Örvitinn

Sartúið heppnaðist

SartúViti menn, mér tókst að búa til sartú í kvöld. Var dálítið seint á ferð útaf Liverpool leiknum. Kom við í Hagkaup eftir leik og keypti passata og pepperoni.

Við borðuðum því dálítið seint en það var þess virði.

Mitt leit meira að segja út eins og það á myndinni með uppskriftinni.

Eina sem klikkaði var að skálin var of stór þannig að hún var ekki full. Ég þurfti því að nota lítinn disk til að ná réttinum úr skálinni. Næst geri ég stærri uppskrift (500gr af grjónum).

Sartú er réttur sem ég á örugglega eftir að leika mér með, eflaust gaman að prófa ýmsar mismunandi fyllingar.

matur
Athugasemdir

hildigunnur - 10/05/09 10:06 #

uppskrift, takk? :D Lítur ekki smá vel út.

Matti - 10/05/09 18:16 #

Ég þarf að elda þetta a.m.k. tvisvar áður en ég fer að kenna öðrum :-)

Uppskriftin er Silfurskeiðinni.

Annars er þetta í grófum dráttum bara risotto eldmennska. Auk þess ýmislegt í fyllingu, yfirleitt kjúklingalifur og mosarella ostur samkvæmt því sem ég hef lesið á netinu. Auk þess var í þessari uppskrift kjötbollur, sveppir (þurrkaðir, steiktir) og ítölsk pylsa (pepperoni hjá mér).

Svo smyr maður eldfast mót að innan, setur brauðmylsnu í skálina og skellir setur svo risotto í hana (út í kanta). Fyllir svo með kjötfyllingunni og lokar með risotto. Í ofn í 45 mín, lætur standa í 10 mín og hvolfir á disk.

Frekar einfalt en ansi tímafrekt.