Örvitinn

Símabúðin í Ármúla

Það voru 12 manns á undan mér í röðinni. Eftir tíu mínútur voru þeir ellefu. Ég gafst upp eftir um tuttugu mínútna bið.

Ætlaði bara að kaupa einn síma. Er enn símalaus.

Skoðaði úrvalið meðan ég beið. Þetta er allt drasl.

kvabb
Athugasemdir

Matti - 04/05/09 16:04 #

Já en ég þurfti símann strax auk þess að ég ætlaði að taka hann út á reikning vinnuveitenda og svoleiðis. Annars hefði ég bara farið annað :-)

Kristín í París - 04/05/09 16:09 #

Í útlöndum lærir maður að mæta á svona hryllingsstaði sem alltaf er hægt að bóka að sé löng bið á, með bók. Það er ótrúlega næs að standa í röð með bók, finnur tímann ekki líða (sko, það þarf að lesa í bókinni samt).