Örvitinn

Séra Þórhallur lokar á mig

Það fjölgar sífellt í hópnum* sem bannar mér að kommenta á moggablogginu. Nýjasti meðlimur í þeim merkilega klúbbi er séra Þórhallur Heimisson.

Melding hjá séra Þórhalli

Það versta er að ég hef ekki nokkra hugmynd um af hverju presturinn bannaði mér allt í einu að kommenta. Lesið umræðuna. Þegar ég komst að því að búið var að loka á mig skrifaði ég athugasemd með moggabloggsnotanda Vantrúar en gætti þess að setja mitt nafn með.

Ég reyndi áður að kommenta við færslu um samkynhneigð og kristna trú en sú athugasemd komst aldrei í gegn. Ég fékk þó að tjá mig í umræðu vafasamar alhæfingar.

* Náttúrulega JVJ og einnig þessi hér. Svo einhverjir fleiri trúarnöttarar sem ég er löngu hættur að nenna að skoða. Séra Svavar á tímabili en hefur opnað aftur, les þó allt yfir áður en það birtist á vefnum.

vefmál
Athugasemdir

Jón Frímann - 17/08/09 01:01 #

Trúmenn, og þá sérstakleag prestar þola ekki gagnrýni á þennan boðskap sinn. Þannig að þeir grípa til ódýru leiðarinnar, þagga niður í öllum þeim sem ekki eru þeim sammála.

Það eru reyndar fleiri svona, sérstaklega hægrimenn sem þola ekki neina gagnrýni á ónýta hugmyndafræði sína. Þannig að þeir grípa til þess ráðs að þagga niður í öllum þeim sem ekki eru þeim sammála.

Þetta er orðið stórt vandamál í internet umræðunni á Íslandi. Þar sem að andstæðar skoðanir fá ekki að koma fram vegna hugmyndafræðilegs gjaldþrots þeirra sem banna athugasemdir.

Þetta fólk er síðan hissa á því að allt sé farið til fjandans á Íslandi.

Ég hef fengið að kenna á svona ritskoðun, í mjög miklum mæli. Enda er ekki einfalt að stoppa mig í gagnrýnni.

Helgi Þór - 17/08/09 09:25 #

Ótrúlegt að hann skuli meina þér aðgang að blogginu sínu á meðan JVJ fær að leika þar lausum hala og skrifa sitt bull. Sammála Jóni Frímanni varðandi þetta hugmyndafræðilega gjaldþrot! Marg oft séð það

Matti - 17/08/09 10:54 #

Ég skil ekki enn af hverju hann lokaði á mig.

Helgi Þór - 17/08/09 11:40 #

Senda honum fyrirspurn í tölvupósti og fá það á hreint!

Matti - 17/08/09 11:43 #

Æi, ég nenni því ekki :-)

Óli Gneisti - 17/08/09 11:57 #

Maður veit að Þórhallur les bloggið hans Matta þannig að hann getur svarað fyrir sig hér ef hann vill.

Ásgeir - 18/08/09 17:04 #

Þú ert náttúrulega svo ótrúlega dónalegur, og svo hefurðu líka slæm áhrif á börn, gott ef þú borðar þau ekki líka.

Matti - 18/08/09 17:06 #

Ah, grilluð börn með kartöflumús. Nammi namm.

Einar Steinn - 12/09/09 14:00 #

Mér sýnist nú þessi málrökræður vera deila um keisarans skegg og týpískur útúrsnúningur af átrúnaðarmanns til að slá ryki í augu fólks. Það er nokkuð ljóst hvernig kirkjan skilur orðið "trú", kirkjan stæði ekki traustum fótum ef ekki væri ÁTRÚNAÐUR á guð. Að vísa til hinnar almennu notkunarinnar er eins og hvert annað kjaftæði. Merkingin ræðst einfaldlega af samhenginu, og í tilfelli kirkjunnar er ekki erfitt að skilja hvað klukkan slær.

Einar Steinn - 12/09/09 14:20 #

Annað sem ég hnaut við í málflutningi Þórhalls um Pál postula (hefði viljað setja þessa athugasemd á bloggið hans en tímamörkin eru útrunnin): " Páll var líka mannlegur, rétt eins og Lúther. Allt sem Páll segir hlýtur að skoðast í ljósi þess að annarsvegar er hann kallaður af Jesú - en á hinn bóginn er hann mannlegur, barn síns tíma - og mætti rita um það langt mál."

Var þá ekki Jesús líka mannlegur allavega til hálfs og má ekki skrifa ýmislegt á mennsku hans, breiskleika og bernsku síns tíma? Hversu mikill munur er þá orðinn á mennskum manni sem talar fyrir munn guðs ("innblásinn" mætti segja) og syni guðs sem er "guð og maður". Þeir hljóta þá í það minnsta að eiga vissa mennsku sameiginlega og þar með upp að vissu marki "mannlegir, börn síns tíma". Þar með hlýtur, jú, allt sem þeir segja að skoðast í ljósi þessa tvíþætta eðlis, svo vísað sé í prestinn sjálfan. Og um þetta mætti vissulega rita langt mál.

Einar Steinn - 14/09/09 19:26 #

Þessi tímamörk athugasemda eru annars óttalega hvimleið þegar maður hefði haft áhuga á að leggja orð i belg forvitnilegra umræðna sem maður fréttir af seint.

Matti - 14/09/09 19:44 #

Jamm, þau eru frekar kjánaleg.

En það er enn verra að það virðist algjörlega handahófskennt hvort Þórhallur hleypir athugasemdum í gegn. Þannig nær hann að skálda einhverjar umræður sem honum henta.

Matti - 24/11/09 18:33 #

"Þessir 3 hafa skrifað þannig að ég sé ekki ástæðu til að hleypa þeim hér að. " #

Segir Séra Þórhallur í athugasemd. Hvernig hef ég skrifað? Hvar hef ég gert það? Hvað hefur Hjalti skrifað til að verðskulda ritskoðun hjá Þórhalli?

Þetta er einfaldlega lygi.