Örvitinn

Refsigleði

Þau voru að ræða refsingar á Bylgjunni í morgun. Þegar opnað var fyrir símtöl kom í ljós að hlustendur eru æstur múgur, tilbúinn með sprek á bálið.

Kona ein talaði um að það væri eitthvað stórkostlegt að fólki sem tekur þátt í ofbeldi. Missti af því að ef við lærðum eitthvað á tuttugustu öldinni var það hve lítið þarf til að fá venjulegt fólk til að níðast á öðrum. Það þarf nefnilega ekki að vera neitt sérstakt að þeim sem taka þátt. Þetta getur verið ósköp venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum.

Ýmislegt
Athugasemdir

Legopanda - 05/05/09 18:21 #

Milgram-tilraunin? Segir allt sem þarf.

Hún var meira að segja endurtekin á síðasta ári í Bretlandi, og um það gerður sjónvarpsþáttur, til að athuga hvort niðurstaðan hefði haft eitthvað með það að gera með viðhorf Bandaríkjamanna 1961. Það hafði ekkert með það að gera. Nákvæmlega sama niðurstaða fékkst.

Matti - 05/05/09 18:24 #

Ég var einmitt að spá í þeirri tilraun en hafði einnig í huga öll þessi ódæðisverk sem "venjulegt" fólk fremur, eða lætur sem það sjái ekki, við óvenjulegar aðstæður.