Örvitinn

"Ólíkt guðleysingjum"

Fyrri klisja

Það er merkilegt út af fyrir sig að það eru gjarnan guðleysingjar sem lesa og túlka Biblíuna með bókstaflegum hætti – en gagnrýna þó oftar en ekki kristið fólk fyrir að gera hið sama – og snúa þannig út úr merkingu hennar, eins og gert er í þessu tilviki. #

Trúleysingjar stunda ekki grænsápu, en hvernig snýr maður út úr merkingu Biblíunnar með því að lesa bókstaflega það sem í henni stendur? Eru það ekki frekar grænsápuspekingar eins og séra Gunnar sem snúa út úr merkingu Biblíunnar?

Seinni klisja

Ólíkt guðleysingjum hefur kristið fólk alltaf hafnað því viðhorfi að alheimurinn sé eilífur og á grundvelli skynsamlegra raka haldið því þvert á móti fram að alheimurinn eigi sér upphaf og þar af leiðandi orsök. Nú hefur vísindaleg þekking, svo langt sem hún nær, hafið hið kristna viðhorf yfir allan skynsamlegan vafa og sýnt að skynsemin styður hina kristnu heimsskoðun. #

Af öllum leiguliðum biskups* er Gunnar Jóhannesson annað hvort einn sá óheiðarlegasti eða sá alvitlausasti. Hann hefur t.d. átt í ritdeilum við trúleysingja í blöðum þar sem hann gerir grín að þeim fyrir að halda að einhverjir trúmenn trúi á helvíti en segir svo frá því í einkasamtölum að hann sé einn slíkra trúmanna. Maðurinn er einfaldlega rotinn í gegn.

* Sagan segir að Gunnar hafi farið á fund biskups til að betla hærri bílastyrk þar sem hann þarf að þjóna kirkjum á nokk stóru svæði. Styrkinn fékk hann gegn því að vera duglegur við að ljúga skrifa greinar í blöðin.

kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 12/07/09 21:25 #

Hann er alltaf svo fyndinn. Hann er "hugsuður" sem virkar ekki utan predikunarformsins því um leið og einhver fær tækifæri til pota í málflutninginn með spurningum og athugasemdum þá fellur allt.

Matti - 14/07/09 20:56 #

Hér er grein Svans sem Gunnar þykist vera að svara í þessari prédikun.