Örvitinn

Viðbjóður

Það er langt síðan Liverpool hefur tapa stigum í leik þar sem yfirburðirnir voru jafn miklir og í leik kvöldsins á móti Arsenal. Djöfuls varnarklúður. Arsenal átti fjögur skot á rammann í leiknum og skoruðu fjögur mörk. Þetta er fáránlegt.

Þar fór deildin væntanlega, tímabilið búið :-(

Munurinn á Liverpool og ManU á þessu tímabili felst í heppni.

boltinn
Athugasemdir

Daníel - 21/04/09 21:33 #

Öhhh, nei. United eru betri, vörn Liverpool var skelfileg í þessum leik, gaf 3 mörk. Vidic og Ferdinand myndu ekki gera svona.

Arsenal spiluðu skynsamlega, sóttu hratt á fáum mönnum, voru auðvitað með laskaða vörn og markmann.

Matti - 21/04/09 21:36 #

Öhhh, nei. United eru betri

Uh, tveir innbyrðist leikir liðanna segja mér annað. Liverpool valtar yfir Aston Villa, United grísuðu og unnu þrátt fyrir að vera verra liðið þegar þeir mættu Villa. United hefur verið að draga í land 1-0 sigra þrátt fyrir að vera verra liðið, Liverpool hefur verið að yfirspila lið en ekki náð því pota inn marki.

vörn Liverpool var skelfileg í þessum leik

Vissulega þrenn fáránleg (og óvenjuleg) einstaklingsmisstök.

Arsenal spiluðu skynsamlega, sóttu hratt á fáum mönnum,

Varstu að horfa á leikinn? Arsenal sóttu næstum ekkert! Þegar þeir sóttu gerðu þeir það einmitt með mörgum mönnum, út á það gengur leikstíll Arsenal.

Liverpool hefði átt að skora átta mörk í þessum leik.

Daníel - 21/04/09 21:49 #

Sylvestre sem er aukamaður hjá arse átti sök á 2 mörkum, og markið sem var dæmt af Bendtner var ekki rangstaða.

Arsenal sótti eiginlega ekki með miðjunni í þessum leik, Arshavin skoraði með þvi að stela boltanum af Arbeloa, og einu sinni skoraði hann úr hraðaupphlaupi

Skiptir ekki hvort að United eru heppnir eða ekki, ef þeir vinna en Liv ekki, þá eru þeir betri, snýst þetta ekki um úrslit?

Daníel - 21/04/09 21:52 #

Btw, Arsenal eru að spila þennan leik án Clichy, Gallas, Djjourou (varamaður Gallas á undan the Alien), Almunia, Adebayor, Eduardo og Van Persie.

Þannig að það vantar nokkra góða leikmenn hjá þeim. Hvað þýðir það? Ég hef ekki hugmynd.....

Matti - 21/04/09 21:55 #

markið sem var dæmt af Bendtner var ekki rangstaða.

Víst.

Kuyt var kominn einn í gegn í fyrri hálfleik þegar Silvestre braut á honum en ekkert var dæmt. Það er endalaust hægt að telja upp svona atvik, en tölfræði leiksins segir okkur að Liverpool var að valta yfir Arsenal.

Arsenal átti fjögur skot á rammann í öllum leiknum.

Arsenal sótti eiginlega ekki með miðjunni í þessum leik, Arshavin skoraði með þvi að stela boltanum af Arbeloa, og einu sinni skoraði hann úr hraðaupphlaupi

Hvað ertu að tala um? Í fyrsta markinu vann Arsenal boltann við teig Liverpool, það voru fimm eða sex leikmenn Arsenal við teig Liverpool.

Annað markið er eftir útspark og mistök.

Þriðja markið er eftir fyrirgjöf, a.m.k. fimm eða sex leikmenn Arsenal við teig Liverpool.

Fjórða markið er eftir hraðaupphlaup eftir hornspyrnu Liverpool.

Arsenal sótti nær ekkert í leiknum, en þegar liðið sótti tóku margir leikmenn þátt í sókninni. Út á það gengur leikur Arsenal liðsins, stutt spil milli margra leikmanna.

Skiptir ekki hvort að United eru heppnir eða ekki, ef þeir vinna en Liv ekki, þá eru þeir betri, snýst þetta ekki um úrslit?

Liverpool er með betra knattspyrnulið en United í dag. Það er ekkert flóknara.

Matti - 21/04/09 21:56 #

Þannig að það vantar nokkra góða leikmenn hjá þeim. Hvað þýðir það? Ég hef ekki hugmynd.....

Ég er að segja að Liverpool liðið hafið verið miklu betra en Arsenal í þessum leik. Að sjálfsögðu skiptir máli að Arsenal vantaði sterka leikmenn. Alveg eins og það skipti máli (en þó ekki miklu) að Liverpool vantaði Gerrard.

Daníel - 21/04/09 21:57 #

Samkvæmt þinni heimspeki þá er Arsenal með betra lið en Liverpool í dag,Arsenal vann fyrri leikinn, og jafn í seinni. Ég er tilbúinn að sætta mig við það!

Matti - 21/04/09 22:00 #

Arsenal vann ekki fyrri leikinn. Leikurinn endaði 1-1 þar sem Liverpool var sterkara liðið.

Matti - 21/04/09 22:03 #

Auk þess er ég ekki að segja að Liverpool liðið sé betra en ManU einungis út frá innbyrðis viðureignum liðanna. Ég er líka að bera saman spilamennsku liðanna á tímabilinu, benda á að heppnin hefur verið með United liðinu en ekki Liverpool - leikur kvöldsins er gott dæmi.

Ak - 21/04/09 23:01 #

Matti - 21/04/09 23:04 #

Þessi mynd er orðin dálítið þreytt. Það er ekkert að því að rökræða, hvort sem það er á internetinu eða annars staðar.

Pétur - 22/04/09 10:02 #

Daníel, Matti er eldheitur Púlari og mun því varla gæta fyllsta hlutleysis í skrifum sínum, og sama má væntanlega segja um þig (og mig) sem Arsenal menn.

Matti - 22/04/09 10:04 #

Alveg rétt. En varla ætlið þið að þræta fyrir að Liverpool hafi verið miklu betra liðið í þessum leik?

Matti - 22/04/09 10:11 #

Tölfræði leiksins

Shots (on Goal)      26(14)  8(4)
Fouls                   10  12
Corner Kicks            12  0
Offsides                5   6
Time of Possession     53%  47%

Matti - 22/04/09 10:12 #

Vil bæta við þetta að ég tel líklegt að ManU muni vinna Arsenal á heimavelli. Þeir munu einfaldlega sparka þeim af vellinum eins og í frægum leik um árið.

Pétur - 22/04/09 15:20 #

Sorrý, ég hefði sjálfsagt ekkert átt að vera að skipta mér af. Ég er ekki vanur að diskútera mitt lið við aðdáendur annarra liða. Það er svona eins og kristinn prestur og múslímaklerkur að rífast um hvor tilbiðji flottari guð. Ég meina ekkert illt með þessu.

Matti - 22/04/09 15:54 #

Voðalega er þetta aulalegt, af hverju er ekki hægt að (rök)ræða þetta mál?

Ég er ekkert að ræða hér um það hvort Liverpool eða Arsenal sé betri klúbbur eða hvort liðið sé betra yfir höfuð, þó ég hafi sagt að ég telji Liverpool liðið betra en United um þessar mundir.

Fannst þér Arsenal eiga skilið að fá stig úr þessum leik miðað við gang leiksins?

Pétur - 22/04/09 19:04 #

Það mega alveg einhverjir aðrir en ég gera það. Ég bara nenni því ekki. Eins og ég sagði, ég hefði sjálfsagt ekkert átt að vera að skipta mér af. Mín reynsla er bara sú að þessi fótboltaáhugi okkar er ansi nálægt trúarbrögðum. Ég myndi eiga í mestu vandræðum með hlutleysi allavega.

Matti - 22/04/09 19:35 #

Þetta minnir vissulega á umræður við trúaða. Þeir er oft duglegir við að koma sér hjá því að svara einföldum spurningum.

Pétur - 22/04/09 21:34 #

Ég skil vel að þú ert gramur yfir úrslitunum, en ég ætla að biðja þig um að taka það ekki út á mér. Ég hef gert mér far um að vera eins heiðarlegur og kurteis og ég get, en ég kæri mig ekki um svona dylgjur. Enn og aftur: Ég hef ekki áhuga á að ræða við þig um Arsenal eða neinn annan fótboltaklúbb. Þessvegna sagði ég einmitt (tvisvar) að ég hefði sennilega ekki átt að leggja orð í belg til að byrja með, og það er ástæðan fyrir að ég svara ekki spurningunni. Ef þú ætlar að taka því sem einhverri gagnrýni á þig eða lið þitt þá verður bara svo að vera. Persónulega finnst mér ekkert skrýtið við að sumir einstaklingar hafi ekki áhuga á einhverri tiltekinni umræðu. Kannski voru það hreinlega mistök hjá mér að minnast yfirleitt á að Arsenal væri mitt lið.

Daniel - 22/04/09 23:08 #

Ég held að menn verði nú að geta gert sér grein fyrir að fótbolti er leikur. Eins og Pétur segir, þetta er orðið of líkt trúarbrögðum, farið að stjórnast af hlutum sem ekki er hægt að rífast um, vegna þess að þetta eru tilfinningar.

Eina sem skiptir máli er hvernig endaði, í þessu tilviki jafntefli.

Meira er ekki um það að segja, og Matti, þú verður að leyfa mönnum að vera ósammála án þess að þurfa alltaf að svara fyrir þig. Ég veit að þetta er þín síða, en þú hvetur til skoðanaskipta, ekki "predika" (hehe) yfir þeim sem koma hingað ef þeir eru ekki sammála.....

Matti - 23/04/09 10:23 #

Þið eruð ótrúlegir drengir. Af hverju getið þið ekki rætt um fótbolta án þess að koma með útúrsnúninga um trúarbrögð og dylgjur?

Ég hef gert mér far um að vera eins heiðarlegur og kurteis og ég get, en ég kæri mig ekki um svona dylgjur

Hvaða dylgjur? Hef ég verið ókurteis? Finnst þér heiðarlegt að líkja þessari umræðu við trúarbragðaumræðu?

þú verður að leyfa mönnum að vera ósammála án þess að þurfa alltaf að svara fyrir þig.

Uh, nei :-) Þetta er mín síða og ef einhver er ósammála mér áskil ég mér rétt til að ræða það frekar. Ef sett eru fram góð rök gegn minni skoðun er aldrei að vita nema ég skipti um skoðun.

Ég veit ekki ennþá hvað við erum ósammála um vegna þess að þið viljið ekki svara spurningu minni.

Fannst þér Arsenal eiga skilið að fá stig úr þessum leik miðað við gang leiksins?

Þetta er einföld spurning. Svar mitt er nei, ég tel að Liverpool hafi verið miklu sterkara lið í þesum leik og ég færi rök fyrir því með því að vísa meðal annars í tölfræði leiksins.

Ykkur er frjálst að hafa aðra skoðun og tjá hana en mér finnst sjálfsögð kurteisi að þið færið rök fyrir henni og gagnrýnið mig málefnalega.

það er aftur á móti óskaplegt virðingarleysi að láta eins og skoðun mína þurfi að virða og hana megi ekki gagnrýna (sjá tilvitnun í Pál Skúlason). Að því leiti líkist þetta vissulega því hvernig sumir ræða um trúarbrögð.

Pétur - 23/04/09 14:54 #

Er þetta virkilega svona erfitt?

  1. Ég hef ekki rætt hér neitt um fótbolta og mun ekki gera það.

  2. Í athugasemd frá því í gær kl. 21:34 ýjar þú að því að ég sé að reyna að koma mér undan því að svara spurningu, en það er eitthvað sem menn gera þegar þeir hafa lélegan málstað að verja. Það voru dylgjurnar sem ég fannst vera ókurteist og kunni ekki við. Ég hef engan málstað að verja hvað varðar þessa spurningu þína. Ég er búinn að segja að ég ætli ekki að ræða við þig um fótbolta og mun ekki gera það.

  3. Ég sé ekki að það sé neinn óheiðarleiki falinn í því að líkja umræðu um fótbolta við trúarbragðaumræðu. Ég vildi einfaldlega meina að ég sæi jafn lítinn tilgang í væntanlegri umræðu okkar um fótbolta og í umræðu múslímaklerks og kristins prests um ágæti sinna trúarbragða. Ég tel það ekkert frekar þér að kenna en mér.

  4. Það eina sem við erum ósammála um er að þú vilt einhverja umræðu sem ég vil ekki standa í. Mér þykir það leiðinlegt ef það fer eitthvað í taugarnar á þér að ég nenni þeirri umræðu ekki, en ég starfa ekki við fótbolta á neinn hátt og hef enga hagsmuni af fótbolta, né er ég á neinn hátt að reyna að hafa einhverskonar fótboltatengd áhrif á fólk í samfélaginu, þannig að ég sé ekki að mér beri nein skylda til að rökræða fótbolta við einn né neinn. Þetta var ég á (vonandi) tiltöluega kurteislegan hátt að reyna að segja og þannig útskýra hversvegna ég vildi ekki svara spurningunni. Ég var alveg sáttur við allt sem þú varst að segja þangað til þú komst með þetta komment sem mér líkaði ekki við.

Ef þér er algerlega ófært að sætta þig við þá afstöðu mína að nenna ekki að tala um fótbolta þá er lítið meira sem ég get gert til að breyta því.

Matti - 23/04/09 18:10 #

Hafðu þetta eins og þú vilt.

Matti - 29/04/09 15:39 #

Pondus í Fréttablaðinu í dag.