Örvitinn

Hvenær varð hún trúuð?

Móðir Hreiðars varð landsfræg fyrir meira en tíu árum síðan þegar hún var dæmd fyrir að hafa stolið milljónum af sjóklæðagerðinni Max en hún vann þar sem gjaldkeri. Síðan þeir atburðir gerðust í lífi Grétu hefur hún orðið mjög trúuð, líkt og nafnið á gistiheimilinu ber með sér. #

Gistiheimilið heitir semsagt Brauð og bæn. Ég veit ekkert um þessa manneskju. Af hverju segir DV að manneskjan hafi orðið trúuð í millitíðinni. Er eitthvað sem bendir til þess að hún hafi ekki verið afskaplega trúuð þegar hún vann hjá sjóklæðagerðinni Max eða er þarna verið að gefa í skyn að trúað fólk svíki ekki út fé?

Það er víst algengt að fólk finni trú í fangelsi eða meðferð enda trúboð stundað grimmt á slíkum stöðum. Mun auðveldara að fá samband við fangelsisprest heldur en sálfræðing. Svo er fínt að herja á fólk í þessari stöðu, fyrrum glæpamenn verða náttúrulega heilagri en allt heilagt þegar þeir taka trú. A.m.k. heilagir út á við. Fólk getur þá skýrt fyrri brot með því að þá hafi það ekki verið búið að finna trú. Þarf semsagt í raun ekki að taka ábyrgð á glæpnum.

Ég set bara spurningamerki við að manneskjan hafi skyndilega tekið trú.

kristni
Athugasemdir

Doddi - 16/08/09 17:51 #

Vodalega ertu alltaf bitur. Hvad skiptir thetta thig mali. Mega truadir ekki bara hafa sina tru i fridi og jafnvel tala um hana ut a vid. Varla eru their ad skemma fyrir ther a medan!! Thyrftirdu ekki adeins ad hugsa thinn gang?

Matti - 16/08/09 17:52 #

Voðalega ert þú mikið fífl. Hvað í ósköpunum er "biturt" við þessa bloggfærslu?

Það eru fávitar eins og Doddi sem koma óorði á trúaða, ekki trúleysingjar eins og ég.

(Uppfært: Ég hef fengið ábendingu um að fólki gæti fundist ég hafa brugðist of illa við þessu innleggi Dodda, hafi verið of fljótur upp. Málið er að ég veit hvernig fólk eins og Doddi haga sér á svona síðum. Það er tilgangslaust fyrir mig að reyna að rökræða við hann eins og sést á seinni athugasemdum. Hann hefur engan áhuga á því sem ég hef að segja. Vill bara koma því á framfæri að ég sé "bitur". Mér leiðist svona fólk óskaplega og nenni ekki að tala við það. Það má eflaust segja að ég verði bitur af því að fást við svona lið. Trúið mér, ég hef gert nóg af því að reyna.)

Doddi - 16/08/09 18:01 #

Af hverju er eg fifl, herra malefnalegur? Eg er bara velta thvi fyrir mer ef thu ert algjorlega trulaus, hvad skiptir thetta thig mali. Er thetta ekki bara eins og hver onnur vitleysa og stjornuspain. Ekki er madur ad velta ser upp ur theirri vitleysu. Til hvers ertu ad eyda tima i ad pirra thig a thessu. Eg bara skil thad ekki. Fyrir utan thad ad eg er enginn serlegur krisslingur, svo eg noti thitt ordalag!

Kristinn - 16/08/09 18:07 #

Magnað innlegg hjá Dodda. Fullkomlega ómálefnalegur pirringur sem einmitt lyktar mun meira af biturleika en færsla síðueiganda.

Þetta eru einfaldlega áhugaverðar spurningar. Var hún trúuð, eða tók hún trú. Hvaða hughrifum er verið að reyna að uppná með þessum óþörfu upplýsingum í "fréttinni"?

-

Kristinn var stórglæpón, en svo missti hann trúna og gerðist trúlaus, eins og nafnið á pizzustaðnum hans: Lummurnar hans Darwin, bendir til.

Var Kristinn virkilega trúaður þegar hann var glæpón, eða er þetta einhver áróður?

Doddi, hvað heldur þú?

Matti - 16/08/09 18:11 #

Af hverju er eg fifl, herra malefnalegur?

Þú ert ekki bara fífl. Þú ert greinilega nautheimskur.

Finnst þér virkilega málefnalegt að vaða hér inn og segja að ég sé "alltaf bitur" og þurfi að "hugsa minn gang"?

Ég tala nú oftar um trúarnöttara en krysslinga. Svona athugasemdir skrifa bara trúarnöttarar.

Ef þig langar að vita af hverju ég skrifa um þessi mál hefðir þú einfaldlega getað spurt í stað þess að koma hér inn með látum eins og áttavilltur örviti.

Færslurnar um leikskólaprestinn sýna meðal annars af hverju ég stend í þessu. Lestu frá byrjun.

Vantrúargreinarnar Gegn boðun hindurvitna og Upphafning sinnuleysis ættu að svara þessum spurningum þínum. Sérstaklega sú síðari ef þú ætlar að þykjast vera eitthvað annað en trúarnöttari.

Já og hoppaðu upp í rassgatið á þér.

Þakka þér Kristinn.

Ég nenni ekki að reyna að ræða málefnalega við Dodda þegar hann kemur svona inn. Er nefnilega helvíti "bitur" út af allt öðru :-)

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 16/08/09 18:13 #

Rólegur Kristinn

Lestu þetta í samhengi. Þetta er Sandkorn (ekki frétt) um konu sem rekur staðinn Brauð og bæn, nafngift sem tengist trúrækni konunnar. Þannig að ekki eru þetta óþarfar upplýsingar í því samhengi og engin ástæða til að ætla að þarna sé verið að reyna að ná fram einhverjum hughrifum.

Matti - 16/08/09 18:15 #

Var hún ekki trúuð fyrir Brynjólfur? Var hún trúlaus þegar hún sveik út fé?

Er ekki í lagi að spyrja?

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 16/08/09 18:20 #

Mér skilst að hún hafi frelsast í millitíðinni. Vitirðu betur máttu endilega leiðrétta það.

Og vangavelturnar um hvort þarna sé verið að gefa í skyn að trúað fólk svíki ekki út fé er eru einmitt það, bara vangaveltur, og það sem meira er þá eru þær rangar. Enda væri fáránlegt að ætla að gefa eitthvað slíkt í skyn.

Kristinn - 16/08/09 18:23 #

"Rólegur Kristinn"

Hva'? Mér þykir ég nú frekar afslappaður bara.

Umfjöllunin er ekkert gapandi samsærisgraftarkýli, alls ekki. En það er gefið í skyn að hún hafi tekið trú og sé dáldið ný og fersk manneskja. En tók hún trú, eða var hún trúuð fyrir og skellti sér bara í að vera obboslega trúuð út á við til að bæta ímynd sína, viljandi eða óviljandi.

Þetta eru ekkert hræðilega ljótar spurningar. Það er bara trúar-ofur-umburðarlyndið sem er að trufla ykkur Dodda, það má aldrei fetta fingur út í slíkt.

;)

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 16/08/09 18:30 #

Ég geri ekki athugasemd við að menn efist um það þegar fólk lýsir því yfir að það hafi frelsast eða tekið trú og sé miklu betra fólk á eftir. Ég sé ekki samasemmerki á milli trúarbragða og góðs siðferðis og raunar fer það svakalega í taugarnar á mér þegar sumir trúaðir einstaklingar láta liggja að því að við trúleysingjarnir séum siðleysingjar. Samanber ræður biskups og að mig minnir BB þegar hann var menntamálaráðherra og síðar dóms- og kirkjumálaráðherra.

Það sem fyrir mér vakti var bara að benda á að tvær setningar eiga ekki við rök að styðjast. Það var ekkert agenda á bak við þessi skrif, ekkert hidden motive. Einfaldlega að einum á ritstjórninni þótti þetta athygli vert, skrifaði mola um þetta og fékk birt sem Sandkorn.

Setningarnar eru:

"er þarna verið að gefa í skyn að trúað fólk svíki ekki út fé?"

"Hvaða hughrifum er verið að reyna að uppná með þessum óþörfu upplýsingum í "fréttinni"?"

Ég sé það núna að ég gleymdi undirskriftinni sem ég ætlaði að hafa á fyrsta póstinum.

Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttastjóri DV.

Matti - 16/08/09 18:38 #

Ég var nú með titilinn þinn á hreinu :-)

Það að einhver "frelsist" þýðir ekki að hann hafi ekki verið trúaður fyrir.

Svo finnst mér Sandkorn DV á svipuðu kalíberi og bloggfærslur hér (og öfugt) þannig að mér finnst þessi bloggfærsla óskaplega viðeigandi.

Doddi - 16/08/09 18:38 #

Ha, ha... thu ert frabaer matthias, tekkadu a blodthrystingnum. Se ekki ad thessi kona hafi nokkud med leikskolaprestinn ad gera. Gaman hvad thu getur aest thig! Eg aetladi nu ekki ad hrista svona raekilega upp i ther... en gaman ad thvi samt!

Matti - 16/08/09 18:41 #

Úff, þú ert ekki sá allra skarpasti Doddi. Vísanir mínar voru til að svara því af hverju ég stend í að skrifa um trúmál þrátt fyrir að vera trúleysingi.

Í öðrum athugasemdum hér kemur fram af hverju ég skrifaði um þetta tiltekna mál.

Er þetta kannski móðir þín?

Kristinn - 16/08/09 18:41 #

Ég sé þetta sem eðlilegar samfélagslegar vangaveltur, en ekki áfellisdóm yfir fréttastjórn DV.

Hvort sem þetta orðalag kemur frá Grétu sjálfri, eða einhverjum öðrum, þá væri gaman að vita hvort hún taldi sig trúaða áður.

En jú, hughrifs athugasemd mín gerði þetta dálítið að ásökun á blaðið/vefin. Það var þó ekki alvarlega meint.

Doddi - 16/08/09 18:45 #

Thu ert nefnilega fluggafadur Matthias, eg ofundast ut i thig. Eg thekki konuna ekki neitt, en eg skil ekki hvernig thu nennir ad aesa thig yfir einhverjum frettum sem skipta engu mali. Thad er enginn sem er ad taka svona hlutum truanlegum, nema thu! En thad ert thu og adeins thu sem ert skynsamur, thannig ad eg aetti bara ad luffa - tho mer finnist thu ekki sa klarasti i bransanum, nadir ekki einu sinni haskolagradu....

Kristinn - 16/08/09 18:48 #

Brynjólfur

Orðnotkun og framsetning texta er oft gagnrýnd fyrir það að bera með sér dulda merkingu, hvort sem höfundi var það ljóst þegar hann skrifaði eða ekki. Þannig er ekkert óeðlilegt að skoða þessa umfjöllun í þessu ljósi, hver sem tilgangur hennar kann að hafa verið.

Geturðu tekið undir það? Þó þetta sé náttúrulega allt komið út úr samhengi og mikilvægi þessarar umræðu í þessi tilviki fjarska lítið :P

Matti - 16/08/09 18:49 #

Til Dodda:

Ekki batnar það.

Þú hafðir semsagt engan áhuga á því af hverju ég skrifaði um þetta eða trúmál yfir höfuð.

Vá hvað þetta er sárt skot með háskólagráðuna!

Doddi - 16/08/09 18:53 #

Greyid mitt, rokstudningur er ekki thitt svid. Reyni ad skilja thad. Kved thig nu, thad er ekki verjandi ad eyda tima i thig!

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 16/08/09 18:54 #

Sæll Kristinn

Ég skil alveg hugsunina á bak við vangavelturnar. Geri ekki athugasemd við það. Vildi bara koma þessu á framfæri fyrst ég sá þetta.

Matti - 16/08/09 18:55 #

Greyid mitt, rokstudningur er ekki thitt svid. Reyni ad skilja thad.

Getur einhver sagt mér hvað það er sem maðurinn vill að ég rökstyðji?

Matti - 16/08/09 19:01 #

en eg skil ekki hvernig thu nennir ad aesa thig yfir einhverjum frettum sem skipta engu mali.

Ég æsti mig ekkert útaf þessari frétt.

Thad er enginn sem er ad taka svona hlutum truanlegum, nema thu!

Taka hverju trúanlegu?

Kristinn - 16/08/09 19:06 #

Mér sýnist Doddi vera staddur erlendis og hugsanlega á net-kaffihúsi að skrifa á lyklaborð án séríslenskra stafa.

Kannski er hann með heimþrá, en að sama skapi dálítið pirraður yfir því að líða þannig. Til að lina þjáningar sínar situr hann og F5-ar Blogggáttina og hendir inn pillum hér og þar í ergelsi sínu.

Að sama skapi virðist hann leggja upp úr því að þekkja til þín, Matti, svo kannski er hann dálítið hrifinn af þér, en á í einhverjum erfiðleikum með að eiga við þær tilfinningar. Þá er ég ekki að tala um samkynhneigð, þó ég útiloki hana ekki, heldur sé ég fyrir mér platónskt love-hate samband. Einhvers konar vitsmunalegan ríg.

Hvað sem því líður er hann a.m.k. fremur fráhrindandi netpersónuleiki. Það þarf þó ekkert að segja um hvernig hann er í eigin persónu. Vonandi er þetta þrátt fyrir allt sjarmatröll og fríðleiksmaður.

Eitthvað verður hann að eiga, greyið.

Matti - 16/08/09 19:12 #

Hann tengist gegnum proxy5.messagelabs.net. Veit ekki hvort þeir með þjónustu sem hann tengist gegnum eða hvort hann vinnur hjá þeim. Eiginlega er mér nokkuð sama :-)

Helgi Þór - 16/08/09 20:03 #

Ætli Doddi sé á túr? er eitthvað svo viðkvæmur :)