Örvitinn

Reynsluakstur Morgunblaðsins

Fyrir viku eða tveimur fjallaði Morgunblaðið um einhvern Porsche fjölskyldubíl sem eflaust kostar sitt, a.m.k. var ekki hægt að áætla verð á bílnum í umfjölluninni og Porsche kosta yfirleitt sitt. Blaðamaður fór til útlanda og fékk að reynsluaka bílnum. Ég varð dálítið hissa þegar ég sá umfjöllunina og velti því fyrir mér hvort ritstjórn Morgunblaðsins væri ekki meðvituð um efnahagsástandið.

Í blaði dagsins fjallar Ágúst Ásgeirsson um Lexus RX450h sem sagður er "snjall, vistvænn og þægilegur" í fyrirsögn. Lexusinn kostar 13-15.6 milljónir krónar hjá umboðinu.

Er þetta eitthvað grín hjá Morgunblaðinu? Eru þeir að gera at í lesendum með heilsíðuumfjöllunum um bíla sem kosta á annan tug milljóna? Er þetta ekki dálítið 2007?

fjölmiðlar kvabb
Athugasemdir

Gísli - 17/07/09 17:44 #

Ég reikna með álíka umfjöllun um Lamborghini, Ferrari og uppáhaldsbíla Jamesar Bonds.