Örvitinn

Vonarljós, fíkniefnasali og vændisdólgur

Hvernig stendur á því að fíkniefnasali og vændisdólgur fær að halda gróðanum af þessum rekstri sínum? Hefur Baldur ekki verið ákærður fyrir fíkniefnasöluna og vændið sem hann stundaði í Ármúla eftir að hann kom úr fangelsi fyrir manndráp?

Baldur Freyr Einarsson er í viðtali við blaðið Vonarljós sem dreift var með Morgunblaðinu um helgina.

Þetta blað er hryllingur út í gegn. Djöfull er þetta lið stórkostlega sturlað. Í alvöru talað, ég hvet ykkur til að fletta blaðinu og renna í gegnum greinarnar. Ég er hræddur við þetta lið. Ekkert skiptir máli nema trúin, hún er það eina sem fólk á að stóla á. Þetta er lið sem ég gæti trúað til að fremja ódæðisverk í nafni trúarinnar.

Viðtalið við Baldur Frey (eða Baldur Örn eins og hann er kallaður í dag! Nafnið að flækjast fyrir honum) er fróðlegt, minnst á mannsdrápið en ekki orð um eftirsjá. Þetta er bara eitthvað bögg sem Baldur lenti í. Eftir fangelsið selur hann eiturlyf og rekur vændishús í Ármúlanum í tveimur íbúðum. Þegar hann frelsast opnar hann á milli íbúðanna og rekur þar nú söfnuð sinn.

Geir Jón á bænagöngu 2007Afsakið! Síðan hvenær hafa fíkniefnasalar og vændisdólgar fengið að halda gróðanum af starfssemi sinni? Hvernig stendur á því að Baldur Freyr á enn þessar tvær íbúðir? Tengist það því að yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu tengist trúboði Baldurs í Ármúlanum?

Í Vonarljósi er fróðleg klausa. Rætt er við Önnu Sigurbjörgu Þórisdóttur sem frelsaðist og hún segir frá því hún hafi fengið "opinberun um krossdauða Jesú Krists, hvers vegna hann hafi dáið á krossinum fyrir allar mínir syndir og sjúkdóma (og ég sem hafði ekki hugmynd um að ég væri einhver syndari)". Þessi texti innan sviga segir allt sem segja þarf.

Þetta gengur nefnilega út á að koma inn samviskubiti hjá fólki, heilaþvo og sannfæra um að það sé syndugt og þurfi að frelsast frá syndinni, þjást af stöðugu samviskibiti.

Sylvía Rut Gísladóttir segir frá:"Ég vissi ekki hvað hjartað mitt var tómt fyrr en ég lít til baka.". Þetta er svo dæmigert fyrir költ, lítið er gert úr lífi án költsins, það er tilgangslaust og innantómt, en lífið innan költsins er yndislegt. Það er hægt að lifa innihaldsríku lífið án þess að ganga í költ.

Ég er ekki að grínast, ég er smeykur við þetta lið.

Þess má geta að biskup Íslands og einn ríkiskirkjuprestur skrifa pistla í blaðið og eru í samstarfi við alla hópana sem að því standa.

kristni
Athugasemdir

GH - 13/04/09 15:22 #

Þetta blað er alveg skelfilegt. Það er til skammar að háttsettur lögregluforingi skuli tilheyra svona nötturum sem telja þessa sjálfsefjun, sem trúarbrögð eru, gera þá betri en annað fólk. Vinur minn, lögreglumaður, hefur sagt mér að talsverð óánægja ríki hjá sumum löggum yfir því að það skuli vera prestur (þó ágætur maður) sem sjái um áfallahjálp hjá lögreglunni á meðan t.d. slökkviliðsmenn hafi aðgang að sálfræðingi. Hvaðan ætli það komi? Mér fannst þó fyndið að lesa viðtalið við Herbert Guðmundsson sem frelsaðist eftir áfengismeðferð, sem segir að AA-samtökin ættu ekki að vera svona stór í meðferðarbatteríinu á Íslandi. Ég las frábæra bók Orra Harðarsonar fyrir jólin þar sem hann fordæmir þessi samtök réttilega og hrokann í fólkinu þar. Enginn á, skv. þeim, að geta haldist edrú nema setja ábyrgðina yfir á æðri mátt, gvuð?

Matti - 13/04/09 17:46 #

Vinur minn, lögreglumaður, hefur sagt mér að talsverð óánægja ríki hjá sumum löggum yfir því að það skuli vera prestur (þó ágætur maður) sem sjái um áfallahjálp hjá lögreglunni á meðan t.d. slökkviliðsmenn hafi aðgang að sálfræðingi.

Þetta er eitt af því sem sumt ríkiskirkjufólk stærir sig af og telur upp sem dæmi þess hve ríkiskirkjuprestar eru nauðsynlegir

Hvaðan ætli það komi?

Ríkiskirkjunni og velferðarmönnum hennar sem þurfa að réttlæta tilveru ríkiskirkju. Auk þess hafa trúarnöttarar innan lögreglunnar eflaust eitthvað um málið að segja.

Ég hef aldrei verið á móti því að kristnir geti leitað til síns prests, en það er alveg ljóst að svona störfum eiga sálfræðingar að sinna, algjörlega óháð trúarbrögðum og trú.

Kemur svo ekki fram í viðtalinu við Baldur í Vonarljósi að hann hafi verið að stunda bullandi boðun meðan hann var á Vogi! Hverslags spítali er það þar sem sjúklingur getur stundað trúboð eins og honum sé borgað fyrir það? Ekki það að ég taki fullt mark á Baldri.

GH - 14/04/09 12:56 #

Ég þekki ágætan ungan mann sem fór í meðferð nokkrum sinnum og lítið gekk að verða edrú. Hann trúði öllu sem AA samtökin sögðu og hélt að hann væri svona lélegur trúmaður, treysti ekki æðri mætti fyrir sér osfrv, fyrst þetta tókst svona illa hjá honum. Hann var reyndar frekar trúaður sem krakki, var nokkur sumur í innrætingarbúðunum í Vatnaskógi. Það var ekki fyrr en hann komst í viðtöl hjá geðlækni sem hann varð edrú og fékk bót meina sinna, gat líka hrist endanlega þetta trúarrugl af sér. Hann hefur verið í góðu standi í mörg ár en hrokagikkirnir, gömlu vinir hans í AA, halda því fram að hann muni falla fyrr eða síðar fyrst hann er ekki í AA. Sama og sagt var við Orra Harðar og hann segir frá í bókinni. Ég held að stjórnvöld taki þessu jesúrugli fegins hendi, þetta sparar fé sem ella færi í alvöru meðferð. Nóg fékk td. Byrgið af fé. Það er hroðaleg aukarefsing fyrir fanga að fá ekki frið fyrir þessu liði. Þeir félagar, Herbert og Baldur, stæra sig af því að boða "fagnaðarerindið" í fangelsum landsins. Aumingja fangarnir. Þeir kannski grípa allt fegins hendi til að fá tilbreytingu. Sjálfsefjun og blind trú á arabisk ævintýri gæti verið betra en blákaldur raunveruleikinn, eða hvað.

Matti - 14/04/09 13:05 #

Ég veit ekki hvernig staðan er í dag, en fyrir nokkrum árum höfðu fangar mun betra aðgengi að presti heldur en sálfræðingi.

Siggi Örn - 14/04/09 13:19 #

Það eru tveir sálfræðingar og tveir félagsráðgjafar með öll fangelsi landsins. Það þarf ekki marga presta til að jafna eða toppa þá tölu.

Óli Gneisti - 14/04/09 16:14 #

Aðkoma presta er náttúrulega endalaus afsökun fyrir ríkið að sinna ekki sálfræðiþjónustu.

Guðmundur D. Haraldsson - 19/09/09 17:59 #

Aðkoma presta er náttúrulega endalaus afsökun fyrir ríkið að sinna ekki sálfræðiþjónustu.

Ríkið hefur þar til nýlega, ekki sinnt þessari þjónustu að neinu viti, yfir höfuð í heilbrigðiskerfinu. Það er t.d. ekkert voðalega langt síðan sálfræðingar fóru að starfa á LSH að einhverju viti.

Má ekki bara gera ráð fyrir um að sama trend sé að ræða með fangelsin?