Örvitinn

Olympus E-P1

olympus e-p1

Loksins eru fyrirtækin farin að gera eitthvað af viti í litlu vélunum. Þessi vél frá Olympus lítur ansi vel út.

(sá vélina fyrst í umræðu á ljósmyndakeppni.is)

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

Arnold - 16/06/09 14:49 #

Falleg vél. Soldið LEICA klám.

Matti - 16/06/09 17:11 #

Nikon hlýtur að koma með einhverja svona græju, kannski með D3/D700 skynjaranum. Thom Hogan hefur a.m.k. verið að biðja umþ að í einhver ár.

Arnold - 16/06/09 17:44 #

Nikon var með eina fræga Rangefinder vél í gamladaga http://www.nicovandijk.net/rangefinder.htm Vona að þeir komi með einhverja modern útgáfu af henni aftur. Svaka gaman að mynda á rangefinder. Átti LEICA R6 fyrir ca. 15 árum. Frábær vél.

Kalli - 16/06/09 21:02 #

Ég verð sáttur ef Nikon setur D90 skynjarann í svona vél. D700? Not bloody likely any day soon ;) Fyrir utan að þá verður verðið eitthvað sem sér til þess að ég hef ekkert í hana að gera.

Þetta er tegund af myndavél sem átti fyrir löngu að vera búið að gera annars.

Svo finnst mér Pentax líka að gera töff hluti með K7. Verið að hugsa öðruvísi og í leiðinni að gera góða hluti.

Matti - 17/06/09 00:36 #

Það er rétt, meikar meiri sens með d90 skynjaranum.

Annars er vandamálið fyrst og fremst linsurnar.

Arnold - 17/06/09 10:40 #

Þeir yrðu að gera nyjar linsur fyrir rangefinder vél. En kosturinn við rangefinder er að þær eru mun nettari vélar og auðveldara að flækjast með þær á sér. D3/700 skynjarinn væri málið í svona vél þar sem maður væri lang oftast að nota "available light"

Kalli - 17/06/09 21:47 #

Það eru bara gríðarlegir erfiðleikar við það að troða D3/D700 skynjaranum í vél á borð við E-P1 og það án þess að pæla í því að þú ert reyna að troða mun stærri skynjara í vél sem er (án linsu) minni en Canon G10.

Ég gæti til dæmis ímyndað mér að það yrði ákaflega erfitt að búa til linsur sem myndu virka því digital skynjarar þurfa, ólíkt filmu, að fá ljósið tiltölulega beint á sig. Þess vegna valdi Leica að fara í 1.3x crop skynjara í M8 og að kóda linsurnar svo að vélin viti hvaða linsa er notuð og geta útfrá því gert ráð fyrir vignette sem verður til vegna þess að ljósið fellur á jaðra skynjarans með þrengra horni en digital skynjara líkar við.

Þess fyrir utan er D90 bara drullufín á háu ISO. Ætti að vera ca. stoppi betri en D40 vélin mín svo að ISO 1600 ætti að vera vel boðlegt og 3200 nothæft. Svo er bara að fá hraðar linsur og innbyggt VR.

Maður fær bara ekki allt og það er búið að taka myndavélaframleiðendur ógeðslega langan tíma að andskotast til að gera eitthvað svona lagað. 99% af því sem hefur verið í boði eru DSLR vélar eða vasamyndavélar með örsmáum skynjurum sem eru crap á ISO sem þótti ekki tiltökumál í filmu fyrir þremur áratugum og svo hægar að manni svíður.

En, nú er kannski komin digital vél sem slær við Leica CL :)

Arnold - 18/06/09 17:26 #

Leica var að vinna með linsur sem voru til staðar og það takamarkaði þá. Nikon þyrfti hvort eð er að hanna nýjar linsur. Gætu haft þær eins og þeim hentaði. En hins vegar eru engar líkur á að þeir fari af stað í svona dæmi. Ég sæi heldur engan tilgang með því að vera ekki með góða low light flögu í svona vél. D90 flagan er ekki nógu góð þegar þú ert búinn að prófa D3 :) Svo er þetta auðvitað spurning hvort við erum að tala um ve´l fyrir atvinnumenn eða ekki. Ef það ætti að höfða til þeirra sem tóku á M Leica hér áður fyrr að þá værum við að tala um pro vél. Það var svaka cult í kring um M línuna. Væri hugsanlega hægt að koma af stað svoleiðis með hágæða rangefindervél með hágæða flögu.

Kalli - 18/06/09 18:32 #

Reyndar held ég að vandamál Leica hafi með sensor frekar en linsur að gera sbr. telecentricity.

En það er líka séns á því að Oly og Panasonic séu að vinna bug á sensorhliðinni í þessu. En, meh, ef þeir geta troðið D700 flögu í vél á borð við E-P1 verður hún hvort eð er dýrari en D700 og ólíkt D700, sem ég hef ekki heldur efni á, væri bjánalegt að nota hana með gömlum Nikon linsum vegna stærðar svo linsukostnaðurinn yrði enn meiri.

Arnold - 18/06/09 19:46 #

Ég er ekki að tala um að Nikon líki eftir þessari Oly vél. Ég er að tala um að endurvekja gömlu rangefinder linuna og gera alvöru keppinaut við M línu Leica. Nikon yrði þá að hanna ca. 3-4 nýjar linsur. Að fara að byggja á linsum sem þeir eiga fyrir í SLR kerfinu væri algjörlega tilgangslaust. Þá væru þeir lítið að græða á rangfinder vél. Of ef þeir þurfa að búa til kerfi um nýjar linsur að þá geta þeir auðveldlega gert það um fullframe flögu. Ég er alveg viss um að þeir eru ekki að fara að láta þennan draum minn rætast. Enda skiptir það engu máli. Ég mun ekki hafa efni á að kaupa mér nýja myndavél næstu 5-10 árin :(

Kalli - 18/06/09 20:42 #

Jamm, ef þessi telecentricity vandamál flögumegin eru leyst. Hins vegar má reikna með að verðið á pakkanum verði slíkt að maður geti keypt sér næs Leica M-vél (seriously, M2 eða M4-P ætti að duga, það er ekki eins og myndgæðin í M7 séu betri) og linsur fyrir hana (maður þarf ekki Leica, Zeiss ættu að vera álíka góðar og sumar Voigtländer nógu góðar til að það skipti ekki máli) og birgðir af filmum og framkallara til langs tíma.

Það er það sem ég ætla að gera í það minnsta. Ég get gengið að því vísu núna að fá Leica M2 í C til C+ ástandi, sem þýðir að hún virkar fínt en safnarar hafa engan áhuga (andskotans Leica safnarar), á ≈4000 SEK. Voigtländer Nokton 35mm ætti að vera eina linsan sem ég þyrfti til að lifa með vélinni en eldri Leica Summicron 35 væri ódýrari og ég gæti freistast til að taka frekar eitthvað víðara og þar með hægara (lesist: Voigtländer Ultron 28mm).

Arnold - 18/06/09 23:16 #

Nikon myndi valta yfir Leica í digital rangefinder. Leica er búin að vera í tómu klúðri í digital samanborið við Nikon og Canon. Ég myndi t.d. ekki kaupa neitt annað ern Nikon eða Canon í DSLR. Ég hef engan áhuga á því að eiga digital Leica og á filmur tek ég sennilega aldrei aftur. Ég átti M6 og R4s og þetta voru geggjaðar vélar eða réttara sagt linsur :)

Ég man bara þegar Contax kom með G línuna fyrir ca 15 árum. Svakalega langaði mér í eina svoleiðis. Og svo kom Mamiya6 og 7. Þá fékk ég standpínu :) Ég er með rangefinderblæti á háu stigi. Ræð ekki við þetta :)

Kalli - 18/06/09 23:22 #

Ég myndi reyndar alvarlega skoða Pentax í DSLR geiranum í dag. Bíð spenntur eftir umsögn um áhugaverðustu nýju DSLR vélina sem er K7. Gallinn er að það er engin full frame uppfærsluleið og líklega er auðveldara að fá góðar, gamlar linsur ódýrt fyrir Nikon.

Nikon myndi örugglega valta yfir Leica í rangefinder enda er alveg spurning hvort Nikon hafi bara ekki verið betri þegar Nikon smíðaði rangefinders. Þeir þurfa þá bara að gera eitthvað í málinu.

Ég fixaði þetta fyrir rúman 10þ. kall vorið 2008. Pantaði mér Zorki-4 frá Rússlandi og nota hana í dag. Fíla bara ekki 50mm linsur og það er of dýrt að kaupa 28 eða 35 á hana og viewfinder svo ég bíð eftir að hafa efni á gamalli Leica. Þarf ekkert meira. Ég nota venjulega tæplega 40 ára linsu á Nikoninn minn sem gerir hana álíka fullkomna og 50 ára Leica. Sakna ekki oft fídusanna sem hverfa fyrir vikið. Sérstaklega ekki með tilliti til þess að ég borgaði innan við €50 fyrir linsuna.

En mitt perversion er reyndar ódýrar myndavélagræjur. Það er miklu betri tilfinning að vera lélegur með ódýrar græjur en lélegur með dýrar græjur. Ég get þó sett mig á háan hest yfir gaurunum sem ekkert kunna en eiga dýrar græjur ;)