Örvitinn

Lykilspurning um framboðin

Þegar ég horfi á stórmót í knattspyrnu nota ég einfalt kerfi til að velja lið til að styðja í keppninni. Aðal atriðið er hve margir leikmenn Liverpool eru í liðinu. Ef velja þarf milli liði er fjöldi leikmanna United dreginn frá.

Er þetta ekki fínt kerfi til að velja stórnmálaflokk?

Hvaða stjórnmálaflokkur er með flesta stuðningsmenn Liverpool á lista? Hvernig er United hlutfallið. Þrefaldur mínus fyrir frambjóðendur sem finnst asnalegt að fylgjast með fótbolta.

Ég held þetta sé gáfulegasta leiðin til að gera upp á milli stjórnmálaflokka. Nú þurfa fjölmiðlar bara að uppfylla lýðræðislega skyldu sína og leiða þessar upplýsingar fram.

Í leiðinni mætti athuga hvaða frambjóðendur trúa á yfirnáttúrulegar verur eða önnur hindurvitni og hverjir ekki. Spurning hvort fólk vill að þingmenn séu sæmilega heilir á geði.

pólitík
Athugasemdir

Sverrir - 16/04/09 15:36 #

Þá vinnur Kata systir örugglega þitt atkvæði. Þú myndir hins vegar seint kjósa lista sem ég væri á með þessari aðferð!

Sigrún - 16/04/09 16:08 #

Nú erum við að tala saman Matti, það verður líka gott að komast að því hversu margir eru virkilega að halda með United og hægt að forðast á almannafæri.

Matti - 16/04/09 16:13 #

Úff, er það ekki full langt gengið? Ég meina, þó ég vilji ekki kjósa þessa United menn og helst ekki ræða við þá um fótbolta get ég alveg umgengist þá. Sumir af mínum bestu vinum eru United menn.

Það er nefnilega ekki stuðningurinn sem ég fordæmi, heldur United sjálft!

(ég held ég hafi ekki alveg náð Gunnari í Krossinum þarna)

Hrikalega er ég ánægður með Kötu! Hún hefur allt sem þarf.

Ég veit að Guðlaugur Þór heldur með Liverpool en hann er ekki inni í myndinni.

Matti - 16/04/09 16:21 #

Smá letrið: Mér er nú ekkert rosalega illa við United þegar ég spái í því. Svaf alveg í nótt þó liðið kæmist áfram í Meistaradeildinni :-)

Eggert - 16/04/09 16:59 #

Hver ert þú eiginlega og hvað hefurðu gert við Matta?
Fyrst skráirðu þig í VG, nú heldurðu með United?

Tryggvi R. Jónsson - 16/04/09 17:53 #

Legg til að þú komist að þessu og kallir þetta því virðulega nafni "L/U-hlutfallið" (gæti fengið gælunafnið Lúðahlutfall).

Kristinn - 16/04/09 18:32 #

,,Hrikalega er ég ánægður með Kötu! Hún hefur allt sem þarf."

Ég ætlaði að fara að segja þetta. Mér sýnist allt benda til þess að hún sé hinn fullkomni kvenmaður.

Matti - 16/04/09 23:16 #

Fyrst skráirðu þig í VG, nú heldurðu með United?

Nei bíddu nú hægur. Ég á tvö uppáhaldslið í fótbolta: Liverpool og andstæðinga United hvert skipi, ég held alltaf með liðinu sem mætir United.

Aftur á móti er ég orðinn svo mjúkur á gamals aldri að ég nenni ekki að pæla of mikið í United (ég segi þetta kannski bara vegna þess að þeim gengur svo vel).