Mistök á mistök ofan
Ég fór alveg örugglega ekki öfugu megin fram úr í morgun en eitthvað voru mér samt mislagðar hendur í dag.
Skáldaði óvart um Víkverja en ætlaði að fabúlera um höfund Staksteina.
Gerði á svipuðum tíma athugasemd hjá séra Baldri og ruglaði saman tölum sem ég gjörþekki þó. Það fór ekki framhjá árvökulum.
Ég geri reglulega mistök enda er ég örviti. Kemst ekki hjá því að bulla af og til.
Sá er þó munurinn á mér og sumum að þegar ég geri mistök játa ég það einfaldlega og leiðrétti. Þetta er nefnilega ekkert til að skammast sín fyrir. Ég setti inn aðra athugasemd hjá Baldri þar sem ég leiðrétti vitleysuna og breytti Víkverjasögunni hér á blogginu, þó þannig að mistökin sjást.
Vonandi held ég áfram að hafa af og til rangt fyrir mér og gera mistök. Á meðan er ég mannlegur.
Megi aðrir taka mig sér til fyrirmyndar. Sérstaklega í hógværðinni.