Örvitinn

Bankahrun, gjaldþrot og uppboð

"Maðurinn, sem er á sextugsaldri, segist hafa misst húsið á uppboði skömmu eftir bankahrunið." #

Hús fer ekki á uppboð fyrr en eftir margra mánaða ferli.

Fólk hefur orðið gjaldþrota á Íslandi í marga áratugi (árhundruð?). Það þurfti ekkert bankahrun til þess.

Ýmislegt
Athugasemdir

Nonni - 18/06/09 09:48 #

Kórrétt athugasemd. Það verður þó að athuga að gengið var farið í rugl löngu fyrir bankahrunið, og það virðist hafa verið banabitinn.

Það sem ég skil ekki í þessu er hvers vegna hús nægir ekki sem veð? Hvers vegna þarf sá sem missir húsið sitt í hendur bankanna, að borga mismuninn?

Matti - 18/06/09 09:56 #

Gengið var búið að lækka ansi mikið (hrynja) en var það farið i rugl? Það var náttúrulega í rugli í hina áttina þegar krónan var sterkust. Mér sýnist gengið byrja að hrynja í september. Það þýðir að þessi maður var löngu kominn í vandræði. Eflaust var hann kominn í vandræði um leið og hann tók 100% lán fyrir húsi og bíl (svo ég giski út í loftið).

Ég er sammála þessu með veðin. Auðvitað ætti að duga að láta veðið upp í skuldina. Það myndi líka auka varfærni lánveitenda. Á móti yrði erfiðara fyrir fólk að fá lán. Sem ég held að væri bara þokkalega jákvætt.

Kristín Jónsdóttir - 18/06/09 11:25 #

Ég man afskaplega illa eftir fjármálafréttum aftur í tímann, en ég man vel eftir hópum vorið 2008, sem höfðu "tapað" heilmiklum peningum ef þau höfðu ekki greitt ferðirnar í topp strax við pöntun. Þ.e.a.s. gengið hrundi töluvert strax þarna um vorið og ferðirnar því hækkað mikið frá því ferðalagið var planað.

Matti - 18/06/09 11:29 #

Hér er hægt að skoða gengisvísutöluna síðustu tíu ár.

Gengi krónunnar byrjaði vissulega að falla fyrir hrun, en á móti kemur að gengi krónunnar var afar hátt (óeðlilega hátt) þar á undan. Það gerðu flestir ráð fyrir einhverri "leiðréttingu". Í febrúar-mars 2008 var gengi krónunnar á sama róli og í október 2002. Í mars kemur svo mikil lækkun og aftur í september, október 2008, við bankahrunið.

Matti - 18/06/09 11:47 #

Annars fann ég ágætlega fyrir lækkuninni á þessum tíma. Bjórinn var ódýrari í París sumarið 2007 (evra 82 krónur) heldur en í Berlín seinni hluta apríl 2008 (evra 120 krónur).

En þegar ég hugsa um það, þá er ég ekki viss um hvort var eðlilegra, verðlagið í París eða Berlín. Af hverju átti ég, einfaldur forritari frá Íslandi, að hlæja að verðlagi í París af öllum stöðum :-) En þetta var skemmtilegt meðan á því stóð.

Aftur á móti var verðlagið í London í október í fyrra, þegar allt hrundi, ekkert annað en klikkun. Fullkomlega óeðilegt, þegar pundið kostaði 2-300 krónur eftir greiðslukortagengi.

Nonni - 18/06/09 12:47 #

Takk fyrir grafið. Ef þú athugar það sérðu að gengivísitalan fer nær aldrei yfir 130 milli 1999 og 2008. Það stenst heldur ekki að það hafi verið óeðlilega lágt. Það var óeðlilega lágt megnið af 2005, en virðist hafa verið búið að leiðrétta sig 2006.

Þarf maður að vera algjör fábjáni til að álykta að vísitalan muni ekki verða mikið verri en 140?

Margir spenntu bogann mjög hátt í þessu bjartsýniskasti, en ef maður reiknar með að 150 sé það versta sem von er á, og það er komið í 150 í mars 2008 og svo liggur leiðin bara niður á við, þá finnst mér sökin ekkert endilega liggja hjá kalluglunni.

Matti - 18/06/09 12:50 #

Ég ætla rétt að vona að fjölmiðlar fari yfir mál hans á næstu dögum. Án samhengis hefur þessi gjörningur í gær frekar litla merkingu.

Kristín í París - 18/06/09 12:54 #

Já, ég hef líka alltaf sagt að þetta háa gengi var óeðlilegt. Hins vegar er líklegt að það hafi farið að halla snemma undan fæti hjá smáfyrirtækjum (jafnvel stórfyrirtækjum) sem stóðu í innflutningi, vel fyrir hrunið. Að miða hrun íslensks fjármálamarkaðar eingöngu við 7. október (eða hvaða dagur þetta var sem allt kollvarpaðist) er eins og að miða ALLA frönsku byltinguna við 14. júlí 1789, einfaldlega rangt.

Matti - 18/06/09 12:59 #

Alveg rétt. En 7. október var samt afar afdrifaríkur og þá datt botninn úr gengi krónunnar.

Vel má vera að fjármálafyrirtæki hafi verið óskaplega ósanngjörn við þennan mann.

Ég veit bara að þegar fólk sem ég þekki vel missti sínar eignir í gjaldþrot fyrir mörgum árum þá bjargaði enginn og enginn vissi og enginn maður varð harmi sleginn svo ég vitni í skáldið.

Nonni - 18/06/09 13:14 #

Nú veit ég ekki hvort þessi maður er þeim mun meiri óreiðumaður, það er ómögulegt að segja að svo stöddu.

En þessi gjörningur vakti rosalega athygli, og margir leggja þá meiningu í málið "að fyrst bankinn er að stela eignum hans, þá sé það fínt hjá honum að eyðileggja þær."

Afskaplega fáir hefðu lagt sömu merkingu í svipaðan gjörning hjá þessu vinafólki þínu, því ástandið var allt öðruvísi. Það þekkja allir einhvern náið sem hefur misst vinnuna í hruninu. Allir þekkja einhvern sem hefur flúið til útlanda vegna hrunsins. Nær allir finna fyrir hruninu á eigin skinni í formi aukinnar greiðslubyrðar, lækkaðra launa og hærra verðs á nauðsynjavörum.

Í hugum flestra eru bankarnir sem eru að leysa til sín þessar eignir, sömu aðilar og hjálpuðu "útrásarvíkingunum" að steypa öllu á hvolf hérna.

Þetta er allt annar veruleiki en var!

Sirrý - 18/06/09 13:21 #

Ég ætla ekki að ræða eða rökræða gengi þekki það ekki mikið aftur í tíman. Við tókum erlend lán 2004 og gerðum ráð fyrir hækkun en auðvitað ekki svona mikilli hækkun. Ef fólk var ekki í skilum með lán sín þá gat það ekki fengið neina aðstoð eftir bankahrun sem er auðvitað alveg fáránlegt, ef fólk var í vanda fyrir þá auðvitað versnaði hann. Þegar fólk varð fyrir því að verða gjaldþrota hér áður fyrr fékk það auðvitað einhverja aðstoð, lengingu á lánatíma og skuldbreitingar og þvíumlíkt. Það er afskaplega sorglegt að fólk verði gjaldþrota af því einu að eiga húsnæði og bíl, gerðist held ég ekki oft hér áður fyrr, frekar ef fólk átti fyrirtæki. Auðvitað átti fólk að hugsa áður en það tók allt að 100 % lán fyrir húsnæði og bíl, en mér finnst bankarnir eiga smá ábyrð líka með því að tilkynna fólki ekki um hættuna, en þeir sátu þetta ekki fyrir svo hvernig átti saklaust fólk að sá þetta fyrir. Ég finn til með þessum manni og skil vel að hann hafi snappað. Hann hefur eflaust unnið alla sína ævi fyrir húsnæði og bíl, bankin ráðleggur honum þetta lán og hann tekur því enda að sögn bankans ekki vit í öðru. Ég veit að margir voru að ráðleggja fólki að taka lán í japönskum jenum og svissneskum frönkum ( heitir það það ekki?) og þessir gjaldmiðlar hækkuðu mjög mikið. Og af þeim sökum að þeir ráðlögðu fólki þetta, finnst mér þeir bera ábyrgð.

Matti - 18/06/09 21:11 #

Í Kastljósi kvöldsins kom í ljós að fjárhagsvandræði mannsins tengjast fyrirtækjarekstri hans.

Kristín í París - 19/06/09 06:10 #

Bara svo það sé á hreinu, var ég alls ekki að verja aðgerð mannsins á Álftanesi. Ég hef í raun enga skoðun á því, tek undir með Sirrý, skil vel að fólk snappi og skárra að maðurinn taki eitt hús en t.d. eigið líf eins og hefur nú þegar gerst. Það að "allir þekki einhvern" gerir hvern míkródrama í raun ekkert skárri. Mér finnst bankarnir líka bera töluverða ábyrgð á þessu ástandi og þakka fyrir franska bankakerfið sem neitaði að lána mér fyrir 2 árum. Þá stóð ég mig að því að tala um það sem heftandi og að það stoppaði mann í því að ná árangri öfugt við íslenska kerfið, sem ég var þó alltaf hálfhrædd við.

Matti - 19/06/09 11:26 #

Hér er svo enn einn flötur á málinu. Maðurinn var greinilega í slæmum málum árið 2007.

Það eina sem ég er að reyna að benda á að er að þessi mál eru ekki jafn einföld og sumir vilja láta.

Kristín, ég er ósköp feginn að hafa ekki farið út í endurfjármögnun fyrir 2-3 árum. Við vorum reyndar aldrei að spá í að það af einhverri alvöru. Ég hefði eflaust getað keypt mér Range Rover ef við hefðum látið verða af því :-)