Örvitinn

26. blóðgjöfin

Skellti mér í Blóðbankann eftir hádegisboltann og gaf pott af blóði. Át brauð og kleinur, drakk fullt af djús.

Hef ekki verið nægilega samviskusamur að kíkja í Blóðbankann, oft líða meira en þrír mánuðir á milli þó ég fái áminningar í tölvupósti, sms-um og símhringingum. Í þetta skipti voru sléttir fjórir mánuðir milli gjafa. Blóðþrýstingur var 116/65 og púls 83. Ég er samt örlítið slappur eins og er, þarf að drekka nóg af vökva og fá mér eitthvað meira að éta.

Það er bara þetta með hórurnar, karlakynlífið og eiturlyfin sem stoppar mig stundum. Maður má ekki gera nokkurn skapaðan hlut!

heilsa