Örvitinn

Bókin um andlegt trúleysi

Fyrir tveimur árum hélt Vantrú árshátíð á Akureyri. Við hjónin ókum norður ásamt tveimur trúleysingjum. Á bakaleiðinni ræddum við meðal annars um það að trú og hindurvitni hefðu því miður eignað sér allt sem kalla má „andlegt“. Þannig liggur við að ég sé hægt að stunda nokkra slökun án þess að búið sé að tengja það við æðri mátt eða annað þessháttar.

Ég rakst bókina The book of atheist spirituality eftir franska heimspekinginn André Comte-Sponville í bókabúð í London á viðburðaríkum kreppumánudegi í oktobóber á síðasta ári. Nýbúið var að lýsa því yfir að gengi krónunnar hefði verið fest og við ákváðum því að kaupa nokkrar bækur. Þessi var á tilboði, ég gat gripið þrjár bækur og borgað fyrir tvær.

Bókin skiptis í þrjá hluta. Sá fyrsti spyr hvort við komumst af án trúarbragða. Svarið er og kaflinn endar svona:

Let us sum up what has been said so far. It is possible to do without religion but not without communion, fidelity or love. In these matters, what we share is more important than what separates us. Peace to all, believers and unbelievers alike. Life is more precious than religion; this is where inquisitors and torturers are wrong. Communion is more precious than churches; this is where sectarians are wrong. Finarlly – and this is where fine people are right, wheter they belive in God or not – love is more precious than hope or despair.
There is no need to wait until we are saved to be human.

Annar kafli spyr spurningarinnar hvort Gvuð sé til. Ætli það sé ekki best að birta bara upphaf og lok samantektar.

The right to Not Belive

A final word to sum up and conclude this chapter: we have discussed six major arguments, the first three of which lead me not to believe in God and the latter three of which lead me to believe that he does not exist. The are:

  1. The weakness of the opposing arguments, the so-called proofs of God‘s existence.
  2. Common experience: if God existed, he should be easier to see or sense.
  3. My refusal to explain something I cannot undertand by something I understand even less.
  4. The enormity of evil.
  5. The mediocrity of mankind.
  6. Last but not least, the fact that God corresponds so perfectly to our wishes that there is every reason to think he was invented to fulfil them, at least in fantasy; this makes religion an illusion in the Freudian sense of the term.
    ...
    Religion is a right, and so is irreligion. Thus, both must be protected – if necessary, one against the other – and protecting them means ensuring that theyr are not imposed through force. This is why the separation of church and state is the most precious heritage of the Enlightenment. Today‘s world is redisovering how very fragile that heritage is. All the more reason to defend it against all forms of fundamentalism and pass it on to our children.

Freedom of thought is the only good that is perhaps more precious than peace, for the simple reason that, without it, peace would merely be another name for servitude.

Þriðji kaflinn fjallar svo um andlegt gvuðleysi. Höfundur spinnur saman vestrænni og austrænni heimspeki og reynir að slíta sundur andlega hugsun (e: spirituality) og trúarbrögð/hindurvitni.

Ég verð að játa að ég komst eiginlega í mók þegar höfundur fór á flug í spekinni og vitnaði hvað mest í Spinoza, Freud, Kant, Marx, Nietzche og Krishnamurti. Hann færi þó ansi sannfærandi rök fyrir því að trúleysingjar geti verið andlega sinnandi og ekki nóg með það, í raun má skilja hann þannig að til að geta verið andlega sinnaðir þurfi menn að sleppa takinu af trúarbrögðum.

Hvað um það, mér fannst síðasti kafli bókarinnar frekar sjálfshjálparbókalegur þó þar hafi verið margir góðir punktar. Ég náði bara ekki þörfinni fyrir sumu sem hann talaði um. Kannski þarf ég að endurlesa kaflann til að ná spekinni.

bækur efahyggja
Athugasemdir

Halldór E - 07/07/09 17:54 #

Sæll, þessi bók vakti athygli mína í staflanum hjá þér, enda rennir mig í grun um að margt í framsetningu André Comte-Sponville sé líkara frjálslyndustu guðfræðingunum en hugmyndum um skaðsemi trúarbragða sem má finna hjá mörgum "ný-"atheistum. Þetta segi ég þó án þess að hafa lesið bókina.

Það er jafnvel hægt að segja að fullyrðingin um að til að vera andlega sinnaður þurfi að hafna trúarbrögðum, sé jafnvel í "sync" við menn eins og guðfræðinginn Karl Barth (og sá er ekki frjálslyndur).

Ég reyndi að leita þessa bók uppi hér í BNA, þegar ég sá hana í staflanum þínum, en finn bara "The Little Book of Atheist Spirituality" eftir sama höfund. Veistu hvort það sé sama bók?

Steindór J Erlingsson - 07/07/09 18:07 #

Halldór, þetta er sama bókin. Ég mæli eindregið með að þú lesir bókina.

Sindri Guðjónsson - 07/07/09 23:52 #

Ég er einmitt að fara að kaupa bókina á frönsku. "L'esprit de l'athéism: Introduction a une spirituality sans Dieu."

Haukur - 10/07/09 12:32 #

Ég náði bara ekki þörfinni fyrir sumu sem hann talaði um.

Er ekki tilfellið að margir boðandi/opinskáir/virkir trúleysingjar hafi ekki þessar þarfir eða hvatir? Mér verður hugsað til Vantrúarmannsins sem sagðist ekki myndu trúa á guð jafnvel þótt hann væri til.

Matti - 10/07/09 12:39 #

Kannski hef ég (við) ekki þessar hvatir en hugsanlega er þetta bara spurning um hvernig umræðan fer fram.

Allir (held ég) hafa þörf fyrir að finnast þeir vera hluti af stærra samhengi. Finna einhvern frið í huganum.

Ég held ég þurfi að lesa bókina aftur seinna (a.m.k. þriðja hlutann) og spá betur í þessu. Ég er nefnilega áhugamaður um þessi mál þó ég hafi ekki náð þörfinni við fyrsta lestur.