Örvitinn

Fallegasti hluti landsins

Þegar maður ekur hringinn er fallegasti hluti landsins á suðausturlandi, frá Seljalandsfossi og austur fyrir Höfn. Fólk getur haft aðrar skoðanir en það hefur rangt fyrir sér.

Þar sem ég er örviti tók ég nær engar myndir enda að aka með fjölskylduna milli landshluta og gat því ekki stoppað í hvert sinn sem ég sá magnþrungið landslag eða gullfalleg bæjarstæði. Tók þó myndir af útsýninu á Höfn.

Útsýnið frá Höfn

Ýmislegt
Athugasemdir

Kristján Atli - 15/07/09 06:30 #

„Fólk getur haft aðrar skoðanir en það hefur rangt fyrir sér.“

En örvitalega orðað. Geturðu sannað mál þitt? Eða trúirðu því bara að suðausturlandið sé fallegast? Hmm? :)

Annars vita allir heilvita (heilvita>örvita) menn að Vestfirðirnir eru langfallegastir.

Bragi - 15/07/09 09:47 #

Matti Matti Matti... Vestfirðirnir eru ekki innifaldir í klassíska hringnum þannig að kannski hefurðu rétt fyrir þér að suðausturlandið sé fallegasti landshluti hringsins. En Vestfirðirnir eru að sjálfsögðu krúnudjásn íslensks landslags.

Matti - 15/07/09 10:08 #

Ah, þið eruð svona gaurar sem hafið gaman að því að hafa rangt fyrir ykkur ;-)

Að sjálfsögðu eru Vestfirðir ekki taldir með, það ekur enginn heilvita maður þangað :-P

Sindri Guðjónsson - 15/07/09 19:59 #

Verð að vera sammála Matta, suðaustur hornið er fallegast í "hringnum". Norðvestur hornið og suðurlandið (flatneskjan venst reyndar á endanum) eru sýst. Norð austur er í öðru sæti (Mývatn, Akureyri, Ásbyri, Dettifoss, Goðafoss, etc).

Í Þystilfirði er fegurð slíka, að finna að sjálfur drottinn nærist. Á flóanum er fallegt líka, og flatneskjan sem slík, hún lærist. -Steingrímur J. Sigfússon

Sindri Guðjónsson - 15/07/09 20:00 #

Þetta á að vera "Í flóanum"