Örvitinn

Klikkað fólk

Merkileg athugasemd á moggabloggi. Hilmar tók nokkrar ljósmyndir á löngum tíma (2 sek) þannig að þær eru verulega hreyfðar. Spyr svo fólk hvað það sjái á myndunum en tekur fram að hann muni seinna birta mynd sem sýnir hvað þetta er.

Þormar sér þetta:

Sæll Hilmar. Þú vildir vita hvað þetta er. Þetta eru djöflar í ljósengilsmynd. Stundum geta þeir birst á þannan hátt. Ef þú lest biblíuni þá sérðu þetta sem ég er að tala um. Mér er sama þótt fólk haldi að ég sé klikkaður. Þetta er raunverulegt.

Fólk heldur ekki að Þormar sé klikkaður. Hann er klikkaður. En þar sem hugmyndir hans tengjast hindurvitnum er klikkunin viðurkennd, a.m.k. í vissum kreðsum.

Það er stigsmunur en ekki eðlismunur á klikkun Þormars og því sem ríkiskirkjuprestar boða.

kristni
Athugasemdir

Matti - 10/08/09 13:07 #

Æi, ég var búinn að gleyma því að Þormar gengur ekki alveg heill til skógar (í alvöru). Í því ljósi er þessi færsla og athugasemd mín á moggabloggi Hilmars eiginlega ekki við hæfi. En flestir hinna sem kommenta hafa ekki sömu afsökun og Þormar.

Freyr - 10/08/09 15:27 #

Mér finnst þetta viðurstyggilega fyndið.

Haukur - 10/08/09 15:53 #

Ha, er sem sagt við hæfi að segja fólki að það sé geðveikt og eigi að leita sér hjálpar - nema það sé í alvörunni geðveikt og ætti að leita sér hjálpar? :)

Matti - 10/08/09 15:55 #

Hann er þroskaheftur :-/

Tryggvi R. Jónsson - 10/08/09 18:44 #

Þetta er uppáhaldið mitt:

Mattías Ásgeirsson: Þetta eru djöflar í Ljósengilsmynd. Guð fyrirgefi þér, að tala niður til fólks er hefur reynslu af hlutum sem ekki eru hér í þessum heimi.

Erna (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 15:28

Matti - 10/08/09 20:58 #

Ég hef enga ástæðu til að halda að Erna sé þroskaheft!

Ætli það sé hægt að heimfæra þetta upp á lögmál Poe? Það er ekki hægt að gera greinarmun á þroskaheftum og heilbrigðum trúarnöttara.