Örvitinn

Óðir menn (reykja)

Við horfðum á fyrstu tvo þættina í sjónvarpsþáttaröðinni Mad men í gærkvöldi. Virðast ansi áhugaverðir þættir.

Ég gat samt ekki annað en velt því fyrir mér þegar ég horfði á þættina í gær hvort þeir væru runnir undan rifjum tóbaksframleiðenda. Mig rámar í að settar hafi verið reglur um reykingar í sjónvarpsefni (þetta gæti verið ímyndun) en í þessum þáttum er ekki eitt atriði þar sem ekki er verið að reykja. Reykingar eru viðeigandi í þessum þáttum og því ekki hægt að setja út á það.

Við ætlum að dunda okkur við að horfa á þessa þætti á næstunni.

sjónvarp
Athugasemdir

Lissy - 15/08/09 10:50 #

Shows produced for private, subscription television (cable) in the US can still show people smoking, but not shows produced by the free public networks.

Matti - 15/08/09 10:57 #

Takk fyrir þetta. Mig rámaði í að það væru einhverjar takmarkanir.

Ég velti því fyrir mér hvort hugmyndin að þáttunum hafi komið út frá pælingunni um hvernig væri hægt að koma sem mest af reykingum fyrir í einum sjónvarpsþætti :-)

Þórir Hrafn - 15/08/09 12:44 #

Reykingarnar eru vissulega áberandi, en drykkjan vakti meiri athygli hjá mér.

Vinnufundur klukkan 9 að morgni þar sem allir sitja með viskí glas.

Arngrímur - 15/08/09 13:05 #

Hvenær gerast þessir þættir, á sjötta áratugnum?

Annars er ég afar hlynntur mikilli drykkju og reykingum í sjónvarpsefni. Af því það er töff. Ég blæs á öll málefnaleg mótrök.

Matti - 15/08/09 13:08 #

Fyrsta serían á sér stað árið 1960. Þetta á augljóslega að vera afar töff í þessum þáttum :-)

Af einhverjum ástæðum fannst mér drykkjan ekki jafn áberandi. Hugsanlega vegna þess að mér fannst hún bara dálítið töff!

Arngrímur - 15/08/09 13:40 #

Iss, þetta er hvorttveggja töff! :)

Þórir Hrafn - 15/08/09 13:54 #

Þetta er klárlega mjög töff!

Enda almennt mjög töff þættir.