Örvitinn

Kristni og óþjóðalýður

Af öllum bloggprestum sem gerst hafa sekir um siðferðis- og lögbrot er séra Svavar Alfreð í uppáhaldi hjá mér.

Í dag bloggar hann um óþjóðalýð:

Sumir sjá fyrir sér heim án þjóða. Engin landamæri. Eina menningu. Ein trúarbrögð. Eina tungu.

Eru sumar myndir svonefndrar fjölmenningarhyggju kannski í raun slík einmenningarhyggja?

Mér varð hugsað til Biblíunnar og skrifaði komment úr Matt 28:

18Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. 19Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda

Svavar svarar og vitnar í Jesaja 11:

6Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum. Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman og smásveinn gæta þeirra. 7Kýr og birna verða saman á beit, ungviði þeirra hvílir hvort hjá öðru, og ljónið mun bíta gras eins og nautið. 8 Brjóstmylkingurinn mun leika sér við holu nöðrunnar og barn, nývanið af brjósti, stinga hendi inn í bæli höggormsins. 9 Enginn mun gera illt, enginn valda skaða á mínu heilaga fjalli því að allt landið verður fullt af þekkingu á Drottni eins og vatn hylur sjávardjúpið.

Ég velti því fyrir mér af hverju hann byrjaði tilvitnun sína á sjötta erindi en ekki t.d. fjórða, hefði reyndar mátt vitna í kaflann alveg frá byrjun:

1Af stofni Ísaí mun kvistur fram spretta og sproti vaxa af rótum hans. 2Andi Drottins mun hvíla yfir honum: andi speki og skilnings, andi visku og máttar, andi þekkingar og guðsótta. 3Guðsóttinn verður styrkur hans. Hann mun ekki dæma eftir því sem augu hans sjá og ekki skera úr málum eftir því sem eyru hans heyra. 4Með réttvísi mun hann dæma hina vanmáttugu og skera með réttlæti úr málum hinna fátæku í landinu. Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns, deyða hinn guðlausa með anda vara sinna. 5Réttlæti verður belti um lendar hans, trúfesti lindinn um mjaðmir hans.

Önnur athugasemd mín bíður enn birtingar. Annars hélt ég að það væri ekkert að marka Gamla testamentið :-)

Hugtakið óþjóðalýður bætist við hugtakið umburðarlyndisfasisti sem kom frá hinum Akureyrarklerkinum. Svo eru það trúleysingjar sem eru sífellt sakaðir um skítkast :-)

En vandamálið frá mínum bæjardyrum er semsagt það að ríkiskirkjufólk sér ekki skortinn á umburðarlyndi og tillitssemi sem það stendur sjálft fyrir. Hvað er hægt að kalla trúboð í leik- og grunnskólum annað en skort á umburðarlyndi og tillitssemi? Hvað er hægt að kalla ríkiskirkjufyrirkomulagið annað en skort á umburðarlyndi fyrir þeim sem ekki aðhyllast kristni? Ríkiskirkjuliðið vitnar í hefðir til að verja fordóma sína og yfirgang en væri ekki nær að iðka einfaldlega það sem þau prédika?

3Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?

Hættið að rembast við að kristna allan heiminn. Ekki vera óþjóðalýður.

kristni
Athugasemdir

Karl - 06/08/09 13:29 #

Las á mbl að þunnhærður, nánast sköllóttur, maður í frakka hefði slett málningu á hús Hreiðars Más. Ég verð að viðurkenna að í huga mér sá ég umsvifalaust óþokkann og kristniboðann Jón Val Jensson.

Rök:

  1. Hann hefur látið ófriðlega fyrir framan Alþingishúsið og á opnum borgarafundum.

  2. Hann virðist eitthvað vankaður á geði.

  3. Hann ritaði þessa bloggfærslu kl. 5.25, en málningunni var slett um klukkustund áður.

  4. Lýsingin passar.

Veit lögreglan af þessu?

Matti - 06/08/09 13:30 #

Þetta finnst mér skemmtileg kenning :-)

Kalli - 06/08/09 20:50 #

Besta samsæriskenning sem ég hef lesið hingað til.

Matti - 06/08/09 20:53 #

En svo við höldum okkur við bloggfærsluna, þá virðist Svavar vera byrjaður að ritskoða athugaesmdir mínar. A.m.k. hefur svar mitt ekki skilað sér á vefinn þrátt fyrir að aðrar hafi ratað á síðuna.

Ekki svosem útilokað að bilun sé í kerfinu en séra Svavar hefur svosem ritskoðað mig áður.

Kalli - 06/08/09 22:22 #

Ég veðja á bilun í Svavari. Bloggkerfi eru merkilega stöðugar græjur.

Miðað við fólk í það minnsta.

Óli Gneisti - 07/08/09 01:37 #

Matti framdi þann höfuðglæp að setja biblíutilvitnun í rétt samhengi. Svoleiðis gerir maður bara ekki.

Matti - 07/08/09 10:57 #

Getur verið að Svavar hafi ekki fattað skotið í biblíutilvitnun minni? Hafi ekki séð að ég var að benda á að það væri eitt helsta markmið kristinna trúfélaga að á jörðinni sé bara eitt trúfélag. Nei, það getur varla verið að maðurinn hafi ekki skilið það.