Örvitinn

Viðtal við Yoda

Magnað af Ríkissjónvarpinu að sýna viðtal við Yoda. Virðist ósköp viðkunnalegur náungi þó hann hafi kannski ekki alltaf svarað mjög skýrt.

Ýmislegt
Athugasemdir

Hólmfríður Pétursdóttir - 31/05/09 22:42 #

Hefur þú ekki velt þeim möguleika fyrir þér að ef þér fannst hann ekki svara mjög skýrt, að það segi meira um þig en hann?

Daníel - 31/05/09 22:46 #

Ekki láta þér detta það í hug, hér á þessari síðu er aldrei nein sjálfsgagnrýni!

Matti - 31/05/09 22:56 #

Mátturinn mikill í Hólmfríði er.

Óli Gneisti - 31/05/09 23:00 #

Ef opinn hug þú hefur svörin til þín fljóta, já.

Haukur - 31/05/09 23:21 #

Mátturinn Hólmfríði mikill er hjá,
Matthías hlustar á Yoda.
Guðsmenn sjá Ferrari-glæsibíl þá
guðlaus sér ryðgaðan Skoda.

Matti - 01/06/09 01:27 #

Þátturinn var ágætur. Sérstaklega sá hluti þar sem ekki var rætt við heilaga manninn. Ég átti erfitt með að halda einbeitingu þegar hann talaði enda sveimhugi. Spilaði sudoku á psp meðan ég glápti og kom stelpunum í háttinn í miðjum þætti en ég gat samt ekki hugsað um annað en Yoda :-)

Sigga Magg - 01/06/09 09:38 #

Það er ekki talið fólki til framdráttar að uppnefna aðra þótt þeir hafi ekki "réttu" lífsskoðunina.

Óli Gneisti - 01/06/09 12:26 #

Er móðgandi að láta líkja sér við Yoda?

Hólmfríður Pétursdóttir - 01/06/09 13:11 #

Ég hef alltaf haldið að persóna Yoda sé byggð á samtíningi úr austrænum hugmyndakerfum, mest Búddisma.Svo það skyldi nú ekki vera að Yoda líkist Dalai Lama. Þeir minna hvor á annan.

Helgi Briem - 02/06/09 15:07 #

Yoda er reyndar Lama búddisma eða tíbetansks búddisma.

Þannig að hann samsvarar svona sirka páfanum.

Svo má deila um hvort sú deild er samtíningur úr öðrum, upphafleg eða hvað. Eru ekki öll trúarbrögð samtíningur af hjátrúarbitum og hindurvitnamolum héðan og þaðan?