Örvitinn

Jökulsárlón

Vefþjónninn datt út í sólarhring eða svo en er kominn í samband á nýjum stað. Enginn panikaði.

Silgdi á Jökulsárlóni í gær. Það var áhugavert en dálítið dýrt.

Jökulsárlón

myndir
Athugasemdir

Haukur H. Þórsson - 30/06/09 13:32 #

Rukka þeir þetta kannski í evrum eins og þeir hjá Bláa lóninu?

Matti - 30/06/09 15:23 #

Verðið var gefið upp í íslenskum krónum, 2800.- fyrir fullorðna og þúsund krónur fyrir börn. 7600 fyrir okkur fjögur.

hildigunnur - 30/06/09 23:50 #

Er nokkuð varið í þetta síðan þeir hættu að sigla með mann alla leið inn að jökulbrún og geta séð stór stykki detta í lónið? Þótti víst of hættulegt.

Flott mynd, annars.

Siggi Óla - 01/07/09 02:25 #

Verðið í fyrra var minnir mig 2400 á fullorðin og áttahundruð fyrir börn án þess að ég leggji neitt að veði. Sigldi þarna nokkra dásamlega daga í (afleysingum) í fyrra og vona að þið hafið fengið góðan dag í ár, Þeir geta veri rosalega misjafnir dagarnir eftir veðri. Samt myndi ég ráðleggja öllum sem eiga leið þarna um að tékka á lóninu, taka myndir eða sigla, það er mikils virði og á góðum degi er upplifunin engu lík. Siggi Óla.

Matti - 01/07/09 21:52 #

Það er ansi mikill ís í lóninu í dag og því erfitt að sigla inn í það. Í raun silgdum við bara meðfram ísnum. Mér fannst þetta þokkalegt.

Ég er aftur á móti þeirrar skoðunar að maður eigi að "túristast" þegar maður ferðast innanlands, jafnvel þó það kosti einhvern pening. Ég á t.d. alltaf eftir að fara í hvalaskoðun.

Runólfur Hauks - 28/07/09 21:43 #

Líkast til má deila um verðið á siglingunum. Ég var að sigla þarna í fyrra sumar og er að sigla þarna núna. Mjög mikið af ís í sumar og frekar erfitt að sigla á köflum. Vona að þú og þínir hafi átt sæmilegan dag á lóninu. Kveðja Ronni Hauks.