Örvitinn

The Informers og Knowing

Glápti á þessar tvær í gærkvöldi.

The Informers segir nokkrar sögur sem tengjast lauslega. Því miður er engin þeirra áhugavert og myndin því ósköp lítið spennandi. Eina sagan sem mér fannst áhugaverð fjallaði um barnsrán. Sem betur fer var dálítið um afskaplega fallegt nakið kvenfólk í myndinni. Það bjargaði henni næstum því fyrir horn.

Knowing er furðuleg mynd. Í upphafi heldur aðalpersónan sem Nicolas Cage likur fyrirlestur í MIT og þar fer myndin strax útaf sporinu. Gæti næstum því verið áróður sköpunarsinna í umfjöllun um tilviljanir eða rekjanleika.

Sagan er ágæt framan af þó sumt sé ansi fáránlegt og illa útfært. Lokapartur myndarinnar er aftur á móti bölvað rugl.

Þannig að ég glápti á tvær myndir í gærkvöldi og þótt báðar frekar slappar.

kvikmyndir
Athugasemdir

Helgi Þór - 16/08/09 14:24 #

Mér fannst reyndar Knowing ágæt alveg þangað til að "geimverurnar" komu meira inn í þetta. Svo varð þetta orðið algjör steypa í lokin eins og þú segir sjálfur!

Rebekka - 16/08/09 14:53 #

Ó já, Knowing er með þeim verri...
Plús þá gat ég bara ekki tekið Nicholas Cage alvarlega, ég hugsaði bara um "My hair is a bird, your argument is invalid" í hvert skipti sem hann birtist á skjánum.