Örvitinn

Kirkjumálaráðherra

Ég vil ekki trúa því að prestsonurinn Árni Páll verði kirkjumálaráðherra. Hann var einn þeirra sem voru með frammíköll á þingi þegar rætt var um leik- og grunnskólalög á síðasta ári. Held það hafi verið hann sem spurði hvað þeir væru margir þegar Steingrímur J. nefndi í ræðu að það ætti líka að taka tillit til trúleysingja.

pólitík
Athugasemdir

Einar K. Einarsson - 05/05/09 13:50 #

Sammála, ég hef illan bifur á þessum pólitíkus. Hann á að halda sig við ljósabekkina.

Gurrí - 05/05/09 14:30 #

Eru þetta ekki bara getgátur hjá Orðinu á götunni? Vonandi.

Gunnar J Briem - 05/05/09 18:25 #

Úps, ég kaus hann! Ég skoðaði umræðurnar um bæði frumvörpin núna og gat ekki séð að hann hefði tekið til máls, en frammíköll eru yfirleitt ekki nafngreind held ég. Mér finnst algjör óþarfi að finna honum það til foráttu að vera sonur prests. En sé það rétt sem þú heldur að honum finnist óþarfi að taka tillit til minnihlutahópa, þá læt ég vera að styðja hann oftar.

Matti - 05/05/09 18:30 #

Ég horfði á þetta í sjónvarpinu í beinni, minnir að hann hafi gengið framhjá meðan Steingrímur talaði og hafi komið með komment skömmu síðar.

En svo má vel vera að það hafi verið einhver annar í salnum því þarna voru menn eins og Árni Johnsen og Guðni Ágústsson í miklu stuði.

Einnig ágætt að hafa í huga að stefna Samfylkingar er fín í þessum málum.

Ég hef kannski bara bölvaða fordóma gagnvart prestssonum! [Þar eru fremstir í flokki Höskuldur Þórhallsson og Ólafur Þ. Stephensen ]

Matti - 05/05/09 21:59 #

Hér er þetta brot úr ræðu Steingríms, ég á eftir að horfa á þetta. Spáið hve oft er gripið fram í!

Síðan skulum við ekki gleyma einum hópi enn sem á sinn fulla rétt eins og allir aðrir og það eru trúlausir. Að sjálfsögðu er rétturinn til trúleysis, (Gripið fram í.) hv. þingmaður, og nú bið ég hv. þingmann að stilla gleði sinni í hóf vegna þess að við erum að tala hér um mikið alvörumál sem ekki ber að hafa í flimtingum. (Gripið fram í.) Réttur manna til trúleysis, til þess að hafa þá afstöðu í lífinu að þeir aðhyllist ekki neina trú í hefðbundnum skilningi þess orðs (Gripið fram í.) heldur byggi lífsskoðun sína og lífsgildi sín á annarri nálgun, t.d. þeirri að aðhyllast húmanísk, siðræn lífsviðhorf (Gripið fram í.) og vera jafnvel félagar, aðilar að lífsskoðunarsamtökum. Við þurfum ekki að fara lengra í burtu en til hins ákaflega trúaða lands sem að mörgu leyti er, Noregs, til að finna nákvæmlega það, viðurkennd lífsskoðunarfélög við hliðina á trúfélögum sem njóta nánast allra sömu réttinda af því að það er bara virt og viðurkennt að í landi sem byggir á fullkomnu trúfrelsi, skoðanafrelsi, þá geta einstaklingar og hópar ef svo ber undir að sjálfsögðu alveg eins verið þeirrar lífsskoðunar að trúa ekki. (Gripið fram í.)

Einar K. Einarsson - 05/05/09 23:38 #

Þú berð alla ábyrgð á því að ég er sammála Skallagrími 100%, fyrsta sinni, eftir þessa tilvitnun þína í þessa ræðu.

Þetta er lofsvert hjá honum.

Matti - 06/05/09 09:42 #

En svo má vel vera að það hafi verið einhver annar í salnum því þarna voru menn eins og Árni Johnsen og Guðni Ágústsson í miklu stuði.

Eins og staðan er núna verð ég að gera ráð fyrir að þetta hafi verið einhver annar en Árni Páll. Ég hef bara ekki tíma til að fara yfir þetta allt núna, a.m.k. gengur hann ekki framfyrir meðan Steingrímur talar.

Ég horfði á þetta í sjónvarpinu á sínum tíma og tengdi þetta strax við hann meðal annarra. Bölvað vesen að hafa frammíköll ekki nóteruð. Ég var að hlusta á upptökuna og það er augljóst að Guðni Ágústsson á einhver þeirra, önnur eru ógreinileg.

Bjarki - 06/05/09 17:11 #

Takk fyrir að grafa upp þessa ræðu. Ég get ekki sagt að ég "dáist" sérstaklega að Steingrími þarna, hann er einfaldlega að segja eðlilegustu hluti í heimi. Framíköllin eru hinsvegar ömurleg og bera vott um sannkallað rotið innræti þeirra sem í hlut eiga. Þetta lið má alveg kalla skríl.

Gunnar J Briem - 07/05/09 22:31 #

Talandi um fordóma gegn Ólafi Þ. Stephensen, sástu pistil Bergþóru Jónsdóttur á miðopnu moggans í dag? Fyrirsögnin er "Höfum við efni á þjóðkirkju?" og niðurlagsorðin eru:

Þjóðkirkjan er ekki óumdeild. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að biskup sá sig knúinn til að biðja börn og konur sem brotið hefur verið á af hálfu kirkjunnar þjóna fyrirgefningar. Um fyrirgefninguna á hver við sjálfan sig, en á þjóðin að greiða laun þessara kirkjunnar þjóna? Þá hefur afstaða kirkjunnar til samkynhneigðra og hjónabands verið henni til vansæmdar.

Í mínum huga þarf enga sérstaka ástæðu til aðskilnaðar ríkis og kirkju, en í árferðinu nú er ein ástæða þó alltént augljós, 4,5 milljarðar.

Ef Bergþóra hefði birt þennan ágæta pistil á Vantrú hefði hún líklega talist ofstækisfull eða í það minnsta hatrömm.

Ef ritstjórinn passar vel upp á hvað birt er á miðopnunni þá eru fordómar þínir í garð þessa prestssonar ef til vill ekki með öllu réttmætir.

Ég læt vera að taka upp hanskann fyrir Höskuld. :-)

Matti - 08/05/09 08:11 #

Ég sá pistil Bergþóru og þótt hann ansi flottur. Ríkiskirkjan birtir svar í blaðinu í dag. Þar á bæ þurfa menn aldrei að bíða lengi eftir birtingu í Morgunblaðinu :-)

Haukur - 10/05/09 19:33 #

Jæja, Árni er orðinn ráðherra og í stjórnarsáttmálanum er ekkert að finna um kirkjumál eða sóknargjöld.

Ég legg til að þið sem borgið sóknargjöldin ykkar til Háskóla Íslands gerið kröfu um að fá þjónustu eins og nafnfestuathafnir og hjónavígslur frá Háskólanum. Það er allur infrastrúktur fyrir hendi til að gera þetta kleift - Kristín Ingólfsdóttir tekur sig líka vel út í viðhafnarhempunni og hefur betri rödd en hjáróma Þjóðkirkjubiskupinn og muldrandi allsherjargoðinn.

Matti - 10/05/09 19:56 #

Það verður forvitnilegt að sjá áherslur nýrrar stjórnar í þessum málum. Ég á ekki vona á miklu til bráðlega. Margt annað hefur (skiljanlega) forgang.

Reyndar þurfum við sem stöndum utan trúfélaga að fá það á hreint hvað verður um "sóknargjöld" okkar. Ég hef heyrt að Háskólinn fái ekki lengur allan peninginn.