Örvitinn

Ályktun Framsóknar um trúmál

Ályktanir flokksþings 2009 (pdf skjal)

Ályktun um trúmál
Markmið
Þjóðin þekki rætur sínar, menningararf og þau siðrænu gildi sem hún hefur byggt samfélag sitt á um aldir. Þessi siðrænu gildi eru að miklu leyti sprottin úr kristnum jarðvegi enda hefur kristin kirkja haft mótandi áhrif á menningu þjóðarinnar undanfarin þúsund ár.

Leiðir

  • Áfram verði stutt við öflugt starf þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga.
  • Staðinn verði vörður um trúfrelsi og fjölmenningu á Íslandi
  • Stuðlað verði að samráði og samvinnu ólíkra trúarbragða.

Ég segi pass.

kristni pólitík
Athugasemdir

Arnold - 25/03/09 18:25 #

Þetta er nú meira þvaðrið. Þeim er ekki bjargandi þessu aumingja Framsóknarmönnum.

Birgir Baldursson - 25/03/09 19:11 #

Fyrir utan það að þessar fullyrðingar eru rangar hjá þeim, þá er þetta viðhorf orðið gersamlega úrelt. Þeir næla kannski í nokkra kjósendur yfir sjötugt út á þetta, en yngri kynslóðir eru ekki ginnkeyptar fyrir svona blaðri.

hildigunnur - 26/03/09 07:54 #

Ekki virðast þeir allavega hafa veitt marga, samkvæmt könnuninni sem birtist í Fréttó í dag. Heldur ekki L-listinn...

Matti - 26/03/09 08:17 #

Það eru góðar fréttir.

bjarki - 26/03/09 10:44 #

Dæs. Ég stend sjálfan mig oft að því að gefa framsókn séns þegar það lítur út fyrir að hann sé að umbreytast í frjálslyndan miðjuflokk af evrópskri fyrirmynd (sem svo sárlega vantar í stjórnmálaflóruna hér á landi) en þá kemur eitthvað svona upp. Leifar af bændaíhaldinu sem þrátt fyrir allt ráða ennþá í þessum flokki.