Örvitinn

Magnað atvik í enska boltanum

Magnað atvik átti sér stað í enska boltanum í dag. Crystal Palace var að spila á móti Bristol á útivelli. Í stöðunni 0-0 skorar leikmaður Palace fullkomlega löglegt mark. Boltinn fer inn í markið, lendir á aftari stönginni og skýst út aftur. Dómari og línuverðir taka ekki eftir því og dæma útspark. Leikurinn endaði 1-1.

Í raun er það ótrúlegasta við þetta atvik að leikmenn Bristol séu nógu miklir skíthælar til að karpa í dómara og línuverði um að þetta hafi ekki verið mark.

Ég á reyndar erfitt með að vorkenna Warnock, stjóra Crysta Palace en þetta er ótrúlegt atvik.

(Séð á 101greatgoals og redanwhitekop foruminu.)

boltinn
Athugasemdir

Ásgeir H - 15/08/09 23:08 #

Bristol-búar eru óttalegir skíthælar. Já, ég er sko ekki enn búinn að fyrirgefa kallinum frá Bristol sem bauð mér upp á nokkra drykki á Algarve og stakk svo af frá reikningnum ;)

Hjalti Rúnar Ómarsson - 15/08/09 23:13 #

Hver voru aftur rökin á móti því að nota myndavélar við dómgæslu þegar eitthvað mikilvægt vafamál kemur upp?

Matti - 15/08/09 23:18 #

Það hefur verið talað um að það taki of mikinn tíma. Á móti hafa menn lagt til að lið mættu bara biðja um slíkt einu sinni í leik. Svo eru náttúrulega ekki myndavélar á öllum leikjum.

Ásgeir, þetta er náttúrulega ófyrirgefanlegt. Minnir mig á það þegar ég var búinn að kaupa drykk á línuna á Ölstofunni og uppgötvaði að veskið vantaði þegar ég átti að borga. Vinnufélagi minn sá um að borga þann reikning :-)

-DJ- - 16/08/09 21:57 #

Tímarökin eru gríðarlega slök, hvað líður langur tími þangað til við fáum endursýningar heima í stofu? Það er sekúnduspursmál.

Rökin sem er erfiðara að kljást við eru þau að þá þyrfti einmitt myndavélar á alla leiki, þar sem sömu reglur eigi að gilda í 3 deild á Íslandi sem og í t.d. ensku úrvalsdeildinni.

En er dæmt eins í þessum deildum? Tæplega. Held að það sem fyrst og fremst ræður því að tækninni hefur algjörlega verið úthýst úr boltanum sé íhaldssemi. Menn eru dauðhræddir við allar breytingar. Kannski skiljanlega, því þegar menn hafa breytt einhverju þá hafa það nú oft verið absúrd dæmi, eins og t.d. þessi gull- og silfurmörk.

Svona dæmi, eins og þetta myndband sýna svo heldur betur að þörf er á nýtingu sjónvarpstækninnar.

Þegar þú ert í milljarðabusiness þá ertu varla sáttur við að það velti á svona sofandi gufugæjum hvernig þér reiðir af.

Að sama skapi er leikaraskapur að eyðileggja þessa íþrótt, og við hann losnum við greinilega ekki nema með því að setja menn í leikbönn eftir leik með aðstoð mynda.