Örvitinn

Tímaþjófur

Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur þegar maður er að spila Civ4. Ég rankaði við mér klukkan fjögur í nótt. Hélt að klukkan væri rétt rúmlega eitt. Var löngu búinn að rústa leiknum, var bara að dunda mér við að murka lífið úr nágrannaþjóðunum. Sigurinn er eitthvað svo léttvægur meðan enn eru til aðrar þjóðir.

dagbók
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 21/06/09 15:47 #

Er að lenda í þessu sama tímadílemma í þessu fjandans Evony. Tímanum væri betur varið í að lesa eitthvað gagnlegt, t.d. Sókn mín til heimskautanna eftir Roald Amundsen.

En eftir langvarandi vinnutörn er svosem nærandi og styrkjandi að gleyma sér í heimskum tölvuleik.

Sindri Guðjónsson - 21/06/09 20:27 #

Náááákvæmlega varðandi Civ4. Ég er einmitt búinn að vera spila Civ4 með reglulegu millibili síðastliðinn mánuð. Prófa mismunandi aðferðir í mismunandi levelum. (er að spila afar skemmtilegan Monarch leik núna). Tíminn gersamlega flýgur. Heilu dagarnir fara í súginn, og nætur verða svefnlausar.

Bjarki - 22/06/09 10:39 #

Hehe. Ég einmitt "lenti í" Civ4 í gær. Maður þarf alltaf bara örfáa leiki í viðbót til að klára Manhattan Project/taka aftur þessa borg af helvítis Astekunum/uppfæra herinn o.s.frv. Svo fattar maður að það eru bara örfáir tímar þangað til að maður þarf að mæta í vinnuna! :D