Bankarnir farnir, þetta er búið
Andri Geir segir að ríkið hafi ekki getað eignast bankana.
Með þessu samkomulagi ásamt Icesave munu íslenskir skattgreiðendur borga "vexti og afborganir" þrisvar til erlendar aðila:
1. greiðslur af lánum til bankanna og svo í formi
2. hærri skatta og niðurskurðar á þjónustu og að lokum
3. arðgreiðslur til eigenda bankanna
Með þessum gjörningi vorum við að afhenda erlendum áhættufjárfestum (ekki virðulega fjármálastofnunum eins og reynt er að ljúga að okkur) alla bestu bitana. Fjölmiðlar stóðu ekki vaktina, rannsökuðu ekkert, skoðuðu ekkert. Eru gjörsamlega gagnslausir. Það var nákvæmlega engin umfjöllun um það hverjir þessir erlendu kröfuhafar eru og hvernig þeir komust yfir kröfurnar.
Þetta er búið. Við getum lokað sjoppunni.
Djöfulsins aumingjaskapur.
Ætli það verði ekki bylting á Íslandi eftir nokkur ár þar sem þjóðin tekur aftur eignirnar og hrekur erlenda auðhringi úr landi. Er einhver með númerið hjá Hugo Chávez?
Andrés - 20/07/09 11:55 #
Eru þetta ekki bandarískir spákaupmenn sem sérhæfa sig í junk-bonds sem keyptu mikið af skuldum bankanna?
Ég vil sjá ríkið stappa niður fæti. Bankarnir þrír hafa viðhaldið fákeppni hér í áratugi.
Með því að skilgreina leikreglur upp á nýtt, þá hefðum við getað notað þetta tækifæri til að tryggja íslenskum neytendum samkeppni á næstu árum.
Það er tapað tækifæri.
Skandinavísk velferðarstjórn hvað? Allavega ekki í neytendamálum.
Matti - 20/07/09 12:00 #
Eru þetta ekki bandarískir spákaupmenn sem sérhæfa sig í junk-bonds sem keyptu mikið af skuldum bankanna?
Nákvæmlega.
Við áttum einfaldlega að halda okkur við neyðarlögin, gera upp gömlu bankana og láta þessa aðila mæta afgangi. Ef eitthvað hefði verið eftir þegar búið var að greiða forgangskröfur hefðu þeir geta skipt því á milli sín og hugsanlega hagnast eitthvað á þessum kröfum sem þeir keyptu á brunaútsölu.
Matti - 20/07/09 12:02 #
Eyjan: Erlendir stórbankar - ekki vogunarsjóðir - eignast líklega Íslandsbanka og Kaupþing
Fjármálaráðherra sagði að hinir nýju erlendu eigendur væru stórbankar en ekki vogunarsjóðir eins og áður hafði komið fram.
Hvaða bankar? Er þetta ekki bara eins og salan á Búnaðarbankanum? Finnið þessa banka, talið við bankastjóra þeirra. Staðfestið þetta.
Ásgeir - 20/07/09 12:07 #
Þá er ekkert eftir nema að reisa götuvígin.
Matti - 20/07/09 12:16 #
Vísir: Leynd yfir eignahaldi bankanna
Fulltrúar skilanefnda íslensku bankanna vildu ekki taka af öll tvímæli um hverjir erlendir kröfuhafar bankanna eru á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu nú fyrir stundu.
Frábært.
Arnold - 20/07/09 12:27 #
Þessir aðilar eru hér til að recovera sína peninga. Ekki til að vera næs við Íslendinga. Sjálfstæðið er farið. EB og ICESAVE er aukaatriði. Sorglegt en satt.
Matti - 20/07/09 13:07 #
Pressan: Samkomulagið dregur verulega úr hættu á málsóknum erlendra kröfuhafa „Ég tel að þetta samkomulag dragi verulega úr hættu á alvarlegum ágreiningsmálum og dragi verulega úr hættu á hugsanlegum málsóknum.“
Að sjálfsögðu dregur verulega úr hættu á alvarlegum ágreiningsmálum ef þú lúffar! Ágreiningur er vegna þess að aðilar eru ekki sammála. Ef annar gefur eftir er enginn ágreiningur.
Það sem líka er mikilvægt er að gangi þetta eftir erum við að lágmarka kostnað ríkisins og þar með skattgreiðenda af falli bankanna
Þetta er skammsýn hugsun. Vissulegar erum við að lágmarka kostnað í dag, en við erum líka að færa framtíðarhagnað til útlanda. N.b. ekki bara hagnað bankanna heldur íslensks atvinnulífs.
Jón Magnús - 20/07/09 13:24 #
Þessir aðilar munu án efa þurfa að tryggja að íslenskt atvinnulíf nái að rétta úr kútnum annars fá þeir lítið sem ekkert fyrir kröfurnar sínar (fer s.s. eftir því verði sem þeir keyptu kröfurnar á).
En það munu án efa verða meira að breytingum í íslensku bankakerfi á næstu mánuðum. Ég er allavega feginn að vera ekki bankastarfsmaður því það er augljóst að það er þörf á mikilli hagræðingu í bankakerfinu.
Jón Magnús - 20/07/09 13:29 #
Ég vona að stjórnvöld hafi dug og þor að bæta regluverkið í kringum þessa banka (ekki þörf á) svo að við lendum ekki í öðru bankahruni.
Arnold - 20/07/09 17:01 #
Það blasti við annað bankahrun. Þess vegna er þetta að gerast. Hugsið ykkur að ríkistjórn með Ögmund, Jón Bjarna og Steingrím innanborðs er að afhenda erlendum aðilum bankana. Það segir bara eitt og það er að það var ekkert annað í stöðunni. Þetta var tapað stríð.
Björn Friðgeir - 21/07/09 07:28 #
Þvílík fáfræði og misskilningur. Þessi þrjú atriði Andra eru bull. Það eru viðskiptavinir bankanna sem munu greiða af lánum sínum, þjónustugjöld etc sem svo greiðast áfram sem arðgreiðslur. Þannig að fyrsta og þriðja atriðið eru það sama. Og númer tvö er bara kjaftæði, þetta leiðir ekki til hærri skatta. Stóri misskilningurinn: RÍKIÐ Á EKKI ÞESSA BANKA! það er ekki verið að ákveða að selja þá, það er verið að ákveða að taka ekki frekari risalán til að KAUPA þá. Brúttó skuldastaða ríkis hækkar því ekki. (Nettó er óbreytt, en ríkið hefði þurft að vera að reka 3 banka í stað eins núna). Það er ljóst að með því að erlendir aðilar koma að mun verða mikil hagræðing í rekstri bankanna, eitthvað sem ríkið myndi ekki hafa hreðjar í að gera. Ríkið er sem sé að sleppa því að fara út í geysi áhættusaman rekstur fyrir lánsfé. Hvað ef ríkið hefði tekið hundruðir milljarða að láni og síðan hefðu bankarnir ekki skilað hagnaði? Reynið að hugsa ferkræingátlád. Að gagnrýna þetta á grundvelli svona svakalegrar fáfr... misskilnings er slappt.
Björn Friðgeir - 21/07/09 07:28 #
Þvílík fáfræði og misskilningur.
Þessi þrjú atriði Andra eru bull. Það eru viðskiptavinir bankanna sem munu greiða af lánum sínum, þjónustugjöld etc sem svo greiðast áfram sem arðgreiðslur. Þannig að fyrsta og þriðja atriðið eru það sama. Og númer tvö er bara kjaftæði, þetta leiðir ekki til hærri skatta.
Stóri misskilningurinn: RÍKIÐ Á EKKI ÞESSA BANKA! það er ekki verið að ákveða að selja þá, það er verið að ákveða að taka ekki frekari risalán til að KAUPA þá. Brúttó skuldastaða ríkis hækkar því ekki. (Nettó er óbreytt, en ríkið hefði þurft að vera að reka 3 banka í stað eins núna).
Það er ljóst að með því að erlendir aðilar koma að mun verða mikil hagræðing í rekstri bankanna, eitthvað sem ríkið myndi ekki hafa hreðjar í að gera. Ríkið er sem sé að sleppa því að fara út í geysi áhættusaman rekstur fyrir lánsfé. Hvað ef ríkið hefði tekið hundruðir milljarða að láni og síðan hefðu bankarnir ekki skilað hagnaði?
Reynið að hugsa ferkræingátlád. Að gagnrýna þetta á grundvelli svona svakalegrar fáfr... misskilnings er slappt.
Daníel - 21/07/09 09:08 #
Auðvitað er þetta rétt hjá Birni F, en hann má nú ekki búast við að það verði hlustað á hann, hér hefur einungis MATTI rétt fyrir sér....
Matti - 21/07/09 09:12 #
Björn, þegar maður gagnrýnir aðra fyrir fáfræði og misskilning er betra að hafa á hreinu hvað þeir eru að segja. Andri er ekki að segja að þessi aðgerð muni leiða til hærri skatta og niðurskurðar heldur sé það sá raunveruleiki sem við blasir vegna kreppunnar.
Viðskiptavinir bankanna eru nær allir íslenskir. Arður af þessum viðskiptum mun núna fara til útlanda.
Það er ljóst að með því að erlendir aðilar koma að mun verða mikil hagræðing í rekstri bankanna
Af hverju er það ljóst?
. Ríkið er sem sé að sleppa því að fara út í geysi áhættusaman rekstur fyrir lánsfé.
Er rekstur bankanna geysilega áhættusamur í dag þegar þeir eiga ráðandi hlut í flestum stærstu fyrirtækjum landsins? Þá lítur dæmið ekki vel út.
Það er ekki verið að ákveða að selja þá
Í Morgunblaðinu í dag talar formaður samninganefndarinnar um kaup erlendra aðila á bankanum. Þar sem er kaup hlýtur að vera sala.
Málið snýst að mínu viti ekki endilega um bankana sjálfa heldur öll fyrirtækin sem bankarnir hafa vald yfir í dag.
Matti - 21/07/09 09:17 #
Auðvitað er þetta rétt hjá Birni F, en hann má nú ekki búast við að það verði hlustað á hann, hér hefur einungis MATTI rétt fyrir sér....
Daníel mættur aftur með sama komment. Vertu úti fáviti.
Ég er gjarnan til í að hafa rangt fyrir mér í þessu máli og hef í athugasemdum vísað á fréttir sem stangast á við bloggfærslu mína.
Björn Friðgeir - 21/07/09 10:35 #
Rétt er það, Icesave leiðir til nr. 2. Eftir stendur að 1 og 3 er ekki tvígreiðsla. Erlendu bankarnir 'kaupa' þetta í þeim skilningi að þeir eru að leggja inn nýtt hlutafé inn í bankana. Hlutafé sem ríkið þyrfti annars að leggja til.
Hagræðing (== fækkun starfsfólks) er augljós. Erl. bankar eru ekki hræddir við að reka Íslendinga.
Ástæðan fyrir að arður fer til útlendinga er sú að útlendingar eru að koma inn með nokkur hundruð milljarða inn í innlendan rekstur. Reyndar spurning hvernig það fer með framtíðargengi ISK þegar arðurinn verður greiddur ef einhver er.
En eftir stendur að ríkið stóð frammi fyrir því að taka massíf lán til að fjárfesta í atvinnurekstri og ákvað að gera það ekki nema í einum banka. Það getur varla verið hræðileg ákvörðun.
Matti - 21/07/09 10:38 #
Ég held að alltaf hafi staðið til að hagræða í bankarekstri eftir að efnahagsreikningur var til, jafnvel með sameiningu banka.
Er komið á hreint að þessir erlendu aðilar muni koma með nokkur hundruð milljarða inn í innlendan rekstur? Eru það ekki bara kröfurnar sem þeir eiga? Kröfunar sem áttu að fara aftast í röðina skv. neyðarlögum.
Björn Friðgeir - 21/07/09 11:01 #
nei, það þarf að koma inn eigið fé inn í bankana, það sem ríkið átti upphaflega að leggja til.
Smbr Kaupthing, þá kemur ríkið með eigið fé inn, sem erlendu aðilarnir kaupa svo af ríkinu (sem er jú ákveðin 'sala' ríkisins, en ríkið er ekki að commita sig í raun, nema eitthvað mikið breytist.
Hvað hagræðinguna varðar, þá held ég að núverandi ríkisstjórn myndi ekki fækka útibúum og útibúastarfsfólki eins og erlendir eigendur myndu gera.
Biðst afsökunar á að gleyma alltaf að þarf tvöfalt línubil til að það komi fram.
Matti - 21/07/09 14:06 #
Það er óneitanlega hagkvæmt fyrir bankana að fækka útibúastarfsfólki stórkostlega. En er það hagkvæmt fyrir samfélagið?
Ég er þeirrar skoðunar að þær ákvarðanir sem eru teknar um þessar mundir þurfi allar að miðast við hagsmuni heildarinnar. Vel má vera að þessi ákvörðun geri það.
Ég er ósköp hræddur um að raunveruleikinn verði sá að erlendir kröfuhafar hagnist verulega á nokkrum árum meðan íslendingar sitji enn í skuldasúpunni og sjái ekki aur af þeim hagnaði. Við munum semsagt eiga skuldirnar en ekki eignirnar.
Björn Friðgeir - 21/07/09 14:49 #
Staðan núna er einmitt sú að við eigum ekki eignirnar og skuldum skuldirnar. Eigum við að skulda enn meira til að reyna að eignast alla bankana? Lansinn verður jú ríkisbanki áfram.
Og ég held að ef mikill hagnaður verði af bönkunum þá verði það vegna þess að nýir eigendur muni reka bankana allt öðruvísi en ríkið myndi gera.
Matti - 21/07/09 14:54 #
Lansinn verður jú ríkisbanki áfram.
Gæti það verið vegna þess að stærst kröfuhafar vilja ekkert gera fyrr en búið er að ganga frá Icesave, fyrir utan að það verða engar
Ætli það verði til einhver Lansi þegar það mál er búið? Ég hef ekki grun.
Og ég held að ef mikill hagnaður verði af bönkunum þá verði það vegna þess að nýir eigendur muni reka bankana allt öðruvísi en ríkið myndi gera.
Þessu er ég gjörsamlega fullkomlega algjörlega rosalega ósammála.
Ég held það verði hagnaður af rekstri bankanna um leið og samfélagið kemst upp úr dýpstu kreppunni.
Ég skil ekki hvaða galdur þessir nýju eigendur eiga að hafa í rekstri banka sem við getum ekki gert nú þegar. Ríkið kemur ósköp lítið að daglegum rekstri þeirra.
Þetta minnir mig eiginlega dálítið á ræðurnar sem voru haldnar áður en bankarnir voru einkavæddir síðast :-)
Það sem nýir eigendur munu sennilega gera er að vera þolinmóðir og bíða þar til Ísland kemst upp úr kreppunni og atvinnulíf í góðar skorður. Þá munu þeir selja bestu bitana og hagnast gríðarlega.