Örvitinn

Skítapakk

Nú eru smáglæpamenn farnir að áreita börn í hverfinu.

Börnin höfðu verið í verslun að kaupa sælgæti. Þegar þau skiluðu sér ekki strax heim fór bróðir annars barnsins að vitja þeirra. Hann kom þá að Barðarstrandarræningjanum auk félaga hans. Þeir höfðu meinað börnunum að fara heim til sín.

Þarf ég að fara að óttast að senda dætur mínar út í búð útaf svona liði? Þær fara reyndar aldrei í þessa tilteknu sjoppu en það eru bara smá spölur á þangað.

Andskotans helvítis skítapakk.

Í dag fékk svo annað úrhrak þriggja og hálfsárs fangelsisdóm fyrir að hálfdrepa mann og kveikja í húsi annars. Í fréttinni er talað um "langt fangelsi". Mér finnst dómurinn móðgun við fórnarlambið og okkur öll sem þurfum að deila samfélagi með þessu helvítis hyski.

kvabb
Athugasemdir

Rebekka - 01/09/09 06:04 #

Skítapakk svo sannarlega, sem áreitir lítil börn og ræðst á gamalmenni >:(

Arnold - 01/09/09 07:56 #

Það sem hefur kannski ekki komið nógu skýrt fram er að sá elsti var barinn illa af þessum mönnum fyrir framan yngri systkini sín. Það var meðal annars sparkað í höfuð hans liggjandi. Hann er mjög illa leikin eftir þetta. Þetta hefur haft mjög slæm áhrif á andlega líðan krakkanna.

Matti - 01/09/09 07:57 #

Svo var þessu skítapakki sleppt eftir yfirheyrslu!

Arnold - 01/09/09 08:56 #

Já það er svo magnað :) En þetta hefur alltaf verið svona hérna. Mjög furðulegt. Það þarf að drepa einhvern til að verða settur í gæsluvarðhald í einhvern tíma. Menn sem stunda það að sparka í höfuð á fólki geta drepið fólk þó það sé ekki markmiðið. Þetta eru tifandi tímasprengjur.

Eggert - 01/09/09 09:56 #

Ég er a.m.k. hættur að versla við pabba hans!

Eggert - 01/09/09 09:57 #

Pabba úrhraks nr. 2 þ.e.a.s.

Ásgeir - 01/09/09 14:28 #

Ég skil bara ekki hvað þeim gekk til að meina börnum að fara heim til sín.

Matti - 01/09/09 14:30 #

7 ára börnum! Ég held að þetta lið sé gjörsamlega sjúkt í hausnum. Sé ekki að það sé nokkur leið að betrumbæta það. Spái því að aðalgaurinn eigi eftir að verða plága á samfélaginu allt sitt líf.

hildigunnur - 03/09/09 09:17 #

vá, þetta er púra viðbjóður! Fyrir svona lið er fangelsisdómur ekki betrunarvist heldur hreinlega aðferð til að halda því frá okkur hinum. (ég er almennt ekki refsi- eða hefniglöð, en ég á börn...)