Örvitinn

Að vakna við dyrabjöllu

Mikið óskaplega er óþægilegt að vakna við dyrabjölluna. Það tekur alltaf einhvern smá tíma að ná áttum, svo hendir maður sér í buxur og bol og skakklappast niður á neðstu hæð með úfið hár og stírur í augum til að hleypa gestum inn. Átti ekki von á fólki fyrr en klukkan níu en þær mættu átta.

Kolla og Inga María mæta á námskeið í Borgarleikhúsinu klukkan tíu. Komu með mér í vinnuna og dunda sér núna í "hengimann". Ég þarf að skjótast með þær...

dagbók
Athugasemdir

Matti - 21/07/09 14:07 #

Ég var búinn að gleyma því þegar vekjaraklukkan hennar Ingu Maríu hringdi klukkan eitt í nótt. Ég var að festa svefn en vaknaði við hringingu. Fann vekjaraklukkuna inni í herberginu hennar Ingu Maríu en þessi klukka er líka lampi. Tók hana úr sambandi og stökk með hana inn á bað þar sem ég gat kveikt ljós og reynt að finna út hvernig ég átti að slökkva á henni. Fann loks takkann.

Inga María rumskaði ekki.