Örvitinn

Stjórnarandstaðan

Mér sýnist stefna í að Stefán Friðrik verði afskaplega óþolandi í stjórnarandstöðu.

dylgjublogg
Athugasemdir

Óli Gneisti - 11/05/09 23:58 #

Hann sem hefur verið svo þolandi sem stuðningsmaður stjórnarinnar.

Gurrí - 12/05/09 00:21 #

Hahahahaha

Lárus Viðar - 12/05/09 03:17 #

Var einmitt að pæla í því um daginn. Hvernig verður með alla þessa heiðbláu bloggara sem voru nú nógu leiðinlegir þegar "þeirra menn" réðu öllu? Þrátt fyrir það voru þeir skælandi yfir öllum þeim sósíalisma sem átti að vera í gangi allstaðar.

Nú þegar alvöru sósíalistar hafa tekið við völdum þá held ég að þeir fari upp á háa C-ið, daglega.

Matti - 12/05/09 08:40 #

Stefán Friðrik, Gísli Freyr, Vefþjóðviljinn og AMX verða í miklu stuði næstu mánuði.

Fróðlegt verður að bera þetta saman við Bandaríkin og Fox fréttastöðina sem hefur farið á kostum í stjórnarandstöðu.

Matti - 12/05/09 13:34 #

Ég skrifaði athugasemd við bloggfærslu Stefáns Friðriks. Þar talar hann um ógurlega skattpíningu sem boðuðu er og tekst að misskilja þetta allt saman.

Talað er um að stjórnin muni ekki auka tekjur ríkissjóðs í gegnum skatta meira en var á árunum 2005 til 2007. Þá ríkti mesta góðæri Íslandssögunnar og mikið peningamagn í umferð. Neyslan var í botni. Samdrátturinn nú er gríðarlegur. Hvernig á að fara að því að halda þessu eins núna.

Blessaður drengurinn skilur ekki að rætt hefur verið um skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu. Ef hægt er að hafa hlutfallið í djúpri kreppu það sama og í bullandi góðæri tel ég ríkisstjórnina nokkuð vel stadda.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort Stefán Friðrik birtir kommentið mitt.

Jón Magnús - 12/05/09 13:45 #

Það er erfitt að vera ekki við stjórnvölin lengur :)