Örvitinn

James May flýgur (næstum) út í geim

James May, einn stjórnenda Top Gear, stjórnaði nýlega þætti um tunglferðirnar. Meðal þess sem hann gerði var að fljúga með U2 njósnaflugvél upp í 70.000 fet. Mæli með þessu til enda því lokaorðin eru viðeigandi.

(via reddit)

sjónvarp
Athugasemdir

Sævar Helgi - 07/08/09 12:46 #

Vá, takk fyrir að vísa á þetta. Þetta verður maður að prófa einn daginn. Og jú, lokaorðin eru mjög viðeigandi og ríma vel við það sem geimfarar segja þegar þeir koma heim eftir geimferð.

Fyrst þú talar um tunglferðirnar, þá verð ég bara að fá að vísa á greinar um Apollo geimáætlunina, mesta afrek mannkynsins til þessa.

Arnold - 07/08/09 15:45 #

Þetta væri ég til í að prófa. Hef reyndar oft hugsað um það hvernig upplifun það væri. Held að það sé ekki nokkur leið að gera sér grein fyrir upplifuninni. Held hún sé sterkari en hægt er að gera sér grein fyrir. Alla vega fyrir stjörnuáhugamenn sem eru búinir að hanga úti um nætur og góna upp. Maður verðu heltekinn af þessu.

Rússar eru með vél, MIG-25 sem þeir hafa verið að selja flugferðir með.

http://www.youtube.com/watch?v=IkJDsvvKe-Y

Vara við tólistinni undir þessu videoi. Hún er slæm :)

Arnold - 07/08/09 17:11 #

Price of flight to Edge of Space! Með MIG á aðeins USD 18,800. Bara að ég hefi verið útrásarvíkingur þá hefði ég frekar keypt mér svona ferð frekar en Range Rover :) http://www.adventuretravelrussia.com/price_mig

Sir Branson er held ég ekki að fókusa á fátæka geimáhugamenn. Held að ég hafi séð eitthvað um að ferðin muni kosta 200.000 USD. Er þó ekki viss.