju er Rauði Krossinn í samkrulli með ríkiskirkjunni? Ég hélt að Rauði krossinn starfaði óháð trúarbrögðum. Féð sem safnað verður "rennur til matvælaaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar um allt land".

Óhlutdrægni
Hreyfingin gerir engan mun á milli manna eftir þjóðerni þeirra, uppruna, trúarbrögðum, kyni, stétt eða stjórnmálaskoðunum. #

Ég sé mér ekki fært að styrkja söfnun Rauða krossins þar sem ríkiskirkjan er hluti af þessu. Ég styð ekki nokkuð sem sú stofnun kemur nálægt af siðferðilegum ástæðum, styð ekki trúboðsstofnanir. Ríkiskirkjan notar öll tækifæri til að auglýsa sig.

Hefði haldið að Rauði krossinn gæti starfað hér á landi óháð ríkiskirkjunni.

kristni
Athugasemdir

Siggi Óla - 16/03/09 21:53 #

Algjörlega skelfilegt og Rauði krossinn setur verulega niður í mínum huga.

Hrökk satt að segja í kút þegar ég heyrði þetta auglýst. Ég sé mér því miður alls ekki fært að styðja þetta þó að ég sé fyllilega aflögufær um hundrað krónur og Rauði Krossinn hefði fengið þær ríflegar hefði ekki verið fyrir þetta samkrull.

Carlos - 16/03/09 22:16 #

Það er algerlega rangt að Hjálparstarf kirkjunnar standi fyrir trúboði eða sé trúboðsstofnun. Enda gæti RkÍ ekki réttlætt samstarfið gagnvart alþjóðlegu RK samtökunum ef svo væri. Þú ættir að kynna þér málið betur, t.d. með því að ræða við yfirmann innanlandsdeildar RkÍ eða framkvæmdastjóra RkÍ hvernig í þessu stendur ÁÐUR en þú kastar drullu í samtök og samstarf á þennan hátt.

En úr því sem komið er, skora ég á þig að gera þetta, og birta niðurstöður þínar hér. Sjáum svo hvort þú verður maður að meiri fyrir að birta leiðréttingu, eða, ef svo ólíklega vildi til, að rétt sé sem þú nú dylgjar, skerpir á gagnrýninni, þá verðuglega.

Matti - 16/03/09 22:25 #

Hvaða drullu kasta ég í þessari bloggfærslu?

Það er algerlega rangt að Hjálparstarf kirkjunnar standi fyrir trúboði eða sé trúboðsstofnun

Látum okkur sjá.

Hjálparstarf kirkjunnar heyrir undir ríkiskirkjuna. Ég tala um ríkiskirkjuna sem trúboðsstofnun í þessari bloggfærslu.

1. gr. Hjálparstarf kirkjunnar er sjálfseignarstofnun, sem stofnuð er af Þjóðkirkju Íslands og starfar á hennar vegum. Heimili og varnarþing er í Reykjavík. Biskup Íslands er verndari stofnunarinnar. Merki hennar er fiskur og kross í skál, blátt að lit. Stofnunin er aðili að hjálparstarfi Lútherska heimssambandsins, Alkirkjuráði og alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna (ACT International). Á erlendum málum er heiti stofnunarinnar: Icelandic Church Aid, skammstafað Icechurchaid, og Kirkens Nödhjelp i Island. #

Auk þess eru Rauði krossinn og ríkiskirkjan í samstarfi um Rauða kross húsið þar sem prestar standa vaktina. Gæti bætt því við bloggfærsluna.

Ég skora á Carlos að lesa og hugsa áður en hann skrifar athugasemdir hér.

Teitur Atlason - 16/03/09 22:25 #

Ég er sammála Matta. Svona samkrull veraldlegra samtaka og ríkiskirkjunnar er út í hött. Krossinn eða álíka trúfélög geta hæglega stofnað eitthvað apparat innan sinna vébanda og sagt að það sé yfir allar trúariðkun hafið og farið í samkrull með Rauða krossinum.

Þetta er í meira lagi ótrúverðugt og sérkennilegt að Rauði krossinn hafi látið dobbla sig í þetta samstarf.

Haukur - 16/03/09 23:09 #

"Það er algerlega rangt að Hjálparstarf kirkjunnar standi fyrir trúboði"

Hvaða ályktun á maður að draga af myndasyrpum Hjálparstarfsins? Helmingurinn af þessum myndum er af einhverju kristnihaldi og gjarnan eru einhverjir sem eru titlaðir kristniboðar með á myndunum.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 17/03/09 05:53 #

Það er algerlega rangt að Hjálparstarf kirkjunnar standi fyrir trúboði eða sé trúboðsstofnun.

Carlos, Hjálparstarf kirkjunnar hefur borgað fyrir byggingar á kirkjum og "menntun" presta í Afríku -> Hjálparstarf kirkjunnar er trúboðsstofnun.

Halldór E. - 17/03/09 14:56 #

Mér finnst mikilvægt að hér komi fram að þessi söfnun snýst um sérstök verkefni en er ekki beint að starfsemi þessara félaga almennt. Sú ákvörðun Rauða Krossins, Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstarfs kirkjunnar að vinna saman í jólaúthlutun t.d. er að mínu mati gott dæmi um það þegar félagasamtök, slá af sérstöðu sinni til að láta gott af sér leiða fyrir alla.
Hemant Metha (Friendly Atheist.com) nefndi á fundi sem ég sat um daginn annað slíkt dæmi. Háskólahópur trúleysingja hér í BNA langaði að láta gott af sér leiða í Spring Break og koma að uppbyggingarstarfinu í New Orleans. Vandamálið var hins vegar að þau höfðu takmarkaðan farveg til að nýta vinnu sína sem best, einfaldlega vegna þess að trúleysingjar hafa ekki samskonar "network" og margar kirkjur hafa. Til að takast á við þetta og nýta "resources" sem best tóku þau sig til, höfðu samband við kirkjuhóp sem var á leiðinni niðureftir á sama tíma, fengu að sitja í og nota "network" kirkjunnar sem til staðar var. Þetta varð til þess að fleira fólki var hjálpað en ella, vegna þess að einhver skyldi að það var hjálpin sem skipti máli ekki spurningar um hvernig hjálpin bærist.
Ég skil að sumir treysta ekki Hjálparstarfi Kirkjunnar af trúarlegum ástæðum, jafnvel ekki í svona skilgreindu verkefni. Þá hina sömu hvet ég til að koma peningum til Rauða krossins beint, nú eða ef Rauði krossinn er vandamál, að finna annan farveg. Ekki nota aðkomu kirkjunnar sem afsökun fyrir að gera ekki neitt.

Teitur Atlason - 17/03/09 15:28 #

Ef að allir ríkiskirkjuprestar tækju sig saman og gæfu 10% af kaupinu sínu i þessa söfnum, þá myndi safnast ágætis summa. 6 miljónir miðað við 50.000 x 120 presta.

Það gerist nú trauðla.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 17/03/09 16:16 #

Ég skil að sumir treysta ekki Hjálparstarfi Kirkjunnar af trúarlegum ástæðum, jafnvel ekki í svona skilgreindu verkefni.

Ég verð að gera athugasemd við þetta orðalag. Þetta snýst ekki um að maður treysti ekki Hjálparstarfi kirkjunnar, heldur að maður vill að hjálparstarfsfélög noti peningana í hjálparstarf en ekki trúboð. Það eru ekki "trúarlegar ástæður".

Carlos - 17/03/09 18:20 #

Sérhver prestur/sálusorgari sem starfar á sameiginlegum vettvangi RkÍ og kirkjunnar, verður að vinna á hugmyndafræðilegum grunni RK hreyfingarinnar. Það er bara þannig.

Sérhvert athvarf, sem RK hreyfingin og kirkjur/moskur setja upp, verða að starfa á hugmyndafræðilegum grunni RK og RH hreyfingarinnar. Það er bara þannig.

Að kalla alla starfsemi kirkna trúboð er hreinlega heimskulegt og rangt, sérstaklega þar sem kirkjur hafa ríkara hlutverki við menningu og þjóð en trúboð og boðun fagnaðarerindisins.

Carlos - 17/03/09 18:26 #

P.s. ef eitthvað í þessu samstarfi sem brýtur gegn markmiðum RkÍ og þar með alþjóðahreyfingarinnar, er ykkur, gagnrýnendum hér og annars staðar vinsamlegast bent á að nefna þau atriði, í stað þess að dylgja almennt um allt og ekkert!

Óli Gneisti - 17/03/09 18:29 #

Hin einfalda staðreynd er að aðkoma ríkiskirkjunnar að þessu leiðir til þess að þetta mun síður ná til þeirra sem standa utan hennar.

Matti - 17/03/09 18:35 #

Carlos, ég er þegar búinn að vitna í atriði af markmiðum RKÍ hér fyrir ofan.

Má ég ekki hafa þá skoðun að ég styrki ekki starf sem ríkiskirkjan kemur nálægt? Má ég ekki láta það pirra mig að Rauði krossinn, sem er félag sem ég vildi gjarnan styrkja, sé í samstarfi með ríkiskirkjunni - því viðbjóðslega batteríi sem veður ítrekað yfir fólk í krafti stærðar, hefðar og forréttinda? Stofnun sem ítrekað hefur drullað yfir þá sem ekki aðhyllast þau tilteknu hindurvitni sem hún boðar.

Það er nefnilega mín skoðun og ég get fært rök fyrir henni.

Að kalla alla starfsemi kirkna trúboð er hreinlega heimskulegt og rangt,

Hver kallar alla starfssemi kirkna trúboð?

Ljóst er að helst markmið ríkiskirkjunnar er að boða tiltekið afbrigði af kristinni trú. Ýmislegt fylgir með, en kristniboðið er númer eitt. Ekki segja mér að þú ætlir að þræta fyrir það.

Er ég að banna þér að styrkja þetta samstarf? Nei, alls ekki. Ég kýs að koma ekki nálægt nokkru því sem styrkir ríkiskirkjuna og mér finnst ógeðslega skítt að Rauði krossinn sé kominn upp í rúm með henni. Sök sé þó stöku starfsmenn deili bæli.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 17/03/09 18:35 #

Að kalla alla starfsemi kirkna trúboð er hreinlega heimskulegt og rangt, sérstaklega þar sem kirkjur hafa ríkara hlutverki við menningu og þjóð en trúboð og boðun fagnaðarerindisins.

Það hefur enginn kallað "alla starfsemi kirkna" trúboð. En þar sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur eytt pening í það að byggja kirkjur og þjálfa presta í Afriku, þá flokkast það undir trúboðsstarfsemi, þar sem stór hluti starfsemi kirkna er að boða trú.

Óli Gneisti - 17/03/09 18:47 #

Síðan er grunnpunktur að mínu mati að hugsa um valdastöður. Þeir sem sjá um hjálparstarf eru í gríðarlegri valdastöðu gagnvart þeim sem þurfa hjálp. Þegar þeir fara að blanda trúarskoðunum sínum inn í hjálparstarfið eru þeir að misnota þessa valdastöðu. Þeir sem sitja undir því eru undir gríðarlegri pressu.

Þess vegna er í raun miklu verra að stunda trúboð meðfram hjálparstarfi en að stunda það eitt og sér. Það er bara soralegt. Þá ertu bara að nota þér neyð fólks.

Carlos - 17/03/09 20:19 #

"En þar sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur eytt pening í það að byggja kirkjur og þjálfa presta í Afriku, þá flokkast það undir trúboðsstarfsemi, þar sem stór hluti starfsemi kirkna er að boða trú."

Ég veit um brunnverkefni, stuðning við heimilislaus börn o.þ.h. en ekki við prestaskóla og safnaðarheimili fyrir fé HK á erlendri grund. Vissulega eru samstarfsaðilar HK kirkjur þar. Það breytir því ekki, að ef samstarf HK og RkÍ hér innanlands væri á trúarlegum grunni reist, mætti RkÍ ekki standa í því vegna hlutleysis.

Vissulega má örvitinn og hver sem er hafa sína skoðun í friði, en að dylgja um það að samstarf HK og RkÍ sé brot á hlutleysi RkÍ er bara heimskulegt.

Menn mega vissulega vera heimskir fyrir mér. Hér sem annarsstaðar.

En ef menn fara með rangt mál þegar RkÍ er annars vegar þá verða menn að færa vandaðari rök og skulda lesendum sínum annað en dylgjur.

Carlos - 17/03/09 20:23 #

Síðasta innslag Óla lýsir þvílíkri fáfræði hvað varðar starf HK hér á landi, að ég ætla ekki að segja meira en þetta:

Óli, ef þú heldur að HK nýti sér valdastöðu gagnvart skjólstæðingum sínum, þá ertu óupplýstur og því skora ég á þig að afla þér upplýsinga. Þú gerir það helst hjá innanlandsaðstoð RkÍ (þar sem þú treystir ekki HK).

Geririðu það ekki en heldur fast við þessar bábiljur, well, þá ertu ekki bara óupplýstur heldur ábyrgðarlaus lygari.

Matti - 17/03/09 20:24 #

Æi góði bestu haltu kjafti í stað þess að haga þér enn og aftur eins og fáviti. Ég hef ótal oft séð þessa óþolandi yfirlætisfullu hlið þína og hef bara eitt að segja. Þú hefur ekki efni á þessu, það er ekkert á bak við þennan hroka þinn.

Djöfull er mér farið að leiðast þetta dylgjubull. Hér hefur ekkert verið dylgjað og ekki verið farið með rangt mál, einfaldlega bent á óvéfengjanlegar staðreyndir.

Það er ekkert flókið við þetta, Rauði krossinn er í samstarfi við ríkiskirkjuna - hina Evangelísku Lúthersku Þjóðkirkju.

Þetta er sama aðferð og þú hefur alltaf notað til að verja vondan málstað, hvort sem um er að ræða leikskólatrúboð eða væl yfir því að ríkiskirkjan sé kölluð sínu rétta nafni.

Carlos - 17/03/09 20:56 #

Þú ættir kannski að spara stóru orðin á meðan þú talar að óathuguðu máli. Örlítil áskorun áður en þú gerir þig endanlega að fífli.

Matti - 17/03/09 21:00 #

Ætti ég að spara stóru orðin?

Í fyrstu athugasemd þinni segir þú að ég sé að " [kasta] drullu í samtök og samstarf" án þess að nokkuð slíkt sé að finna í bloggfærslu minni og það er bara byrjunin á ruglinu í þessum athugasemdum þínum.

Áskorun þinni hefur verið svarað nú þegar í bloggfærslunni hér á undan og athugasemdum. Það þarf engu við það að bæta.

Matti - 17/03/09 21:16 #

En að dylgja að innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar

Þurfum við nú að fara að greina sérstaklega á milli innanlandsaðstoðar HK og erlendrar starfsemi HK? Þú ert bráðsniðugur.

Þegar hefur verið sýnt fram á að Hjálparstofnun kirkjunnar stundar trúboð í tengslum við hjálparstarf sitt erlendis. Það eitt og sér dugar mér til að dæma það apparat. Ég þarf ekki meira.

Ég skal einfalda þetta fyrir þig. Ég hefði skrifað nákvæmlega eins bloggfærslu ef Rauði krossin stæði að þessu í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Carlos - 17/03/09 21:55 #

Já, það hefðirðu gert. Enda ertu til í að henda börnum með baðvatninu, ef marka ber orð þín.

Spurningin er sú, hvort þeir sem sinna tilteknu verki fyrir RkÍ geti gert það á forsendum RkÍ. Ég segi og staðhæfi af reynslu með NGO (og HK) í gegnum árin að hvorki RkÍ, Amnesty eða Barnaheill, svo einhver með tengsl við alþjóðleg NGO séu nefnd, myndu taka samstarf við kirkju í mál ef það væri ekki á þeirra forsendum, sérstaklega með tilliti til hlutleysis gagnvart trú og pólítík.

Samstarf HK, Mæðrastyrksnefndar og RkÍ er byggt á málefnasamningi sem er algerlega í takt við hlutleysisákvæði RK og RH hreyfingarinnar. Ef þú hefur rökstuddan grun um að þessu sé ekki svo komið, ættirðu að koma athugasemdum til innanlandsdeildar RkÍ.

Ef ekki ættirðu að endurskoða bloggfærsluna hér og með þér vinir þínir.

Matti - 17/03/09 22:05 #

Það eina sem upptalning þín segir mér er að trúmenn hafa ítök víða og ríkiskirkjan hefur fáránlegt vægi hér á landi.

Finnst þér eðlilegt að varla sé hægt að gera nokkuð hér án þess að ríkiskirkjan komi að því á einhvern hátt?

Ég veit ekki hvað í ósköpunum ég ætti að endurskoða í þessari bloggfærslu.

En ég veit að það er fróðlegt að lesa um stefnu ríkiskirkjunnar á sviði kærleiksþjónustu og hjálparstarfs.

Carlos - 17/03/09 22:29 #

Ítök? Já, auðvitað. Tékkaðu á því hvað stendur á forsíðu heimasíðu RkÍ um áfallahjálp og hverjir veita hana. Gáðu síðan hvernig þetta er erlendis.

Annar vínkill á þetta er sá að RK (og Rauði hálfmáninn) leggur sig eftir að finna staðla sem duga í þjónustu við fólk. Hreyfingin hefur lært á tilvistarárum sínum þó nokkrar lexíur í sambandi við hlutleysi, mannréttindi og frelsi.

Ef sjálfseignarstofnun á vegum kirkjunnar getur tekið upp starfshætti sem RK hreyfingin samþykkir, þarf það ekki að bera vott um ítök heldur er hægt að taka því sem svo að ákveðnum staðli á starfsemi sé náð.

Matti - 17/03/09 22:36 #

Lykilatriði. Féð sem safnað verður "rennur til matvælaaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar um allt land".

Hvernig fer matvælaaðstoð HK fram? Hverjir (hvaða einstaklingar) sjá um að útdeila, hvar fer aðstoð fram.

Skoðum þetta frá sjónarhorni sem ég hef þegar nefnt. Féð sem safnað verður "rennur til matvælaaðstoðar Sjálfstæðisflokksins um allt land". Þingmenn Sjálfstæðisflokks, aðstoðarmenn þeirra og aðrir flokksmenn sjá um að dreifa matvælum. Fólk skal leita á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins til að óska eftir aðstoð. Enginn áróður fer fram og aðstoð er á engan hátt bundin því að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn.

Finnst þér þetta ganga upp? Ef ekki, þá ertu farinn að nálgast það að skilja mitt sjónarmið.

Rauði Krossinn er með net um allt land. Af hverju þarf hann að vera í samkrulli með Hjálparstofnun kirkjunnar? Af hverju styrkir Hjálparstofnun kirkjunnar ekki einfaldlega starf Rauða krossins, en ekki öfugt? Ég hefði ekkert út það að setja.

Carlos - 17/03/09 22:49 #

Sammála um að þetta sé lykilatriði, að aðstoðin fari um allt land.

Af hverju rannsakarðu það ekki bara, spyrð þá hjá RkÍ og hjá HK og bloggar svo? Síðan, þegar þú hefur fengið nægju þína af upplýsingum geturðu e.t.v. dregið saman XD og HK og sagt þetta allt sama tóbakið.

Af hverju spyrðu mig þegar þú hefur aldrei að mér vitandi tekið mark á mér? Stundaðu þínar rannsóknir sjálfur, maður. Læt þetta þó flakka, af því að ég hef verið stjórnarmaður í RkÍ deild og meðlimur í félaginu lengur en ég kýs að muna:

RkÍ vinnur með Kirkjunni af því að saman eru þessar tvær stofnanir færari um að koma aðstoð til fólks en sundruð. Það er svo einfalt.

Óli Gneisti - 17/03/09 23:07 #

Nýlega var í fréttum að prestar gætu reddað fjárstuðningi frá Hjálparstarfi kirkjunnar til að fjármagna fermingar. Það er innanlandsdeildin og þetta er ákaflega vafasöm blanda trúar- og hjáparstarfs.

Matti - 17/03/09 23:10 #

Sammála um að þetta sé lykilatriði, að aðstoðin fari um allt land.

Rauði krossinn er með starfssemi um allt land.

Af hverju rannsakarðu það ekki bara, spyrð þá hjá RkÍ og hjá HK og bloggar svo?

Spurningin var retórísk, ég veit svarið og þú veist það líka.

Carlos - 18/03/09 07:04 #

HK hjálpar fólki að halda jól og páska líka, með sérstakri matargjöf. Er það þá vafasamt líka? HK hefur fyrir milligöngu presta komið peningum til fólks sem annars lendir utan bótakerfa. Er það þá vafasamt líka af því að prestur kemur þar að?

Spurningarnar eru retórískar og þið vitið svarið líka. Hinsvegar er greinilegt að þið hafið það þannig að allt sem kirkjan og prestar snerta verður að glópagulli, engum til gagns, er það ekki?

Jafnvel þetta er retórísk spurning og við vitum svarið allir!

P.s. hægt er að nota retórískar spurningar til að ljúga og blekkja. Mín uppáhalds er þessi: Ertu hættur að berja konuna þína? Rökvilla númer 5b?

Matti - 18/03/09 08:04 #

Óskaplegir útúrsnúningar eru þetta.

Óli Gneisti - 18/03/09 11:02 #

Maður getur líka spurt hvort að prestur sé hættur að berja fermingarbörnin sín.

Hefur HK haft samband við til dæmis Siðmennt um að bjóða Siðmennt að þeir sem halda fermingar á þeirra vegum fái styrk? Eða kaþólsku kirkjuna? Eða Ásatrúarfélagið? Augljóslega trúin hér forsenda fyrir hjálp.

Það sama mun gerast með það sem safnast núna. Fólk sem er ekki í kirkjunni mun ekki njóta söfnunarinnar á sama hátt og þeir sem eru innan hennar.

Carlos - 18/03/09 12:17 #

Já það er hægt að spurja þannig að allt er sett í ranga mynd. Útúrsnúningar duga stundum til að sýna fram á hve fáránlega var í lagt.

Ég hef ekki vitað til þess að HK eða RkÍ fari í manngreinaálit eftir þjóðerni, kynferði og trú, varðandi úthlutanir. Ef staðreyndin er sú að fólk utan kirkjunnar fer ekki til HK þá er það eitt. Ef HK meinar utanþjóðkirkjufólki um þjónustu þá er það annað og tilefni til samstarfsslita RkÍ og HK. Svo einfalt er þetta nú bara í mínum haus.

Óli Gneisti - 18/03/09 12:23 #

Það er kannski ekki sami hlutur en niðurstaðan er sú sama. Fólk utan ríkiskirkjunnar fær ekki sömu aðstoð og fólk innan hennar. Það finnst mér óviðunandi.

Matti - 18/03/09 14:14 #

Á bloggi sínu skrifar Carlos:

Ítreka að rök Matta eru af þessari sort:

HK er tengt við kirkjuna. Af því að RkÍ á að vera hlutlaust í trú og pólítík er allt samstarf HK og RkÍ í besta falli ógeðfellt í versta falli óverjandi.

Afstaða hans og nokkurra annara á bloggi hans gerir ekki ráð fyrir að prestur eða stofnun á vegum Þjóðkirkjunnar geti unnið á grunni RkÍ og því ætti ekki að styðja við fjársöfnun á borð við þá sem hér um ræðir.

Rökfræðin kallar þetta “sekt vegna snertingar” og leiðir athyglina frá málstað.

"Afstaða hans og nokkurra annara á bloggi hans gerir ekki ráð fyrir að prestur eða stofnun á vegum Þjóðkirkjunnar geti unnið á grunni RkÍ"

Það er nokkuð til í þessu. Reynsla mín segir mér að prestar og stofnanir kirkjunnar eru fyrst og fremst að hugsa um hagi kirkjunnar og kristni.

En Carlos vill ekki sjá að þetta samstarf er hagstætt fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og þá um leið ríkiskirkjuna. Það er afar gott PR fyrir kirkjuna þegar fólk í neyð fær aðstoð frá henni. Aðstoð sem fjármögnuð er í samstarfi við RK.

Þarf ég virkilega að finna dæmi þess að erindrekar ríkiskirkjunnar vísi til Hjálparstarfs kirkjunnar til að réttlæta stöðu og forréttindi ríkiskirkjunnar.

Þetta hangir allt saman. Hvort sem Carlos vill sjá það eða ekki. Hér er hann í nákvæmlega sömu sporum og þegar hann afneitar ríkiskirkjustimplinum eða rembist við halda þvi fram að trúboð í leik- og grunnskólum fari fram á forsendum skólanna. Tölum íslensku hér.

Carlos má halda að þetta snúist um "sekt vegna snertingar" ef honum líður betur. Ef Hjálparstofnun kirkjunnar væri að veita peningum til RK, sem útdeildi matvælum og annarri aðstoð til þurfandi, hefði ég nákvæmlega ekkert við það að athuga.

Þar með eru þau rök hans ónýt. En það skiptir ekki máli. Fordómar Carlosar þvælast fyrir honum. Hann vill ekki (og hefur aldrei viljað) sjá hlið okkar trúleysingja á nokkru máli.

Carlos - 19/03/09 18:08 #

Ég gerði það sem þú hefðir fyrir löngu átt að gera, hafði samband við HK og fékk skýringar á því sem þú gagnrýndir. Þær er að finna hér. Hef engu við þetta að bæta, síst af öllu ætla ég gera mig að viðfangsefni umræðunnar hér, eins og Matthías reynir í síbylju að gera.

Matti - 19/03/09 18:09 #

síst af öllu ætla ég gera mig að viðfangsefni umræðunnar hér, eins og Matthías reynir í síbylju að gera.

Nei, þú myndir aldrei gera slíkt hið sama!

Matti - 19/03/09 18:17 #

Í skýringunum sem Carlos setur á síðu sína kemur fram að Hjálparstarf kirkjunnar styrkir trúboð.

Ég held að Carlos þurfi að fara að biðja mig og aðra sem hann hefur deilt við hér afsökunar.

Matti - 19/03/09 18:19 #

Ég held áfram því þetta er svo gaman. Af heimasíðu Hjálparstarfs kirkjunnar er sagt um Aðstoð við Íslendinga

Félagsráðgjafi veitir innanlandsdeild Hjálparstarfsins forstöðu. Tekið er á móti fólki sem sækir um félagslega eða fjárhagslega aðstoð. Þeim er veitt ráðgjöf og í boði er mataraðstoð, aðstoð við að leysa út lyf, fatnaður og fleira eftir aðstæðum. Í fyrsta sinn sem sótt er um aðstoð er það gert hjá presti sem kemur umsókninni til Hjálparstarfsins en hefur um leið möguleika á að veita viðkomandi sálgæslu. Eftir það getur fólk komið tvisvar til viðbótar yfir árið auk þess að sækja beint um jólaðastoð. Þurfi manneskja að koma oftar er farið í gegnum fjárhag og allar aðstæður fólks og leitað langtíma lausna. Er þá gjarnan unnið með öðrum stofnunum og félagasamtökum að varanlegri lausn.

Í raun er ótrúlegt að þurfa að karpa um þetta.

Matti - 19/03/09 19:29 #

Carlos heldur áfram þessari vitleysu á bloggi sínu.

Ég segi og stend við það að ekkert óeðlilegt er við rekstur HK - söfnunarfé fer þangað sem því er ætlað skv. auglýsingu og félög sem sinna líknarþjónustu og gæta hlutleysis hafa í HK verðugan bandamann.

Ef með "hlutleysi" er átt við "félag sem styrkir trúboð" hefur Carlos rétt fyrir þér.

Gagnrýnendur þurfa því að hafa eitthvað haldbærara en dylgjur og aðdróttanir til að breyta nokkru hér um, að minnsta kosti ef mark á að vera takandi á þeim.

Ég vil hvetja fólk (ekki Carlos, það þýðir ekkert) að lesa aftur þessa bloggfærslu mín og finna þar "dylgjur og aðdróttanir".

Matti - 18/10/12 11:21 #

Gaman að rifja þessa færslu upp í dag þegar verkefnastjóri hjá Hjálparstofnun kirkjunnar fær birta grein í Morgunblaðinu í tilefni kosninganna um helgina. Augljóst að hún tengir þar hjálparstarf kirkjunnar (og Rauða Kross Íslands) við stöðu ríkiskirkjunnar í stjórnarskrá og hvetur fólk óbeint til að kjósa að kirkjan verði áfram í stjórnarskrá.