Örvitinn

Ágætur dagur

Forboðnir ávextirÞað er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið ansi fínn dagur. Byrjuðum á hádegismat í Garðabæ. Sátum úti í sólinni og borðuðum. Eftir mat léku stelpurnar sér í garðinum og ég dundaði mér við að taka myndir.

Skelltum okkur í bæinn og sáum Forboðna ávexti á Listahátíð. Virkilega skemmtilegt. Mér leiðist samt dálítið að þurfa að ala upp fólk sem telur í lagi að standa fyrir framan sitjandi fólk. Tek þó slíkt að mér ef þörf krefur. Leiðist líka dálítið óalandi börn. Ávextirnir forboðnu voru afskaplega skemmtilegir.

Þegar veðrið er gott og það er eitthvað um að vera í bænum er Reykjavík afskaplega heillandi. Verst hvað það gerist sjaldan.

Kíktum í grillboð og Eurovisionpartí í Hafnafirði í kvöld. Allir kátir með úrslitin.

Gleymum því alveg að það hafi verið spilað í enska boltanum í dag. Ég var hvort eð er ekkert að fylgjast með því.

dagbók
Athugasemdir

Hólmfríður Pétursdóttir - 17/05/09 08:09 #

Mikið eru myndirnar þínar góðar og stelpurnar ykkar fallegar og fínar.