Örvitinn

Dýrt áfengi

Ég keypti áfengi fyrir rétt tæpar tuttuguþúsund krónur í Vínbúðinni í dag. Kassi af flöskubjór, rommflaska, fjórar léttvínsflöskur og fjórar flöskur af áfengum gosdrykkjum.

Ætti reyndar að endast eitthvað örlítið, a.m.k. bjórinn og rommið.

Djöfull er þetta samt dýrt. Eins gott að fólk verði fullt af þessu.

Ýmislegt
Athugasemdir

Borkur - 23/05/09 10:01 #

ég keyrði líkingu á þessum innkaupum þínum í mínum markaði hérna í Brussel, og þá kostar svipuð karfa 58€ eða c.a. 10.200. Ég valdi Bordeaux Superior fyrir rautt.

Já, það munar smá ...

Matti - 24/05/09 20:25 #

Já en, uh, það er eitthvað jákvætt við að búa á Íslandi!

Borkur - 25/05/09 14:29 #

Veðrið, tvímælalaust!

Davíð - 26/05/09 15:59 #

Er bjórinn búinn? Hvað með rommið?

Matti - 26/05/09 16:02 #

Rommið kláraðist næstum því, lögg eftir í flöskunni. Stelpurnar voru duglegar í mojito.

Ég kom heim með kippu af bjór, skyldi aðra eftir í bústað (kannsi voru bara fjórir bjórar í kippunni sem varð eftir).

Ein heil rauðvínsflaska og ein næstum full hvítvínsflaska skiluðu sér einnig til baka í búið. Held að Gyða hafi ekkert drukkið af þessu Breezer sulli.