Örvitinn

Raunveruleikasjónvarp

Rétt áðan sá síðustu mínútur raunveruleikasjónvarsþáttar þar sem keppt er um besta hund Bandaríkjanna og fékk hugmynd meðan ég barðist við að kyngja ælunni.

Er ekki hægt að setja auka skatt á raunveruleikasjónvarpsþætti? Kannski 5-600%.

Þetta er hvort sem er allt sami þátturinn. Aðdáendur svona þátta geta keypt sér eina syrpu af Survivor, Top Chef, topp módel eða einhverju öðru rusli og horft á aftur og aftur og aftur

sjónvarp
Athugasemdir

Kristján Atli - 14/06/09 00:26 #

Ég er með hugmynd: Reality Show Survivor. Allir raunveruleikaþættir heimsins koma saman í einni keppni og í hverri viku er einn raunveruleikaþáttur sendur heim OG SÉST ALDREI AFTUR. Eftir stendur einn raunveruleikaþáttur og hans verðlaun eru að fá að gera eina þáttaröð í viðbót áður en honum verður hætt. Allir hinir þættirnir geta étið það sem úti frýs.

Ég myndi horfa á þessa keppni í hverri viku. Ég myndi biðja til Gvuðs um rétt úrslit í hverri viku, og ég er trúlaus. Þetta væri mér það mikið hjartans mál.