Örvitinn

Fimleikasýning og ofurgrill

Inga María í fótabaðiInga María tók þátt í sýningu hjá Gerplu í morgun. Sýningin sem hún tók þátt í byrjaði klukkan hálf ellefu og við vorum því mætt í Kópavog klukkan tíu. Áður en við lögðum af stað þurfti Inga María að fara í fótabað í vasknum á efstu hæð.

Sýningin var afar flott, það er alltaf mikið lagt í þetta hjá Gerplu og kynnirinn var afar skemmtilegur þannig að maður tók varla eftir því þegar stutt bið var milli atriða.

Eftir sýningu fórum við í hádegismat í Garðabæ, Gunna bauð upp á hamborgara svo hún gæti sýnt nýja grillið. Það er engin smá græja.

Ótrúlega gott veður í dag, eiginlega svo gott að það var óþægilega heitt að sitja í innri garðinum.

Ég tók nokkrar myndir.

dagbók
Athugasemdir

Sirry - 07/06/09 01:11 #

Já sæll, þetta er svona Hans og Grétu grill örugglega hægt að grilla þau bæði í einu.

Takk fyrir kvöldið mér fannst æði að þið skilduð koma.