Örvitinn

Lambakjötsframleiðsla

Kíktum í heimsókn í Kjós í hádeginu og urðum vitni að lambakjötsframleiðslu. Sáum semsagt kind rembast við að koma tveim hyrndum hrútum í heiminn.

Gaman að sjá þetta með eigin augum og afskaplega heppilegt að við skyldum hitta akkúrat á þetta.

Ég tók hrúgu af myndum við frekar erfiðar aðstæður. Skelli fleiri inn síðar.

ps. Ferðatölvuskjárinn er í steik, ég sé ekkert hvað ég er að gera þegar ég vinn þessar myndir!

dagbók
Athugasemdir

Hólmfríður Pétursdóttir - 10/05/09 17:09 #

Ég vona að þér finnist ég ekki of frek. Mig langar svo að vita hvert þið fóruð í Kjós. Kjósin er ættarsveitin mín og ég var þar 10 sumur sem barn og unglingur.

Matti - 10/05/09 18:16 #

Ég man aldrei hvað þetta heitir. Einar og Eva mega gjarnan kommenta og fræða okkur.

Eva Mjöll - 10/05/09 20:30 #

Bærinn heitir Grímsstaðir og er í Laxárdalnum í Kjósinni. Takk æðislega fyrir komuna Matti, Gyða og stelpur. Það var yndislegt að fá ykkur:-)