Örvitinn

Ég er hægrimaður

Ég er hægra megin í pólitík en ég geri mér grein fyrir því að samfélag gengur ekki upp ef fólk hugsar bara um rassgatið á sjálfu sér og ég kýs að búa í samfélagi. Ég vil hafa það gott (grilla á kvöldin) en ég tel líka æskilegt að aðrir hafi það gott.

Maður á að geta verið hægrimaður og haft þá skoðun að betra sé að hækka skatta lítillega heldur en að segja upp fjölda manns.

Maður getur verið hægrimaður með samfélagsvitund.

Hægrimenn hljóta að styðja aðskilnað ríkis og kirkju, hægra megin geta menn ekki annað en sagt að trú sé einkamál.

Hægrimenn aðhyllast ekki ríkisstyrkta stóriðjustefnu í atvinnumálum, þeir vilja auðvelda fólki að stofna og reka lítil fyrirtæki sem geta vaxið.

Það er ekkert "hægri" við eiginhagsmunapot og sjálfselsku. Það er bara ábyrgðarleysi og þroskaleysi. Það er ekkert einstaklingsfrelsi fólgið í því að ljúga og blekkja í skjóli nafnleyndar.

Ég hræðist ekki vinstrið heldur íhaldssemina. Ég vona að vinstrimenn geri sér grein fyrir því að stuðningur við þá þýðir ekki að fólk styðji allt sem þeir standa fyrir. Þannig skráði ég mig í VG til að geta kosið í prófkjöri flokksins vegna þess að þar var fólk sem ég vil sjá á þingi. Ég greiddi líka félagsgjöld í kjölfar styrkjamála hinna flokkanna. Það þýðir ekki að ég styðji allt sem VG stendur fyrir. Ég styð heiðarleika og vil að fólk segi mér satt. Blekkingar nafnlausra hægrimanna eru bestu rökin fyrir því að kjósa vinstri í þessum kosningum. Þetta er taktík sem þeir fá beint frá mönnum eins og Karl Rove í Bandaríkjunum, fyrirlitlegum fasistum.

pólitík
Athugasemdir

Matti - 20/04/09 10:55 #

Ég átti von á þessari athugasemd fyrr :-)