Örvitinn

Kjánar í Fréttablaðinu

Væri rangt af mér að halda því fram að íþróttafréttamaðurinn Henrý Birgir á Fréttablaðinu sé sennilega einn fárra sem er vitlausari einfaldari en hjátrúarfullu viðmælendurnir í blaðinu í dag? Það er ekki hægt að gagnrýna þessa umfjöllun, hún er svo ótrúlega heimskuleg og óheiðarleg að hún sprengir skalann.

Hverslags fréttamennska er þetta eiginlega? Sölumenn fáránleikans fá að blaðra gagnrýnislaust og henda fram innantómum frösum án þess að nokkur athugasemd sé gerð.

En hvað eru þessir plástrar nákvæmlega og hvernig virka þeir eiginlega? „Þetta er í rauninni bara vísindi og ekkert annað. Þetta byggir á gömlu austurlensku fræðunum um nálastungupunkta og orkubrautir líkamans.

Með því að setja plástrana á ákveðna punkta er verið að örva rafsegulsvið líkamans. Þetta er ný tækni og plástrarnir koma í staðinn fyrir nálarnar," segir Guðmundur Bragason, kynningarfulltrúi fyrir Lifewave-plástrana.

„Þetta er lokað kerfi. Það eru engin efni, krem eða lyf sem fara inn í líkamann sjálfan heldur eingöngu tíðni. Þessi tíðni verður til við sambland sykurs, súrefnis og blöndu af amínósýrum sem eru inni í plástrinum. Það er í raun og veru bara hómópata-remedíur. Þetta eru náttúruleg efni."

Já, einmitt!

efahyggja fjölmiðlar
Athugasemdir

Brynjar - 14/05/09 10:46 #

Ég ætlaði einmitt að benda þér á þessa grein í morgun. Þetta er gjörsamlega fáránlegt, annað hvort eru þessir gæjar búnir að skalla boltann aðeins of mikið eða eru að fá fúlgur fjár fyrir að auglýsa þessa vitleysu (sennilega beggja blands).

Þessi setning er snilld:

"Ég finn fyrir smá orku þegar ég er með plástrana. Samt ekkert sem ég hef tekið mikið eftir.

brynjar - 14/05/09 10:48 #

Það vantaði niðurlag athugasemdarinnar (html er ekki mín sterkasta hlið!):

Nú á að fá alla litlu krakkana til að hlaupa út í búð og kaupa plástur eins og hetjurnar þeirra eru með. Þetta er sorglegt!

Matti - 14/05/09 10:49 #

Þetta er einmitt afskaplega sorgleg sölumennska.

Bjarni - 14/05/09 11:29 #

„Þetta er í rauninni bara vísindi og ekkert annað. Þetta byggir á gömlu austurlensku fræðunum um nálastungupunkta og orkubrautir líkamans."

Þessi setning er náttúrulega bara GULL :D

Hvað næst, á að leysa grunnvatnsvanda með því að dansa?

„Þetta er í rauninni bara vísindi og ekkert annað. Þetta byggir á gömlu indíánafræðunum um regndansa."

ArnarG - 14/05/09 13:52 #

Henry Birgir er án vafa einn versti íþróttafréttamaður landsins. Það finnst mér talsvert afrek þar sem margir eru til þessa titils kallaðir. Þessi grein segir meira en mörg orð um "snilli hans"....

Bjarki - 14/05/09 14:43 #

Er þessi Henry ekki sá hinn sami og kom fram í auglýsingu (í dulbúningi fréttar) í fréttatíma Stöðvar 2 um daginn þegar Vífilfell byrjaði að framleiða Fanta Lemon á ný? Klassa fjölmiðlungur hér á ferð.

Matti - 14/05/09 17:07 #

Jújú, þetta er sá sami. Hvert veit, kannski drýgir hann tekjurnar með þessum hætti.