Örvitinn

Eignaskattar eru skelfileg hugmynd

Skattleggið neyslu, ekki eignir.

Eign getur vel þýtt ríkidæmi en eign getur líka verið merki um sparsemi - ráðheldni. Eignamyndun tekur líka iðulega langan tíma og því eru það oft tekjulitlir eldri borgarar sem eiga eignir og skulda lítið. Skattleggið þá frekar arfinn þegar hann er kominn yfir einhver mörk.

Eignaskattar þýða að það borgar sig að skuldsetja sig, borgar sig ekki að greiða skuldir. Það er ekkert gefið að fólk hafi arð af eign sinni, t.d. húsnæði. Auk þess er fasteignamat í tómu rugli þessa dagana og ekki nokkur leið að miða við hana.

Í gvuðanna bænum VG, grafið þessa hugmynd.

pólitík
Athugasemdir

Jón Magnús - 26/03/09 10:26 #

Það er nú hægt að útfæra eignaskatt þannig að hann sé sanngjarn. Tilgangur eignaskatta er til að koma í veg fyrir að eigin eins og jarðir, húsnæði o.s.frv. safnist á hendur fárra.

Ég er sammála því að hafa eignarskatt á eignir undir t.d. 40 milljónum er einfaldlega að segja venjulegu fólki að það borgi sig ekki að eignast neitt.

Það er samt erfitt að útfæra eignarskatt þar sem hluti eigna er undanskilinn en mér fannst alltaf afskaplega ósanngjarnt að eldra fólk sem hafi unnið alla sína ævi og loksins enda með skuldlausa eign hafi þurft að losa sig við hana vegna þess að það var hætt að vinna og hafði ekki efni á að eiga hana lengur.

Tryggvi R. Jónsson - 26/03/09 10:50 #

Ég veit ekki hvort þetta sé góð hugmynd. Kannski er hagfræðilega hugmyndin á bak við þetta að hvetja til eyðslu frekar en að safna? Það eru s.s. ágætis rök til þess að hvetja til neyslu til að draga úr áhrifum niðursveiflu á hagkerfið en ég efast einhvern veginn um að það hafi verið hugmyndin á bak við þessa tillögu.

Matti - 26/03/09 10:54 #

Varðandi eignir eins og jarðir og húsnæði, þá greiðir fólk nú þegar allskonar gjöld af slíkum eignum.

Varðandi það að hvetja fólk til neyslu, þá viljum við náttúrulega ekki hvaða neyslu sem er. Þannig er ekkert sérstaklega æskilegt að fólk kaupi innfluttar vörur í miklu mæli um þessar mundir.

Ég held menn séu einfaldlega að leita að tekjustofnum og mér finnst þessi ekki góður.

Jón Magnús - 26/03/09 11:38 #

Það er rétt Matti að fólk borgar allskonar gjöld af sínum eignum og því hægt einfaldlega að hækka þau ef menn vilja meiri tekjur og ná því sama fram.

Tryggvi R. Jónsson - 26/03/09 12:13 #

Það eru s.s. til ágætis rök fyrir því að undanskilja fasteignir frá stofni eignarskatts: 1) fasteignir eru keyptar fyrir skattlagðar tekjur 2) greitt er af fasteignum í formi fasteignagjalda 3) fasteignir eru skynsamleg fjárfesting/neysla

Já og svo hét þetta eignarskattur, þ.e. skattur á hreina eign umfram skuldir en ekki skattur á allar eignir :) En ég er s.s. sammála eignarskattur er lélegur tekjustofn.

Nú greinilega eitthvað misstíga innan opinbera geirans... auðvitað vill maður efla innlenda "neyslu" og spara gjaldeyri en svo er verið að uppræta sprotafyrirtæki út um allt land :-) Æ þetta var á mörkunum hjá mér...

Matti - 26/03/09 12:15 #

Ég er nefnilega alveg sammála þér varðandi þessi sprotafyrirtæki. Út í hött á þessum síðustu og verstu tímum :-)