Örvitinn

Verðtrygging og hálfvitar

Það er hægt að orða það þannig að það að halda því fram að verðbólguleiðrétting sé ekki framkvæmd í útlöndum, það er svona svipað og að segja að útlendingar séu hálfvitar.

Guðmundur Ólafsson lektor í Speglinum á Rás2 í gærkvöldi.

Gagnrýnendur verðtryggingar geta gert margt vitlausara en að hlusta á þetta tíu mínútna viðtal.

Það er ekki ástæða til að henda hitamælinum þó kalt sé í veðri.

Upptaka klippt úr hljóðskrá sem ég sótti frá hlaðvarpi Spegilsins. Ef spilarinn virkar ekki getið þið sótt mína klippu ~5MB.

pólitík
Athugasemdir

Jón Magnús - 26/05/09 13:54 #

Mér fannst hann ekki útskýra nógu vel að hann meinti með því að verðleiðrétting væri stunduð út um allan heim.

Að útskýra fyrir útlendingum hvað verðtrygging er getur verið ansi erfitt sem mér finnst nú styðja það að þeir viti ekkert hvað það er og hún sé ekki stunduð að neinu marki. Allavega myndi ég vilja sjá eitthvað nánar um það frá honum í hverju þessi útlenska verðleiðrétting felst.

Síðan væri fróðlegt að vita hvort þeir útreikningar sem hann framkvæmdi og sýndu fram á að óverðtryggð lán væru óhagstæðari en verðtryggð til langs tíma gerðu ráð fyrir verðtryggðu jafngreiðsluláni eða afborgunarláni.

Jafngreiðslulánin sem flestir eru með eru t.d. mun óhagstæðari en afborgunarlán og koma þar inn vaxtavextir sem gera lánið mjög óhagstætt.

Þessar upplýsingar komu allavega ekki fram hjá honum.

Einnig finnst mér orka tvímælis að útreikningur vísitölunar er skv. einhverri körfu og síðustu ár hefur húsnæðisliðurinn vegið átt í þeirri körfu en núna var verið að minnka vægi þess liðar þegar húsnæðisverð er á leiðinni niður. Þannig að sú hækkun sem fólk fékk inn á lánin sín þegar húsnæðisverð hækkaði mun ekki ganga til baka að fullu þegar húsnæðisverð lækkar.

Matti - 26/05/09 14:00 #

Mér fannst hann ekki útskýra nógu vel að hann meinti með því að verðleiðrétting væri stunduð út um allan heim.

Hvað þarf að útskýra? Þú færð hvergi lán í dag sem eru ekki leiðrétt með tilliti til verðbólgu.

Hann segir:

"Erlendis er þetta gjarnan þannig að verðleiðréttingin er bara reiknuð inn í vextina og heitir venjulega verðbótaþáttur vaxta og þannig var þetta hjá okkur.

Svo útskýrir hann af hverju þetta var ekki hægt hér útaf skattareglum.

Jafngreiðslulánin sem flestir eru með eru t.d. mun óhagstæðari en afborgunarlán og koma þar inn vaxtavextir sem gera lánið mjög óhagstætt.

Jafngreiðslulán eru hugsuð til að létta greiðslubyrði fyrst. Þau þurfa ekkert að vera verðtryggð. Greiðslubyrðin af afborgunarláni er mun hærri til að byrja með.

Einnig finnst mér orka tvímælis að...

Það er bara allt önnur umræða. Þeir koma aðeins inn á það í viðtalinu.

núna var verið að minnka vægi þess liðar þegar húsnæðisverð er á leiðinni niður.

Væntanlega vegna þess að húsnæðiskaup eru nú minni partur af útgjöldum heimila. Eða hvað? Þáttur bifreiða hlýtur að minnka á sama tíma.

Jón Magnús - 26/05/09 14:07 #

Hann segir: "Erlendis er þetta gjarnan þannig að verðleiðréttingin er bara reiknuð inn í vextina og heitir venjulega verðbótaþáttur vaxta og þannig var þetta hjá okkur.

Er er það virkilega svoleiðis? Útlendingar (þeir sem ég hef tala við) vita ekkert hvað maður er að tala um þegar maður minnist á verðubólguleiðréttingu húsnæðislána. Ég vil annars fá nánari útlistun frá honum hvernig þetta fer fram í útlöndum og þá hvaða lönd sérstaklega svo maður getur kynnt sér þetta.

Haukur - 26/05/09 14:13 #

Hann vísar á heimasíðuna sína sem ítarefni, þar er þetta að finna en nær bara til 2004.

Jón Magnús - 26/05/09 14:20 #

Skv. þessu sem þú vísar á Haukur þyrfti hann að bera saman verðtryggð íbúðarlán og svo óverðtryggð íbúðarlán til að gera þennan samanburð marktækann en eins og við vitum hafa lánastofnanir ekki verið að bjóða upp á óverðtryggð íbúðarlán með breytilegum vöxtum til langs tíma.

Matti - 26/05/09 14:42 #

Kjarninn er þessi: Vandamálið er ekki verðtryggingin (leiðréttingin) heldur verðbólgan.

En sendu Guðmundi endilega póst, hann svarar örugglega.

Jón Magnús - 26/05/09 14:56 #

Kjarninn er þessi: Vandamálið er ekki verðtryggingin (leiðréttingin) heldur verðbólgan.

Ég tel að það sé ansi erfitt að vera með fullkominn útreikning á verðbólgunni (vísitölunni) og það virðist vera (tek það fram að ég dreg þessa ályktun út úr rassgatinu á mér) innbyggður bias á að reikna vísitöluna hærri en hún raunverulega er.

Matti - 26/05/09 15:04 #

Ég tel að það sé ansi erfitt að vera með fullkominn útreikning á verðbólgunni

Alveg örugglega. Fátt er fullkomið.

það virðist vera (tek það fram að ég dreg þessa ályktun út úr rassgatinu á mér) innbyggður bias á að reikna vísitöluna hærri en hún raunverulega er

Ég veit ekki af hverju svo ætti að vera.

Haukur - 26/05/09 15:12 #

Guðmundur Ólafsson er ekki neinn eindreginn verjandi íslenska vaxtakerfisins - þvert á móti hefur hann verið mjög gagnrýninn á það. Í janúar 2007 sagði hann að útlánsvextir á Íslandi væru mestu okurvextir í sögu mannsandans. Það sem hann er hins vegar alltaf að benda á núna er að það er ekki verðbótaþátturinn sem er óeðlilega hár heldur nafnvextirnir.

Jafna Guðmundar er svona:

okurraunvextir = okurnafnvextir + verðtrygging

Jafna flestra gagnrýnenda íslenska kerfisins um þessar mundir er svona:

okurraunvextir = nafnvextir + okurverðtrygging

Matti - 26/05/09 15:18 #

Frétt Pressunnar um húsnæðisvísutölu Hagstofunnar er fróðleg og rennur dálitlum stoðum undir rassgatskenningu Jóns Magnúsar.

Jón Magnús - 26/05/09 15:51 #

Rassgatskenningar geta verið góðar :) En hugmyndin sem ég hafði og ástæðan fyrir því að ég fullyrti að það væri tilhneiging til að ofmeta vísitöluna er sú að hagsmunaaðilarnir sem vilja jákvæðan bias eru miklu skipulagðari og sterkari fjárhagslega (bankar, fjármagnseigendur) heldur en hinir (lántakendur) og því líklegri til að leiðrétta útreikning vísitölunar ef það fattast að hún sé með neikvæðum bias og þar með tryggja sér rétta vísitölu eða vísitölu með jákvæðum bias.

Spurning samt hvort ríkið flokkist með fyrri eða seinni hópnum - ég þarf að pæla aðeins í því...

Erna Magnúsdóttir - 02/10/11 15:15 #

"Kjarninn er þessi: Vandamálið er ekki verðtryggingin (leiðréttingin) heldur verðbólgan."

Svo sammála... nema að því leiti að verðtryggingin hvetur til verðbólgu og þannig er hún hluti af vandamálinu!

Matti - 02/10/11 15:20 #

Það vantaði ekki verðbólgu á Íslandi þegar verðtrygging var ekki til staðar. Ertu viss um verðtrygging hvetji til verðbólgu?

Erna Magnúsdóttir - 02/10/11 16:05 #

Jú, til dæmis stuðlar verðtrygging að hækkun húsnæðisverðs þar sem verðbólgan veltur beint inn í endursöluverð á formi hækkaðs höfuðstóls vegna verðbóta á lánum sem hvíla á fasteign.

Ég hef oft heyrt viðskiptafræðinga slengja þessu fram en verð að viðurkenna að ég þekki ekki öll rökin nema þessi að ofan. Dugar að segja: "Maðurinn minn segir það"? :D

Erna Magnúsdóttir - 02/10/11 16:07 #

"Það vantaði ekki verðbólgu á Íslandi þegar verðtrygging var ekki til staðar. Ertu viss um verðtrygging hvetji til verðbólgu?"

Er þetta ekki rökvilla? Það að verðbólga hafi verið til staðar þegar verðtrygging var ekki viðhöfð segir jú ekkert um það hvort verðtrygging hvetji til frekari verðbólgu, er það?

Matti - 02/10/11 16:11 #

Þetta væri rökvilla ef ég hefði verið að fullyrða eitthvað, en þarna var ég að benda á vissa staðreynd (fyrir tíma verðtryggingar var oft óðaverðbólga á Íslandi). Ég var bara að leita eftir (frekari) rökum fyrir þessu.

Auðvitað dugar að segja "maðurinn minn segir það" :-)

Erna Magnúsdóttir - 02/10/11 16:16 #

Mjög góður punktur... það gæti þó ekki verið að verðtrygging drægi úr líkunum á óðaverðbólgu? Þarf að spurja manninn minn að því! :D

Matti - 02/10/11 17:10 #

Öðru hef ég tekið eftir því þegar ég skoða ummæli fólks um verðtryggingu. Fólk ruglar verðtryggingu oft saman við vísitölu neysluverðs. Það er ekkert sem segir að ekki megi endurskoða hvernig verðtrygging er reiknuð út, samsetning vísitölunnar á ekki að vera heilög (og er það reyndar ekki heldur byggir á raunverulegri neyslu skv. neyslukönnunum). Þa má t.d. velta því fyrir sér hvort fasteignaverð eigi að vera inni í vísitölu.

Ástæðan fyrir því að tóbak og áfengi hefur áhrif á vísitölu er að fólk kaupir hvoru tveggja, þetta er hluti af neyslunni. Það skiptir þar engu máli þó ég kaupi ekkert tóbak og einhverjir aðrir ekkert áfengi.